Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 64
Á einni rannsóknastofunni eru þeir að rannsaka
hugsanaflutning milli tvíbura. Komið hefur m. a. í
ljós, að „artefakt“ á heilalínuriti annars tvíburans
kemur einnig fram á heilalínuriti hins, þótt þeir
væru í sitt hvoru einangraða herberginu.
I.S.P. sem er algjörlega ríkisrekin stofnun er
meira en bara rannsóknamiðstöð.
Stofnunin er tengd búlgörskum háskólum og get-
ur m. a. veitt doktorsgráðu í náttúruvísindum o. fl.
Hvað er suggestologia?1
Suggestologia er ný „logia“, sem er meira eða
minna grundvölluð af Dr. Lozanov.
Það er eiginlega ný þensla í vitundinni. „Sugge-
stology“ er vísindaleg rannsókn á „suggestion“.
Þessi grein skarar djúpsálarfræði.
Dr. Lozanov ákvað að reyna að finna út hvernig
þessi svokallaða „suggestion“ ætti sér stað. Eftir
miklar rannsóknir í mörg ár, taldi hann sig hafa
fundið nokkur grundvallarlögmál, sem hann hefur
notfært sér á mörgum sviðum, eins og t. d. í læknis-
fræði og við kennsluaðferðir.
Suggestologia er ekki dáleiðsla eða svefn-lær-
dómur. Sá er munurinn að við „suggestologiu“ er
maður alltaf vakandi, og veit af öllu sem gerist í
kringum sig. Einhvers konar hugartengsl, sem
byggja á Yoga-tækni á sér stað milli kennara og
nemanda.
Suggestologia, sem hennsluaðferð?
Er hugsanlegt að kennari geti kennt nemanda sín-
um meira heldur en eðlilegt væri að hugur hans gæti
innbyrt, með því hreinlega að „útvarpa" yfir þann
múr sem veldur því að 90% heilans er venjulega lít-
ið notaður? Að finna slíka aðferð væri bylting.
(„Það er ekki hægt,“ hugsa sjálfsagt flestir).
En það er nú samt það sem Dr. Lozanov telur sig
hafa fundið; aðferð sem eykur lærdómshraða 50
sinnum (já 50), eykur varanleika þess sem lært er,
krefst engrar vinnu og nær til gáfaðra jafnt sem
vangefinna, unglinga jafnt sem aldraðra, og þarfnast
engra sérstakra tækja eða viðbúnaðar. („Heyrðu
mig, nú ert þú alveg að „flippa“, hugsið þið sjálf-
1 Sefjunarfræði.
sagt og það er nú einmitt tilfellið. Vonandi verður
hægt að gera eitthvað fyrir mig“). Þetta hljómar
ótrúlega, en þeir í Búlgaríu hafa þúsundir vel hugs-
aðra og staðfestra prófana til að sanna að þeir hafi
fundið slíka aðferð. I.S.P.-stofnunin hefur nokkur
hundruð skrár, sem innihalda upplýsingar um fólk,
sem lærði 2 ára tungumála „pensúm“ á 20 dögum.
Nokkrar litlar tilraunagrúppur eru nú (á þeim
tíma sem höfundar voru þar á ferð, þ. e. einhvern
tíma fyrir 1970) á ,,kúrsus“ í undirstöðu atriðum
stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og lífeðlisfræði.
Lítum inn í hennslustutul
I dæmigerðri I.S.P.-kennslustund eru tólf menn -
nemendur, húsmæður, verkamenn, sérfræðingar -
ungir sem gamlir slappa af í mjúkum hægindastól-
um sem líkjast flugvélasætum. Herbergið líkist meira
stofu á heimili en kennslustofu í skóla. Ljósin eru
deyfð til að auka róandi áhrif.
Nemendurnir eru að hlusta á tónlist; rólega, þægi-
lega tónlist.
Þetta minnir helzt á konsert. Raunverulega er
þetta kennslustund í frönsku. I bakgrunni Brahms
eða Beethovens er rödd kennarans, stundum með
viðskiptalegan tón, eða eins og hann væri að segja
fyrir verkum, stundum róleg og líðandi, og stundum
óvænt hörð og skipandi.
Rödd kennarans hljómar í sérstökum takt, en mis-
munandi hátt og lágt.
Það sem hann talar um eru frönsk orð, þýðing
þeirra framburður og málfræði.
Eins og tíðkast dálítið í kennslustundum hérlend-
is, þá hlusta nemendur ekki á kennarann. Það sem
meira er, þeir hafa beinlínis verið varaðir við því
og ráðlagt að hlusta ekki á, og hugsa ekki um, hvort
þeir heyri í kennaranum. „Slappið af og hugsið
ekki um neitt“, eru fyrirmælin. Meðvitund þeirra
á að vera fullkomlega upptekin af tónlistinni.
ámsárangur?
Daginn eftir uppgötva nemendurnir, að jafnvel
þótt þeir væru vissir um að hafa ekki lært neitt,
muna þeir og geta auðveldlega lesið, skrifað og talað
um 120-150 ný orð, sem voru „absorberuð“ í hinni
tveggja tíma kennslustund.
52
LÆKNANEMINN