Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 84
fylgdi nokkur lífshætta og allmikil hætta á fylgi-
kvillum.
b) Ekki hefur verið sýnt fram á, að ein aðferð íaki
öllum öðrum fram.
c) Ekki hefur reynzt grundvöllur fyrir viðleitni iil
þess að sníða stærð og gerð mismunandi að-
gerða að þörfum ólíkra sjúklinga eða sjúklinga-
hópa.
Hin neikvæðu svör við spurningunum þremur hér
að ofan gera 4. staðhæfingu þessa greinarkorns eðli-
lega:
4) „Nútíma skurðlœkningar“ við magasári geta ekki
talizt viðunandi.
Aðgerðin sjjálf (methodih)
Því var haldið áfram tilraunum í þá átt að fá
fram betri aðgerðir gegn magasári. Athuganir sem
Griffith og fleiri gerðu sýndu óyggjandi, að Latar-
jet’s taugar stjórnuðu hreyfingum antrums og eðli-
legri tæmingu magans. Á hinn bóginn sýndu þeir
einnig fram á, að rof smágreinanna frá þessum taug-
um, þeirra sem innervera korpus-fundushluta mag-
ans, gaf sambærilega lækkun á sýrusvari frá maga-
slímhúðinni og TV gerði og í dýratilraunum var
sýnt fram á að þvílík parietal cell mass vagotomi
verndaði hunda gegn magasári jafnvel og eða betur
en nokkur önnur þekkt magasársaðgerð. Þýzkur kir-
urg, Holle, ásamt samverkamanni sínum, Hart, sem
er fysiolog, töldu sig finna, að þessi svokallaða La-
tarjet’s taug flytti hemjandi áhrif á sýrusvar magans
við örvun og hófu að gera selektiva vagotomi, þar
sem þessari grein var hlíft (proximal selektiv vago-
tomi) í byrjun áratugarins milli 1960 og 1970, en
gerðu sér ekki grein fyrir því að með því að hlífa
henni mætti komast hjá framræsluaðgerð og því
haldið áfram að gera samtímis pyloroplastik.
Með þrákelkni frumherjans hefur Holle haldið
áfram að staðhæfa, að nauðsynlegt sé að gera py-
loroplastik ásamt með proximal selektivri vagotomi,
þótt athuganir annarra og reynsla af meira en 1000
sjúklingum, sem opereraðir hafa verið með HSV án
pyloroplastikur, sýni óyggjandi, að hann hafi á
röngu að standa að þessu leyti. Þrátt fyrir þetta á
Holle mikinn heiður skilinn fyrir að hafa orðið
fyrstur til þess að koma fram með proximal selek-
tiva vagotomi og notað hana á fjölda sjúklinga með
ágætum árangri. Það voru hins vegar Johnston í
Leeds og Amdrup í Kaupmannahöfn (nú prófessor í
Árhus), sem lýstu HSV (Johnston) eða Parietalcell
vagotomi (Amdrup) árið 1969, hvor án vitundar
um starf hins fyrr en eftir að greinar þeirra komu
út. Munur aðgerða Amdrups og Johnstons er ein-
ungis sá, að hinn fyrrnefndi leitast við að ákvarða
korpus antrum mótin í slímhúðinni með pH elek-
tróðu, sem stungið er niður í magann meðan á að-
gerð stendur, þar sem aftur á móli Johnston leitar
uppi „krákufótinn“ og hlífir honum og greinar til
antrums distalt við hann, en rýfur allar greinar frá
Latarjet’s taugum, sem ganga inn á kurvtura minor
magans í korpus fundus hlutanum eins og raunar er
gert við allar tegundir af þessari aðgerð. Margir hafa
orðið til þess að taka upp þessa aðgerð og nokkuð
er mismunandi í einstökum atriðum hvernig menn
fara að. Langflestir munu halda sig í grundvallarat-
riðum við tækni og aðferð Johnstons og reiða sig á
að leita að og þekkja „krákufótinn“, enda er það
auðvelt eftir nokkra æfingu.
Aðgerðin er framkvæmd á eftirfarandi hátt: Gerð
er efri laparotomi oftast gegnum miðlínuskurð frá
nafla að og framhjá processus ensiformis. Nauðsyn-
legt er að hafa grófa duodenalsondu gegnum nef og
oesophagus vel niður í magann, eins og ætíð við
hvers konar vagotomiu eða dissektion í kringum
ösofagus og er hún látin liggja vel niður eftir kurva-
tura major magans og auðveldar þá framdrátt hans
fram að laparatomiusárinu, en það er nauðsynlegt
til þess að strengja á kurvatura minor og ösofagus,
en við það koma taugar og æðar á þessu svæði
greinilega í ljós. I sumum tilfellum kann að vera
hagræði að því að losa vinstri lobus lifrarinnar og
halda honum til hægri með haka, þótt oftast sé unnt
að lyfta honum upp (kranialt) ásamt þindinni (og
yfir henni hjartanu) og fá þannig yfirsýn yfir ab-
dominala hluta ösofagus. Að fenginni yfirsýn er
byrjað á því að greina „krákufótinn“ og fremri La-
tarjet’s taug og síðan er farið í gegnum omentum
minus milli taugarinnar og kurvatura minor magans
rétt ofan (proximalt - oralt) við „krákufótinn“ og
omentum með æðum og taugum rofið (skeletterað)
sem leið liggur upp eftir kurvtura minor og upp
fyrir kardia og svo í kringum ösofagus og út eftir
fundushluta magans alveg að því svæði þar sem
68
LÆKNANEMINN