Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 17
Á áratugnum milli 1950 og 1960 voru klasasýklar
með lyfjamótstöðu ógnvekjandi vandamál á spítala-
deildum víða erlendis. Þetta voru yfirleitt stofnar úr
phagahópi I eða III og höfðu sumir mótstöðu gegn
mörgum sýklalyfjum í einu og jafnvel kvikasilfur-
samböndum líka. Þessir stofnar höfðu tilhneigingu
til að flakka um spítala (crossinfection) og valda
alvarlegum sýkingum. Þegar svona var komið, fóru
menn að átta sig á því, hve tvíeggjuð sýklalyf geta
verið í notkun inni á stofnunum og var víða tekin
upp ákveðin stefna í notkun sýklalyfja (antibiotic
policy) á sjúkrahúsum. Klasasýklavandamálið lag-
aðist nokkuð þar sem slík stefna var tekin upp, en
meira dró úr því eftir að penicillinasaþolin lyf komu
í notkun, þó að það sé ekki horfið enn. Nú er hins
vegar farið að bera á mótstöðu gegn penicillinasa-
þolnum lyfjum erlendis og hér kemur af og til fyrir,
að slíkur sýkill ræktast. Ef stofnum af þessu tagi fer
fjölgandi, erum við aftur á leiðinni í tímahil, sem
getur orðið erfitt hvað snertir klasasýklasýkingar á
spílölum, en sem stendur eru sýkingar af völdum
gramneikvæðra sýkla víðast taldar meira vandamál
á þeim vettvangi.
Ekki hafa birzt neinar athuganir á tíðni né tegund
spítalasýkinga hérlendis. Hins vegar hefur nokkrum
sinnum farið fram úrvinnsla úr niðurstöðum næmis-
prófa á sýnum sendum li! sýkladeildar Rannsókna-
stofu Háskólans. Hefur þetta verið gert bæði úr nið-
urstöðum næmisprófa á gramneikvæðum stöfum og
klasasýklum til að fá hugmynd um, hversu mikið er
um lyfjamótstöðu þessara sýkla hér, bæði á spítölum
og utan þeirra. Síðasta úrvinnsla af þessu tagi var
gerð í ársbyrjun 1975. Var þá m. a. unnið úr næmis-
prófum allra innsendra sýna, sem coag. jákv. klasa-
sýklar uxu úr frá lyfjadeildum, handlæknisdeildum
og barnadeildum Landsspítalans síðustu 6 mánuði
ársins 1974. Birtist hér á eftir línurit af þeirri
vinnslu, hvað snertir næmi fyrir penicillini og tetra-
cyklini.
Tekið skal fram, að næmispróf þau sem um ræðir
eru gerð með skífum með ákveðnu magni sýklalyfja
í, og er næmi gefið upp í tölunum 0-3 eftir stærð
þess auða hrings, sem myndast í viðkomandi gróð-
ur kringum skífuna. Af ritunum sést, að 20-22%
klasasýkla af viðkomandi deildum eru með næmið
3, þ. e. gott næmi fyrir penicillini og 43-52% með
NÆMI STAPHYLOKOKKA
COAG + FYRIR TETRACYCLINI
[129SÝNI] [67SÝNI] [63 SÝNI]
næmið 0-1, þ. e. lélegt eða ekkert næmi fyrir þessu
lyfi. Næmið 2 höfðu 26-37%, en það þýðir, að
nokkur hluti klasasýklastofna frá viðkomandi sjúkl-
ing er kominn með mótstöðu gegn lyfinu, þó að
meiri hlutinn sé enn næmur. Prófun á næmi fyrir
tetracyklini gefur yfirleitt skarpari skil, þ. e. næmi
er annað hvort golt eða lélegt og er því aðeins gefið
upp á þann hátt. Ennfremur skal á það bent, að við
túlkun rita sem þessara ber að taka tillit til hversu
mikið af sýnum viðkomandi deildir senda. Gefur
slíkt rit því sannari mynd af næmi sýklagróðurs
deilda sem meira er sent af sýnum frá þeim. Augljóst
er að slík rit er ekki hægt að gera fyrir deildir eða
spítala, sem senda fá sýni.
TMðurlag
Hér að framan hefur verið leitast við að ræða
helstu vandamál, sem klasasýklar geta valdið bæði
utan sjúkrahúsa og innan. Viljum við að lokum
læknaneminn
15