Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 15
ac$ framleiða penicillinasa, sem rýfur ákveðna bind- ingu í penicillinmólekúlinu (Beta- lactamhring) og eyðileggur þannig lyfið. A sama hátt eyðileggur penicillinasi phenozymethylpenicillin og breiðvirku penicillinlyfin, ampicillin og carbenicillin. Sé um penicillinnæman klasasýklastofn að ræða skal að öðru jöfnu nota benzylpenicillin (eða phenoxymet- hylpenicillin), en ekkii þau breiðvirku, þar eð verk- un þeirra á gram-jákvæðar bakteríur er veikari en benzylpenicillins, auk þess sem þau eyða meiru af eðlilegum sýklagróðri líkamans. Upp úr 1960 tókst að framleiða penicillinsam- bönd, sem penicillinasi bítur ekki á, s. k. penicillin- asaþolin lyf. Af þeim eru hér á markaði methicillin og cloxacillin. Þau eru aðalvopn okkar gegn klasa- sýklum sem stendur, þó að mótstaða gegn þeim sé ekki lengur óþekkt. Cloxacillin má gefa sem inntöku- lyf og ber að gefa það á fastandi maga (helzt 1 klst. fyrir máltíð) til að nú hærra magni í blóði en fæst, sé það gefið með máltíðum.7 Sama máli gegnir um phenoxymethylpenicillin, ef það er ætlað gegn klasa- sýklum. Cephalosporin eru breiðvirk, bakteríudrepandi lyf, sem fram komu upp úr 1964. Þau eru efnafræði- lega skyld penicillinlyfjum, en yfirleitt er penicillin- ofnæmt fólk þó ekki ofnæmt fyrir cephalosporinum. Þau eru sæmilega vel þolin gegn penicillinasa, þó ekki eins vel og methicillin og cloxacillin. Hér fást 2 afbrigði af þessum lyfjum, Ceporan, stungulyf og Ceporex, inntökulyf. Það síðarnefnda er heldur minna virkt gegn gramjákvæðum og flestum gram- neikvæðum sýklum en Ceporan. Chloramplienicol og tetracyklin eru breiðvirk, bakteríuheftandi lyf, sem fram komu 1947 og 1958. Þau voru mikið notuð gegn alls konar sýkingum, þ. á m. klasasýklum, 2 undanfarna áratugi. Mikið hef- ur dregið úr notkun chloramphenicols síðan upp komst um lí fshættulega aukaverkun þess á merg, en tetracyklin eru enn allmikið notuð. Það fór með þessi lyf eins og benzylpenicillinið, að klasasýklar mynduðu vaxandi mótstöðu gegn þeim, einkum á spítölum. Erythromycin, sem fram kom árið 1952, telst til bakteríuheftandi lyfja, en getur verið bakteríudrep- andi, ef það er notað í háum skömmtum. Það var gott lyf gegn klasasýklum í fyrstu, en yfirleitt voru þeir enn fljótari að öðlast mótstöðu gegn því en þeim framantöldu. Það getur hins vegar verið vel virkt gegn klasasýklum á spítaladeild, þar sem það hefur ekki verið notað lengi. Fucidin kom fram árið 1962 og er bakteríudrep- andi lyf, sem verkar á flesta stofna klasasýkla. Það er aðallega notað sem inntökulyf, en er líka til sem stungulyf. Það er talið komast vel inn í flesta líkams- vefi, þ. á m. bein, en ekki í mænuvökva. Nokkuð ber á að klasasýklar myndi mótstöðu gegn því og ráð- leggja sumir að gefa penicillinlyf með því, ef lang- varandi meðhöndlunar þarf, til að vinna á móli upp- vexti ónæmra stofna.2 Lincomycin kom fram árið 1963 og er bakteríu- heftandi lyf, sem verkar á gramjákvæða sýkla, þ. á m. klasasýkla, en nokkuð ber á mótstöðu klasasýkla gegn því. Lincomycin er talið komast vel inn í bein. Það er mest notað sem inntökulyf en er líka til sem stungulyf. Niðurgangur er nokkuð tíð aukaverkun af þessu lyfi, einkum ef það er gefið með máltíðum, vegna þess að með fæðunni berst það lengra niður eftir þörmunum og truflar þarmagróður frekar, en ef það er gefið á fastandi maga og frásogast í efri hluta mjógirnis . Clindamycin (Dalacin) er Chloro-deoxylincomy- cin, sem fram kom 1967. Það er talið ná hærra magni í blóði en lincomycinið sjálft og vera kröft- ugra lyf, jafnvel bakteríudrepandi. Það dregur lítið úr frásogi þess að vera gefið með máltíðum. Það er mest notað sem inntökulyf, en er líka til sem stungu- lyf. Nýlega hefur komið í ljós, að lincomycin og clindamycin geta valdið alvarlegum pseudomem- braneous colilis. Kanamycin, sem fram kom 1957 og gentamycin, sem fannst 1963 eru bakteríudrepandi lyf af amino- glycosidlyfjaflokknum, bæði stungulyf. Þau verka á margar gramneikvæðar og nokkrar gramjákvæðar bakteríur. Bæði hafa verið notuð gegn klasasýklum og er gentamycin allmiklu virkara á því sviði og minna um mótstöðu klasasýkla gegn því en kanamy- cini. Rijamycin eru bakteríudrepandi lyf, sem verkar aðallega á gramjákvæðar bakteríur og berklabakter- íuna. Eitt þeirra, Rifampicin, sem fram kom árið 1968, fæst hér. Það er talið vel virkt gegn klasasýkl- um, en nokkuð ber á mótstöðu einstakra sýklastofna læknaneminn 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.