Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 54
Mynd 1. Coeliac angiografía: a) An adrenalíns. b) Eftir inndœlingu adrenalíns. Mj'óg góð fylling á pancreatico-duodenalæð-
um. Ekkert óeðlilegt að sjá.
grundvallaratriði til að greina rétt marga sjúkdóma
og beita réttri meðferð gegn þeim. Sjúklegt ástand í
æðakerfi er algengt, miklu tíðara en menn hafði ór-
að fyrir áður en æðarannsóknirnar auðvelduðu að
finna það. Samhliða örri þróun í æðaskurðlækning-
um hafa kröfur af hálfu skurðlækna um nákvæma
kortlagningu sjúklegra æðabreytinga fyrir aðgerð
vaxið. Primerar breytingar á æðum í kviðarholi eru
algengar, bæði staðbundnar og dreifðar. Þar má
nefna arteriosclerosis, slagæðagúlpa (aneurisma dis-
sectionis), og hættu á æðarofi (ruptura). A mörg-
um slíkum skemmdum má ráða bót með aðgerð, öðr-
um án aðgerðar, en allar skipta þær máli við sjúk-
dómsgreiningu og unnt er að finna þær með æða-
skoðun. Þrengsli (stenosis) við upptök æðastofn-
anna frá aorta eru algeng og meinalífeðlisfræðileg
þýðing þeirra í klínikk orðin vel kunn. Samband
sjúklegra breytinga á nýrnaæðastofnum annars veg-
ar og hækkaðs blóðþrýstings hins vegar hefur verið
vinsælt rannsóknarefni allt frá því Goldbladder
framkallaði ofþrýsting (hypertensio) með því að
undirbinda aðra nýrnaæðina.
Skurðlæknismeðferð (bypass-, end-to-end anasto-
mosis), hefur gefið góða raun hjá álitlegum fjölda
sjúklinga með of háan blóöþrýsting, þótt ekki séu
öll kurl komin lil grafar um meðferð á ofþrýstingi,
það er að segja hvort grípa eigi til pillu eða hnífs
til að reyna að lækna of háan blóðþrýsting. Upptök-
in á truncus coeliacus geta þrengst, til dæmis undan
crura diaphragmatica eða undan skellum af völdum
arterio-sclerosis. Collateral flæði sér þá oftast fyrir
nægilegu blóði til þeirra h'ffæra sem arteria coeliaca
nærir undir venjulegum kringumstæðum, oftast um
æðar til briskirtils og skeifugarnar (pancreas-
bogana) frá arteria mesenterica superior, og verða
þær æðar þá oft mjög víöar. Slíka möguleika ber
skurðlækninum að hafa í huga við undirbúning á
ýmsum meiri háttar aðgerðum, til dæmis maga-
resectio, því að undirbinding á þessum collaterölum,
sem eru lífsæðar til allrar lifrarinnar eða stærri
hluta hennar, er vafalaust orsök illviðráðanlegra
fylgikvilla eftir aðgerð eða eftirkasta með mjög
rýrða lifrarstarfsemi eða jafnvel coma hepatica.
Dæmigerð angina abdominis annars vegar eða
óljósir, óákveðnir verkir í kviðarholi hins vegar
geta átt rætur að rekja til þrengsla eða jafnvel lok-
unar í einum hinna þriggja aðalæðastofna frá aorta,
það er arteria coeliaca, arteria mesenterica superior
eða arteria mesenterica inferior. Líkskurðarskýrslur
sýna að þrengsli í arteria coeliaca eru mjög algeng
hjá fólki sem hefur ekki haft sjúkdómseinkenni í
kviðarholi og mun það stafa frá collateral circulatio.
Af þeim sökum verður að rannsaka alla þrjá æða-
stofnana hjá sjúklingum með blóðskort í kviðarholi
(abdominal ischaemia), því að þrenging á aðeins
einum æSastofni getur vart verið skýring á einkenn-
um sjúklings. Af því má draga þá ályktun að þaS
þurfi að vera þrengsli á að minnsta kosti tveimur
44
LÆKNANEMINN