Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 106

Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 106
grímsson læknir, mun hafa greint sjúkdóminn hjá tveim systkinum fyrir nokkrum árum, post mortem. Lífefnabreytingar: Það er fyrst á allra síðustu ár- um, að í Ijós hefur komið, að skortur á vissum hvöt- um eða efnakljúfum stendur á bak við þær vefrænu breytingar, er sjást í miðtaugakerfi sjúklinga með Krabbe’s sjúkdóm. Hér er fyrst og fremst um að ræða skort á galactocerebroside beta galactosidase, sem þó er ekki aðeins bundinn við miðtaugakerfi, heldur einnig serum, hvít blóðkorn, lifur og milta þessara sjúklinga. Þá hefur einnig fundizt skortur á cerebroside sulfotransferase í heila, sem hindrar breytingu á cerebrosidum yfir í sulfatíð. Hvort tveggja leiðir þetta til hleðslu á galactocerebrosidum í hvíta substansinum. Vefjabreytingar: Macroscopiskt er heilinn venju- lega fremur lítill og hvíti substansinn þéttur og nán- ast með bleikri áferð. Microscopiskt sést, að af- mergjunin (demyelinizationin) er ekki einungis bundin við hvíta substans stórheilans, heldur einnig litla heilans, sjóntauga, pyramidal brauta og stund- um perifer tauga. Ultra structural rannsóknir hafa sýnt fram á, að það sem fyrst gerist er degeneratio á axonum, síðan kemur fram secunder demyelinizatio. Fram koma stórar multinuclear frumur, svokallaðar globoid frumur, sem taldar eru runnar frá æðaveggjaele- mentum. Cytoplasma þessara globoid fruma inni- heldur sérstæðar crystalloid inclusionir, sem eru sennilega einstæðar fyrir þennan sjúkdóm. Einkenni: Kliniskra einkenna verður venjulega fyrst vart milli 3 og 6 mánaða aldurs. Barnið, sem hefur þroskazt eðlilega til þess tíma, fer að verða vansælt, sígrátandi, hrætt við hávaða og snertingu. Það verður gjarnan vart toniskra spasma, þar sem höfuðið er sveigt aftur, efri útlimir krepptir og neðri útlimir útréttir, samfara áköfum gráti. Þessir spasmar framkallast upphaflega af hávaða, sterku Ijósi eða snertingu, en koma seinna sjálfkrafa. Þá koma fram áberandi hitasveiflur, sem erfitt er að skýra. Barnið missir allan áhuga fyrir umhverfi. Venjulega kemur fram nystagmus, og ljósop sýna daufa ljóssvörun, og sjóntaugarrýrnun verður sýni- leg. Djúpsinareflexar eru stundum auknir, en oft, einkum er líða tekur á sjúkdóminn, minnka eða hverfa reflexarnir algerlega, vegna hrörnunar í peri- fer taugum. Eftir fáeina mánuði hefur barnið náð því stigi, að heilinn er óstarfhæfur (decerebratio) og sjúklingur algerlega án snertingar við umhverfi. Með góðri hjúkrun geta þessir sjúklingar lifað nokkra mánuði, en tiltölulega fáir ná meira en eins árs aldri. Sjúkdómsgreining: Oft beinist grunur að réttri sjúkdómsgreiningu vegna kliniskra einkenna einna saman. Vitaskuld hjálpar til, að fj ölskyldusaga er já- kvæð. Endurtekin rannsókn á mænuvökva, sem sýnir mikið hækkaða eggjahvítu, styður einnig sjúkdóms- greiningu. Hægt er að vefjaskoða sýni frá heila eða taug, en heilasýni þarf ekki alltaf að sýna globoid frumur, einkum á 1. stigi sjúkdómsins. Taugasýni sýnir að- eins afmergjun í sumum tilvikum, svo ekki er hægt að treysta algerlega á vefjasýnaskoðun í sambandi við pre mortem greiningu. Heilalínurit er venjulega óeðlilegt á einhverju stigi sjúkdómsins, en þær breytingar hafa almennt ekki verið taldar sérstæðar fyrir sjúkdóminn. Leiðsluhraði í perifer taugum hefur fundizt ó- eðlilega hægður í öllum sjúklingum, sem rannsakað- ir hafa verið. Endanlega staðfesting á pre mortem sjúkdóms- greiningu fæst því aðeins með cerebrosidasa mæl- ingu í hvítum blóðkornum, sem þurfa að komast í frystu ástandi á ákvörðunarstað. (Hvatinn er mun óstöðugri í serum.) Meðferð: Meðferð gegn þessum sjúkdómi er eng- in, enn sem komið er. Sýnt hefur verið fram á, að cerebrosidasa magn í hvítum blóðkornum foreldra þessara barna er yfirleitt lægra en eðlilegt er. A fá- einum, sérhæfðum rannsóknastofum hefur tekizt að mæla hvatamagn í legvökvafrumum, sem ræklaðar hafa verið í nokkrar vikur fyrir rannsóknina. Am- niocentesis er þá gerð á 12.-14. viku meðgöngutím- ans. Með þessu móti er hægt að segja fyrir um, hvort ófætt barn heterozygote foreldra er haldið sjúkdómnum eður ei og þannig forðað móðurinni frá miklum áhyggjum og andlegri vanlíðan um með- göngutímann. Með því að hafa möguleika á að fjarlægja sjúkt fóstur í tæka tíð, má þó e. t. v. segja, að nokkuð hafi þegar áunnizt í baráttunni við þennan sjúkdóm. Heimildalisti mun birtast í nœsta blaði. 88 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.