Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 73
Atriði til leiðbeiningar
Astœður til meðferðar Blóðflohkun Krosspróf Fyrirvari Sýni sent F. h. (jyrír hádegi)
Skurðaðgerð ráðgerð Fljótlega eftir innlögn 1-2 dögum fyrir aðgerð Nægur F. h.
Blóðtap skyndilegt Strax; storkuefnagreining I skyndi Stuttur Óákveðið
Blóðleysi langvinnt Fullflokkun fljótlega Tímanlega Nægur F. h.
Höguskortur Fullflokkun fljótlega Tímanlega I skyndi Nægur Stuttur F. h. Óákveðið
Storkuefnaskortur Fullflokkun Storkuefnagreining Tímanlega I skyndi Nægur Stuttur F. h. Óákveðið
Hve íturley á blóðflokkagreining
uð veru?
Venjuleg blóðflokkun nær til ABO og Rh kerfis
eins og áður er sagt. Þegar framkvæmd er fullflokk-
un eru greind öll þau blóðflokkakerfi hjá viðkom-
andi, sem tök er á að greina í Blóðbankanum.
Til að ákveða, hvort biðja eigi um venjulega blóð-
flokkun eða fullflokkun blóðþega, er nauðsynlegt
að finna svar við eftirfarandi spurningu, strax og
sjúkdómsgreiningin gerir kleift.
1) Er blóðgjöf nauðsynleg vegna tímabundins blóð-
leysis hjá sjúklingi?
2) Eru líkur á langvarandi eða margendurtekinni
blóðgjafameðferð hjá sjúklingi?
Svar við þessum spurningum skiptir blóðþegum
i tvo misstóra hópa. Stærri hópurinn á við skamm-
vinnan blóðskort að stríða, og við blóðþega í þess-
um hópi er „venjuleg blóðflokkun“ yfirleitt lálin
duga. Minni hópinn, sjúklinga, sem eiga við lang-
vinnt blóðleysi að stríða, þarf að fullflokka sem
fyrst, eftir að ljóst er um eðli Islóðleysisins, og áður
en blóð er gefið.1
1 Arídandi að muna: Sýni til fullflokkunar skal taka áður
en blóð er gefið sjúldingi og helst einnig áður en macrodex
er gefið.
Sem dæmi um sjúklinga sem mynda stærri hópinn
eru þeir, sem gangast undir stærri skurðaðgerðir,
verða fyrir meiriháttar blæðingum vegna slysa,
magasára og blæðinga. Sem dæmi um sjúklinga í
minni hópum eru þeir, sem hafa leukæmiu, merg-
hypo- eða aplasi, uræmiu, blæðingarsjúkdóm.
Hafðir skulu í huga þessir tveir hópar blóðþega,
svo og dæmin um tegundir blóðleysis, við lestur
töflu sem fylgir: Atriði til leiðbeiningar.
Að gef u einn poka
Talsvert er um það á sjúkrahúsum að læknir gefi
eina eða tvær blóðeiningar af litlu eða engu tilefni,
t. d. vegna minniháttar skurðaðgerða. Oft ræður
hér um meira „tilfinning“ læknisins og vani, heldur
en raunverulegar ástæður og þarfir sjúklings. Slíka
notkun verður að harma, og reyndar nauðsynlegt að
vinna gegn henni, þar sem mestar líkur eru til að
hún verði blóðþegum til skaða, um leið og eytt er af
dýrmætum blóðbirgðum.
LÆKNANEMINN
61