Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 36
Robert Riggs: Stojugangur.
lækna. Eins og við alla langvinna og framsækna
nýrnasjúkdóma fara horfur móður og fósturs eftir
því, hversu mikill nýrnavefur og starfsgeta er eftir.
Horfur kvenna, bæði með háþrýsting og nýrnabilun,
eru afleitar. Minnkandi nýrnastarfsemi getur kallað
á fóstureyðingu eða seint á meðgöngu, að fæðingu
sé komið af stað. Ef nýrnastarfsemi er viðunandi
getur meðgangan haldið áfram án fylgikvilla.
Glomerulonephritis chronica (GNC)
Þessi sjúkdómur er talinn koma fyrir í einu tilfelli
af hverjum 2000 fæðingum.15 Sennilega er GNC
öllu sjaldgæfari þar eð essential háþrýstingur villir
mönnum stundum sýn. Ef sjúkdómurinn er þekktur
fyrir meðgöngu, er greiningin engum erfiðleikum
bundin. Eggjahvíta og afsteypur í þvagi ráða þá ríkj-
um meðan háþrýstingurinn er tiltölulega vægur.
Komi sjúklingur til rannsóknar fyrir 24. viku, geta
menn ranglega álitið, að um essential háþrýsting sé
að ræða. Komi þeir hins vegar fyrst eftir 24. viku,
kemur pre-eklampsia til álita. Horfurnar ákveðast
af alvarleika sjúkdómsins. Ef eggjahvíta er í þvagi
og háþrýstingur er til staðar, eru líkurnar á að fæða
lifandi barn tæplega 50%, en á pre-eklampsiu 75%
og verulega auknar líkur á fylgjulosi. Komi að auki
til nýrnabilun, eru horfur mjög slæmar, en þessir
sjúklingar eru venjulega ófrjóir. I öllum tilfellum
verður að meta ástand nýrna, svo að unnt sé að
dæma á hve háu stigi sjúkdómurinn er. Eggjahvíta
í þvagi og háþrýstingur eru vísbending um, að rjúfa
beri meðgöngu, og finnist nýrnabilun í ofanálag skal
30
LÆKNANEMINN