Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 62

Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 62
Æxli í mjógirni hafa alltaf verið þyrnar í augum lækna, þrátt fyrir bætta rannsóknatækni, og þrátt fyrir tilkomu fibro-scopsins er þetta svæði mjög óað- gengilegt. Þessi æxli sitja oft í garnaveggnum í sub- mucosa, í vöðvalögunum eða subserosa og vaxa út á við. Oðru máli gegnir til dæmis um æxli í ristli. Einnig hér getur æðaskoðun komið að haldi, því að yfirleitt sjást æxli stærri en 1 cm á röntgenmynd. Hvað snertir mismunagreiningu (differential dia- gnosis) horfir málið öðru vísi við. Þó eru nokk- ur greinimörk að fara eftir til að greina milli góðkynja og illkynja æxla, en takist að sýna fram á æxli hjá sjúklingi sem er í rannsókn vegna macro/ micro-scopiskrar blæðingar er tilganginum náð. Þessir sjúklingar verða hvort eð er að gangast undir aðgerð. Algengustu æxli í mjógirni eru leiomyoma, leio- myo-sarcoma, angiomyoma, reticulo-sarcoma, schwannoma og carcinoid. Phurinacoangiographia Aðferðir til að bæta rannsóknir og stuðla þar með að nákvæmari greiningu bætast í sífellu við hefð- bundnar aðferðir, og má í því sambandi nefna phar- maco-angiographiu, sem byggist á notkun æðavirkt a (vasoactivra) efna sem dælt er í blóðið meðan rann- sókn stendur. Þessi efni eru tvenns konar, annars vegar æðavíkkandi lyf, hins vegar æðaþrengjandi lyf. Með því að nota bradykinin eða tolazolin, hvort tveggja kröftugt æðavíkkandi lyf (sem af einhverj- um dularfullum ástæðum eru ekki skráð hér á landi) fæst tækifæri til að rannsaka venufasann á mjög sannfærandi hátt. Við ofþenslu í porta og eftirlit með aðgerð vegna hennar er ekki lengur nauðsyn- legt að gera spleno-portal phlebographiu, en þessari rannsókn fylgir alltaf viss áhætta, svo sem hætta á slagæðagúlp, blæðingum í kviðarholi og fleiru. Æðaskoðun á arteria mesenterica superior með bradykinin (10 míkrógrömm) gerir æðakerfi miltans ekki síður sýnilegt en phlebographia. Sé sterku æðaþrengjandi efni, svo sem noradrena- líni, dælt í Idóðið rétt á undan skuggaefnisinndæl- ingu við coeliac-angiographiu, dragast æðar til lifr- arinnar saman, þannig að meira contrast-blóð berst til brissins og fyllast æðar lil briskirtils og skeifu- garnar þá betur, en slíkt skiptir máli við æðaskoöun á briskirtla, sér í lagi við leit að æxlisbreytingum. Vasopressin, annað æðaþrengjandi efni, hefur reynst mikil og traust hjálparhella við greiningu á æða- snauðum, illkynja æxlum í nýra og öðrum líffærum. LohaorS Æðarannsóknir hafa á seinni árunr náð gífurleg- um og verðskulduðum vinsældum sem greiningar- aðferð og áhugi á henni fer vaxandi. Ritsmiðar um æöaskoðun (angiographiu) birtast í röntgentímarit- um í síauknum mæli, æðaskoðanir eru eitt aðalvið- fangsefni á röntgenráðstefnum, smáum sem stórurn, og sum symposia fjalla eingöngu um æðaskoðanir. Við erum stödd á blómaskeiði æðarannsókna, ef svo má að orði komast; samt eru ekki öll kurl kom- in til grafar enn, vísindastörf við lækningar og til- raunir eiga eflaust eftir að stækka svið þessarar að- ferðar, en öllu má ofgera og þess vegna beini ég þeim lokaorðum til starfsbræðra á klíniskum deild- um, að beiSni um röntgenskoðun verður að byggj- ast á ströngum klíniskum forsendum, hvort sem um er að ræða einfalda röntgenmynd af fingri eða flókna og sérhæfða röntgenrannsókn. RIT: Bojsen, E.: Brit. J. Radiol. 1966:39:481-487. Bojsen, E.: Angiographic studies of the Anatomy of single and multiple Renal Arteries. Acta Radiologica, Supple- ment 183 (1959). Bojsen, E. & Redman, H.: Invest. Radiol 1966:1:422-430. Bojsen, E. and Reuter, S.: Angiographic Findings in two Ileal Carcinoid Tumors. Radiology 87, 836-840 (1960). Farinas, P.: A new technique for the Arteriographic Exa- mination of the Abdominal Aorta and its branches. Ameri- can Journal of Roentgenology 46, 641-647 (1941). Lunderquist, A.: Angiography in Carcinoma of the Pancreas. Acta Radiologica, Supplement 235 (1965). Olsson, Olle: Angiographic Diagnosis of an Islet Cell Tumor of the Pancreas. Acta Chir. Scand. 126, 346-351 (1963). Radner, S.: Vertebral Angiography by Catheterization: A new Method employed in 221 cases. Acta Radiologica, Supple- ment LXXXVII. Stockholm 1951. dos Santos, R., Lamas, A. and Caldas, J.: L’Arteriographie des Membres de L’Aorte et de ses Branches Abdominales. Bull Soc. Nat de Chir. 55, 587 (1929). Seldinger, S.: Catheter Replacement of tlie needle in Per- cutaneous Arteriography. Acta Radiologica 39, 368-376 (1953). Odman, P.: Percutaneous selective angiography of the coeliac artery. Acta Radiol. (Stockholm) 1958: suppl. 159. 50 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.