Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 43
Rannsókn á hæfni nýrnahettubarkar og sambandi
hans við framhluta heiladinguls byggja á ákvörðun
cortisols í blóði og niðurbrotsefna þess í sólarhrings-
þvagi, aðallega sk. 17-ketogenstera (17-KGS), en
þeir samanstanda af niðurbrotsefnum cortisóls að
fflestum hluta, auk slíkra frá niðurbroti 11-deoxy-
cortísóls og pregnantríóls frá 17-OH-prógesteróni.
Akvörðun 17-ketóstera (17-KS), sem innihalda
niðurbrotsefni andrógena (andrósterón, etíochólan-
ólón auk dehydróepiandrósterón) nýrnahetturbark-
ar, eistna og eggjastokka er þýðingarlítil í sambandi
við greiningu nýrnahettubarkarvana.
Til þessa (maí 1975) eru 2 rannsóknarstofur hér-
lendis með mælingar á cortisoli í blóði, sem sé á
Landspítala og Landakoti, og sú síðarnefnda ásamt
rannsóknarstofu Bjarna Konráðssonar, læknis býð-
ur og upp ákvörðun 17-KS.
Medinisk Laboratorium og Statens Serum Institut
(Med. Lab. & SSL) í Kaupmannahöfn hafa verið
Á nnynd
NHB- sfar/h œfni
Mynd, 1. Magn serum-cortisols (c) í mcg% kl. 09 og 21 fyrir
°g eftir synacthen hvatningu. Normal morgungildissvið tákn-
að með lóðréttu, striki. 17-KGS útskilnaður fyrir og eftir
hvatningu, táknaður með feitri bylgjulínu; normalútskilnað-
nr táknaður með skyggðu svœði.
nýtt til rannsókna á 17-KGS, pregnantríól og -díól
í þvagi, auk þess sem SSL býður upp á sundurgrein-
ingu (fraktíóneringu) 17-KS. Nýrnaheltubarkar-
mótefni í serum fæst og gert hjá SSL. Verði að
svara spurningum um aldosterón í blóði og þvagi á-
samt plasma-renínvirkni (PRV = PRA, plasma- ren-
ín activity) þarf að leita til Mayo Medical Labora-
tories (MML) í Rochester, Minnesota.
Mælingar á magni adrenócorticótrópínS í blóði
gæti margan vanda leyst í sambandi við greiningu
nýrnahettubarkarvana. Enn þá er slík mæling ekki
fáanleg í almennu, klínisku augnamiði.
Nýrnahettubarkar-starfsemi STJ var metin svo,
að fyrst var mælt serum gildi cortisols kl. 09 og 21
og jafnframt safnað þvagi til ákvörðunar á sólar-
hringsútskilnaði 17-KGS. Næsta dag var hið sama
endurtekið og gefið 1.0 mg langvirks Synacthen
strax eftir sýnitöku fyrir serum-cortison kl. 09, sem
endurtekið var kl. 12 og 21. (1. mynd.)
2. mynd
Insuhn hvafa-
próf
mg% mg%
Mynd 2. Insulin hvatapróf. Afdrif blóðsykurs og serum-
cortisols fyrir og eftir innsulingjöf, sem leysir ACTH úr
heiladingli.
læknaneminn
37