Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 67
Tomographia af mediastinum sýnir engar eitlastækk-
anir né tumorgrun þar. Coloninnhelling eðlileg.
Rtg .mynd af maga og mjógirnispassage eðlilegt.
Urographia: nýru bæði fremur stór, h. nýra 15 cm,
v. nýra 16 cm craniocaudalt. V. nýra sýnist hafa
breikkaðan neðri pól, það er svolítil strekking á
neðstu calyces, svarandi til þess staðar sem þykkn-
unin sést í neðri hluta nýrans. Mögulega tumor. Góð-
ur útskilnaður samtímis og góð concentration í báð-
um nýrum. Blöðrutæming nær algjör. Renal angio-
graphia sýnir vel afmarkaða hnöttótta cystu neðar-
lega í nýranu, um 8 cm í þvermál, tumoræðar sjást
hvergi. H. megin engar pathologiskar breytingar í
nýranu.
Lifrarscann sýndi eyðu milli h. og v. lobus og
virtist v. lobus óeðlilega lagaður og skagar langt
niður á við. Coeliac angiographia sýndi dálítinn
strekking á æðum til v. lobus, ekki tumorgrunsam-
legar æðar til lifrar, en spurning um 1 tumorgrun-
samlega æð, svarandi til pancreas. Það er gert
Lund-próf, trypsin aktivitet reyndist eðlileg. Techne-
liumscann af olnbogum, clavicula, sternum, rifjum
báðum megin sýnir dálítið aukið aktivitet í medio-
clavicularlínu h. megin svarandi til neðri hluta stern-
um, líklega lifrarskuggi. Ennfremur kemur h. nýrna-
skuggi greinilega fram, en ekki sá vinstri. Meiri acti-
vitet í v. olnboga en þeim hægri byggist að öllum
líkindum á því að injection isotopsins var gefin í þá
olnbogabót.
Við þessa rannsókn fannst polycytemia, cysta í
vinstra nýra, stækkun eða einhvers konar anomalia
á lifur og tumorgrunsamleg æð í pancreas. ÁkveðiS
var því að gera explorativa laparotomiu.
Niðurstöðu er að jinna á bls. 82.
Glefsa
Fyrir nokkru var úthlutað til 12 læknanema svo-
kölluöum héraðsstyrkjum að upphæð 200 þúsund
krónum á hvern. Þessi úthlutun orkar tvímælis, og
hefur reyndar alltaf gert, af ýmsum ástæðum.
I fyrsta lagi var styrkjunum úthlutað til 11 lækna-
nema sem ýmist luku náminu í vetur eða ljúka því
nu í vor. Það þýðir, að þessir styrkir skertu á engan
hátt almenn námslán þessara stúdenta í ár (og þau
síðustu sem þeir hljóta), heldur voru hrein viðbót
við þau. Hér við bætist, að umræddir stúdentar hafa
haft mesta möguleika allra læknanema til að afla sér
mikilla tekna á stuttum tíma með því að gegna
kandidatsstöðum, sem iöulega fengust viðurkennd-
nr sem liöur í náminu eða með því að hlaupa í
skarÖið fy rir héraðslækna.
I öðru lagi, og það er raunar aðalatiriðið, er ver-
ið að mismuna íslenzkum námsmönnum með þessum
styrkjum og hefði víst einhver haldið, að lækna-
nemar þyrftu sízt námsmanna á því að halda.
I þriðja lagi er ekkert gagn af þessum styrkveiting-
um. Þeim var upphaflega ætlað að bæta úr lækna-
skorti í dreifbýli. Nú er hins vegar svo komið, að
öll læknishéruð úti á landsbyggðinni eru setin og
ekki ólíklegt, að færri komizt að en vilja í framtíð-
inni. Sér þá hver maöur til hvers þessu fé hefur ver-
ið variö. Því er jafnvel haldið fram, að þessi styrk-
veiling verði fremur til að tryggja þessum mönnum
atvinnu í framtíðinni, ef til atvinnuleysis kemur!
Ekki amalegt að þiggja slíkan styrk! Ef menn af
einhverjum ástæðum kjósa að losna undan þeirri 1
árs héraösskyldu, sem styrkveitingin leggur þeim á
herðar, geta þeir greitt styrkinn með áföllnum víx-
ilvöxtum. Jafnvel víxill hefur, í verðbólguþjóðfélag-
inu okkar, verið eftirsóknarveröur og ekki öllum
lysthafendum fáanlegur.
Fyrir liðlega ári síðan voru þessar styrkveitingar
til umræðu á fundi í félagi læknanema. Þar mættu
þær talsverðri andúð, m. a. af þeim ástæðum, sem
ég hef fyrr rakið og voru þá kallaðar mútur. En
tímarnir breytast og börnin verða fullorðin - stund-
um furðu fljótt.
/. T.
LÆKNANEMINN
55