Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 74

Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 74
„Highly Selective Vagotomy (HSV)" Gauti Arnþórsson, lœknir í greinarkorni þessu verður lýst nýlegri skurðað- gerð til læknínga á ulcus gastroduodenale. Aðgerðin liefur verið nefnd ýmsum nöfnum: Parietalcell (-mass) Vagotomi, Highly Selectiv Vagotomi, Selec- tiv Proximal Vagotomi, Acid Fundic Vagotomi, Proximal Gastric Vagotomi, o. s. frv. Við þessa að- gerð er korpus — fundus hluti magans sviftur vagal innervation og með því vagusáhrif á sýrumyndun parietal frumanna. I inngangi verður gerð grein fyrir almennum at- riðum um skurðaðgerðir við ulcus gastroduodenale (hér kallað einu nafni magasár) og rifjuð upp nokk- ur atriði úr anatomi, fysiologi og patofysiologi, sem nauðsynlegt er að hafa á hraðbergi þegar reynt er að átta sig á þessum hlutum. I öðrum kafla verður lýst aðferðinni (metodik) sjálfri. I þriðja kafla gerð að nokkru grein fyrir reynslu af þessari aðgerð eins og henni hefur verið lýst í læknisfræðiritum, ásamt eigin reynslu af henni. Loks verður í umræðukafla gerð tilraun til mats og stöðu þessarar aðgerðir, og dregnar saman niður- stöður um hana. Slíkt mat og niðurstöður verða ekki gerð án samanburðar við aðrar aðgerðir og árang- ur þeirra. Inngangur Markmið skurðaðgerða við magasári er að sjálf- sögðu að lækna sártilhneiginguna til frambúðar án þess að fylgikvillar hljótist af eða lífshætta (morta- litet) fylgi sjálfri aðgerðinni. Orsök sjúkdóms (etio- logi) eða tilurð hans (patogenesis) þurfa helst að vera sem ljósust til þess að unnt sé að beita skyn- samlegum aðferðum til lækninga. Orsök (orsakir) magasárs er(u) óþekkt(ar). Hins vegar má það kall ast svo kallaður vísindalegur sannleikur á vorum dögum (og því sjálfsagt „sannleikur“ einungis um 62 takmarkaða framtíð) að saltsýrupepsin áhrif á slím- búð maga og duodenums eigi verulegan þátt í tilurð magasárs. Öll meðferð með skurðaðgerðum eða lyfjum við þessum sjúkdómi beinist að því að hafa áhrif til minnkunar á saltsýru-pepsin verkun á slím- húðirnar. Það er augljóst að slímhúðirnar hljóta að ráða yfir varnarkröftum gegn hinum sterka melt- ingarvökva, saltsýru-pepsini, annars myndu þær jafnan eyðast fyrir áhrif hans. Það er alkunnugt að sýrumyndun er mismunandi hjá ólíkum einstakling- um og hópum. Oft er látið í veðri vaka að ulcus duo- deni t. d. stafi af of háum sýrum. Þótt það sé rétt að sjúklingar með ulcus duodeni myndi að meðaltali meiri sýru en sárfríir einstaklingar (við örvun með histamini eða pentagastrini), er einnig vel kunnugt að u. þ. b. helmingur allra ulcus duodeni sjúklinga myndar ekki meiri sýru en sá hluti sárfrírra einstakl- inga sem liggur nær efri mörkum þess sem talið er eðlilegt. Þar að auki framleiða sjúklingar með ulcus ventriculi venjulega minni sýru en sárfríir einstakl- ingar gera að meðaltali. Það er því ljóst, að engin ákveðin mörk skilja á milli magasárs og eðlilegs maga hvað sýrumyndun snertir. Af því leiðir einnig að varnarkraftar maga og duodenum slímhúða gegn ágangi magasafans, hljóta að vera mismunandi hjá ólíkum einstaklingum og hópum. Varnarkraftarnir eru enn sem komið er óþekktir að mestu og ómælan- legir hjá hinum einstaka sjúklingi. Þótt unnt sé að mæla saltsýru og pepsin sekretion með allmikilli ná- kvæmni við mismunandi skilyrði hjá frískum og sjúkum, hefur það ekki verulegt gildi, þ. e. varnar- kraftarnir eru ómælanlegir -að þekkja annan af tveimur gagnverkandi þáttum einhvers fyrirbæris nægir ekki til að sjá fyrir um niðurstöðu þess. Af því sem hér hefur verið sagt, leiðir fyrstu tvær stað- hæfingar þessa greinarkorns: 1) Ekki er liægt með sýrumœlingum (né öðrum LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.