Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 41
eggjaslokkur numinn brott 1971; fóstureyðing að læknisráöi framkvæmd 1970. Crunuð um taugaveiklun og/eða hugsýki allt frá 1950; meöferð aldrei fullnægjandi að áliti sjúklings. Við komu á lyflæknisdeildina 1974 var konan á eft- töldum lyfjum: Tabl. Librium 5 mgX2, tabl. Mar- plan 10 mgX2 og tabl. Mebumal natrii 100 mg fyr- ir svefn. Skoðun, marz 1974: Meðalhá, jafnholda kona (163 cm, 64.2 kg). Hár nánast svart, litaraft sam- svarandi, rjóð í kinnum. Engin merki ofdökkva húð- ar eða slímhúða. Fas „taugaveiklunarlegt“. BÞ: 190 /120: P — 80/mín, reglulegur. 2° háþrýstings-slag- æðlingabreytingar í augnbotnum. Hjarta innan eðli- legra klíniskra stærðarmarka. Hjartatónar hvellir, emkum yfir hjartagrunni. Miðlínuskurður milli nafla og klyfta. Annað ómarkvert við skoðun. Tveim dögum fyrir komu á lyflæknisdeildina var Cortisone acetas meðferðinni hætt og sjúklingur þess 1 stað settur á meðferð með tabl. dexamethazoni 0,5 nigX2. Með því vannst: a) sjúklingi var séð fyrir nægri glúcósteravirkni, ef hana skorti þá slíkt. b) hægt yrði að mæla raungildi nýrnahettubark- arstarfsemi hennar sjálfrar án þess að marktæk „lyfjamengunaráhrif“ truíluðu niðurstöðu stera mælinga í blóði og þvagi. c) útilokuö hætta á heilsuspillandi, jafnvel lífs- hættulegum fylgikvillum af nýrnahettubarkar- hvatningu.7 d) hamla gegn því að möguleg eigin ACTH virkni yrði umtalsverð, ef beitt yrði prófun í þess konar augnamiði.5 Sjúkvasuya 2 J. R. N„ ókvæntur landbúnaðarverkamaður, var mnlagður á lyflækningadeild Landspítalans um göngudeild hans 9. nóv. ’74 „til rannsóknar á al- mennum slappleika og fleiri óþægindum, sem hafa ÞjáÖ hann undanfarna mánuði.“ Bréf innleggjandi héraðslæknis upplýsir, að pilt- ui'inn, uppalinn á mjög afskekktum stað, hafi lengst af eftir vistun á barnadeild Lsp. 3. 11. ’65-l. 3. ’66 verið fremur „linur til vinnu“. Héraöslæknir telur J. vera pasturslítinn (astheniskan) og hjá honum hafi verið greindur sjaldgæfur stoðvefsgalli, s. k. Ehlers- Danlos syndrome. Aðdragandi núverandi sjúkdóms var e. t. v. talinn svimi, sem ásótti J. snögglega 1972 um haustið. Var jrá rannsakaður allýtarlega í héraði, m. a. vegna ofannefndrar barnadeildarvistar, en þar hafði verið greindur og glomerulonephritis acuta. Ekkert markvert þótti koma út úr skoðuninni og BÞ mældist 110/80 og þvagskoðun var eðlileg. Allt sumarið 1974 hafði sj úklingurinn verið illa vinnufær vegna svima og sorta fyrir augum. Vax- andi máttleysi, lystarleysi og megrun um 10 kg á 4- 6 vikum fyrir komu. Síðustu 2-4 vikur hefur hann þurft að liggja fyrir vegna svimans og magnleysis. Kunnugir eru sagðir sammála um, að sjúklingi hafi hrakað geysilega líkamlega og sé að auki „miklu daufari og sljórri andlega en áöur“. Enn er í bréf- inu „.. . alltaf haft brúna húð, en er nú með delcksta móti.“ Dökkvi húðar talinn ættlægur. Heilsufarssaga og kerfakönnun: Skv. sjúkraskrá barnadeildar Lsp. „ . . . greinileg- ur glomerulonephritis í kjölfar hálsbólgu. Við komu með veikindalegum brag, eðlilegan húðlit (!) nema fölleitur á leggjum, sem eru þrútnir með bjúg. Bþ: 130/105 (!) Ferill á deildinni all stormasamur, en drengurinn fékk skúta- og berkjubólgu og seint í janúar ’66 „iðrakvef“, sem versnar og í Ijós kemur botnlangabólga með drepi og síÖan graftarmynd- andi lífhimnubólga. Hjarnaði seint og hægt eftir þetta og þyngdist um 4 kg fyrsta mánuðinn eftir út- skrift.“ Ættarsaga ómarkverð nema hvað húðdökkvi er algengur í föðurætt. — Skólaganga hafði verið slitrótt vegna búselu. Hætti námi í bændaskóla vegna þess, að „of mikill tími fór til þess að ná árangri.“ Skoðun við komu á lyfl.deild 9/11 ’74. Hár, 182 cm, og renglulegur 19 ára piltur, áberandi grannur, 58,6 kg, og með sérkennilegan dökkva húðar, jafn- vel þar, sem sól nœr ekki að skína. Lófaskorningar, ör, geirvörtur og núningsfletir (hnúar, hné, olnbog- ar og beltisstaður) mun dekkri en húð ella. Munn- slímhúð rjóð með einstaka blýgráum flekkjum. Húð alls staöar mjög teygjanleg, en skreppur í sömu læknaneminn 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.