Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 62
Æxli í mjógirni hafa alltaf verið þyrnar í augum
lækna, þrátt fyrir bætta rannsóknatækni, og þrátt
fyrir tilkomu fibro-scopsins er þetta svæði mjög óað-
gengilegt. Þessi æxli sitja oft í garnaveggnum í sub-
mucosa, í vöðvalögunum eða subserosa og vaxa út á
við. Oðru máli gegnir til dæmis um æxli í ristli.
Einnig hér getur æðaskoðun komið að haldi, því
að yfirleitt sjást æxli stærri en 1 cm á röntgenmynd.
Hvað snertir mismunagreiningu (differential dia-
gnosis) horfir málið öðru vísi við. Þó eru nokk-
ur greinimörk að fara eftir til að greina milli
góðkynja og illkynja æxla, en takist að sýna fram á
æxli hjá sjúklingi sem er í rannsókn vegna macro/
micro-scopiskrar blæðingar er tilganginum náð.
Þessir sjúklingar verða hvort eð er að gangast undir
aðgerð.
Algengustu æxli í mjógirni eru leiomyoma, leio-
myo-sarcoma, angiomyoma, reticulo-sarcoma,
schwannoma og carcinoid.
Phurinacoangiographia
Aðferðir til að bæta rannsóknir og stuðla þar með
að nákvæmari greiningu bætast í sífellu við hefð-
bundnar aðferðir, og má í því sambandi nefna phar-
maco-angiographiu, sem byggist á notkun æðavirkt a
(vasoactivra) efna sem dælt er í blóðið meðan rann-
sókn stendur. Þessi efni eru tvenns konar, annars
vegar æðavíkkandi lyf, hins vegar æðaþrengjandi
lyf. Með því að nota bradykinin eða tolazolin, hvort
tveggja kröftugt æðavíkkandi lyf (sem af einhverj-
um dularfullum ástæðum eru ekki skráð hér á landi)
fæst tækifæri til að rannsaka venufasann á mjög
sannfærandi hátt. Við ofþenslu í porta og eftirlit
með aðgerð vegna hennar er ekki lengur nauðsyn-
legt að gera spleno-portal phlebographiu, en þessari
rannsókn fylgir alltaf viss áhætta, svo sem hætta á
slagæðagúlp, blæðingum í kviðarholi og fleiru.
Æðaskoðun á arteria mesenterica superior með
bradykinin (10 míkrógrömm) gerir æðakerfi miltans
ekki síður sýnilegt en phlebographia.
Sé sterku æðaþrengjandi efni, svo sem noradrena-
líni, dælt í Idóðið rétt á undan skuggaefnisinndæl-
ingu við coeliac-angiographiu, dragast æðar til lifr-
arinnar saman, þannig að meira contrast-blóð berst
til brissins og fyllast æðar lil briskirtils og skeifu-
garnar þá betur, en slíkt skiptir máli við æðaskoöun
á briskirtla, sér í lagi við leit að æxlisbreytingum.
Vasopressin, annað æðaþrengjandi efni, hefur reynst
mikil og traust hjálparhella við greiningu á æða-
snauðum, illkynja æxlum í nýra og öðrum líffærum.
LohaorS
Æðarannsóknir hafa á seinni árunr náð gífurleg-
um og verðskulduðum vinsældum sem greiningar-
aðferð og áhugi á henni fer vaxandi. Ritsmiðar um
æöaskoðun (angiographiu) birtast í röntgentímarit-
um í síauknum mæli, æðaskoðanir eru eitt aðalvið-
fangsefni á röntgenráðstefnum, smáum sem stórurn,
og sum symposia fjalla eingöngu um æðaskoðanir.
Við erum stödd á blómaskeiði æðarannsókna, ef
svo má að orði komast; samt eru ekki öll kurl kom-
in til grafar enn, vísindastörf við lækningar og til-
raunir eiga eflaust eftir að stækka svið þessarar að-
ferðar, en öllu má ofgera og þess vegna beini ég
þeim lokaorðum til starfsbræðra á klíniskum deild-
um, að beiSni um röntgenskoðun verður að byggj-
ast á ströngum klíniskum forsendum, hvort sem um
er að ræða einfalda röntgenmynd af fingri eða
flókna og sérhæfða röntgenrannsókn.
RIT:
Bojsen, E.: Brit. J. Radiol. 1966:39:481-487.
Bojsen, E.: Angiographic studies of the Anatomy of single
and multiple Renal Arteries. Acta Radiologica, Supple-
ment 183 (1959).
Bojsen, E. & Redman, H.: Invest. Radiol 1966:1:422-430.
Bojsen, E. and Reuter, S.: Angiographic Findings in two Ileal
Carcinoid Tumors. Radiology 87, 836-840 (1960).
Farinas, P.: A new technique for the Arteriographic Exa-
mination of the Abdominal Aorta and its branches. Ameri-
can Journal of Roentgenology 46, 641-647 (1941).
Lunderquist, A.: Angiography in Carcinoma of the Pancreas.
Acta Radiologica, Supplement 235 (1965).
Olsson, Olle: Angiographic Diagnosis of an Islet Cell Tumor
of the Pancreas. Acta Chir. Scand. 126, 346-351 (1963).
Radner, S.: Vertebral Angiography by Catheterization: A new
Method employed in 221 cases. Acta Radiologica, Supple-
ment LXXXVII. Stockholm 1951.
dos Santos, R., Lamas, A. and Caldas, J.: L’Arteriographie
des Membres de L’Aorte et de ses Branches Abdominales.
Bull Soc. Nat de Chir. 55, 587 (1929).
Seldinger, S.: Catheter Replacement of tlie needle in Per-
cutaneous Arteriography. Acta Radiologica 39, 368-376
(1953).
Odman, P.: Percutaneous selective angiography of the coeliac
artery. Acta Radiol. (Stockholm) 1958: suppl. 159.
50
LÆKNANEMINN