Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 12
gjarnan niður á nokkrum dögum og myndast holur
með vökvaborðum, sem sjást á röntgenmynd. Líka
getur sýkingin brotist gegnum brjósthinmu og vald-
ið empyema. Til er annað form af klasasýklalungna-
bólgu, sem lýsir sér sem bráð útbreiðsla um lungun
af þéttri bólgu með blóðblönduðu exsudati, mikilli
toxemiu og bakteriemiu. Meðferð er með háum
skömmtum af klasasýkj alyfj um og úttæmingu á
greftri, ef unnt er.
Sýkingar í beinum og liðum
Bráð lungnabólga orsakast af staph. aureus í
meira en 90% tilfella og meiri hluti langvinnrar
beinasýkingar er einnig af þeirra völdum. Berast
sýklarnir oftast úr blóðbraut í bein eða komast í þau
utanfrá vegna slyss. Bráð beinbólga er algengust í
börnum og þarf snöggrar meðferðar við með háum
skömmtum af lyfjum gegn klasasýklum í 3-4 vikur.
Fái klasasýklar að hreiðra um sig í beini um tíma án
meðferðar, verður úr beinskemmd með sklerotisk-
um, blóðrásarlitlum vegg í kring og er sýkingin þá
komin í langvinnt form, sem lyf komast illa að.
Miklu erfiðara er að ráða niðurlögum slíkrar sýk-
ingar en þeirrar bráðu og verður að opna slíkar í-
gerðir og fjarlægja dauðan og blóðrásarlítinn vef,
auk þess að gefa klasasýklalyf í háum skömmtum í
langan tíma, jafnvel mánuðum saman.
Sýkingar í liðum eru ýmist blóðbornar eða kom-
ast í liði við ástungu, aðgerð eða frá aðlægri sýk-
ingu í beini. Um það bil helmingur liðasýkinga or-
sakast af klasasýklum. Meðhöndlun er svipuð og við
bráðar beinasýkingar, háir skammtar af klasasýkla-
lyfjum, en slík lyf komast vel inn í liðhol úr blóð-
braut. Er því ekki talin þörf á að sprauta þeim beint
í liðhol. Sérstöku máli gegnir um sýkta gerviliði og
er sú sýking vart viðráðanleg, nema að gerviliður-
inn sé fjarlægður-
Sýkingar í blóði og hjartaþeli
Klasasýklar geta komist inn í blóðbraut úr ígerð-
um í vefjum, úr aðgerðarstað (t. d. úr munnholi við
tanntöku) eða beint af húð með nálum eða æða-
leggjum, sem liggja inn í æð. Er því meiri hætta á
slíkri sýkingu sem nál eða æðaleggur liggur lengur í
sömu æð. Hefur þess háttar sýkingum fjölgað á nú-
tíma sjúkradeildum með tilkomu þægilegra æða-
áhalda, sem eru læknum og hjúkrunarliði til hægð-
arauka, en þeim fylgja vissar sýkingarhættur, sem
þarf að þekkja og varast eftir megni.
Komist klasasýklar í blóðbraut, fer það eftir sýk-
ingarmætti og fjölda þeirra sem inn komast og mót-
stöðuafli sjúklings, hvort hann ræður niðurlögum
þeirra af sjálfsdáðum, hvort þeir ná að setjast að í
vefjum eða hvort þeim fjölgar svo í blóðbraut, að úr
verði sepsis. Sepsis af völdum staph. aureus er lífs-
hættulegt ástand út af fyrir sig, en auk þess getur
slík sýking valdið dreifðum vefjasýkingum. Af þeirn
er hjartaþelsýking einna hættulegust og getur gerzt
jafnvel hjá fólki með heilbrigðar hjartalokur og enn
frekar, ef þær eru skemmdar fyrir. Hjartaþelsbólga
af völdum staph. aureus er bráð sýking, sem veldur
hraðfara skemmdum á lokum, auk þess sem slíkur
sýkingastaður er stöðug uppspretta nýrra sýkla í
blóðbraut. Hjartaþelsbólga af völdum staph. albus
kemur fyrir hjá fólki, sem gengist hefur undir
hjartalokuaðgerð, einkum ef sett hefur verið inn
gerviloka. Sýking þessi gerist yfirleitt meðan á að-
gerð stendur, en kemur ekki kliniskt í ljós fyrr en
síðar. Því er nú talið réttlætanlegt að gefa varnandi
meðferð með klasasýklalyfjum frá því rétt fyrir
slíka aðgerð og í 2-3 vikur á eftir.4 Meðferð á sep-
sis og hjartaþelsbólgu af völdum klasasýkla er að
sjálfsögðu háir skammtar af klasasýklalyfjum í 2-3
vikur gegn sepsis og í 6 vikur eða lengur gegn
hjartaþelsbólgu. Stundum er ráðlegt að nota fleiri
en eitt lyf í einu gegn þessum sýkingum.
Sýking í brjóstum
Igerðir í brjóstum eftir barnsburð eru nánast allt-
af af völdum klasasýkla. Gefin eru klasasýklalyf
gegn þessari sýkingu og geftri hleypt út, ef hann hef-
ur náð að myndast og verða fljótandi.
Sýking í legi
Klasasýklar geta komist í leg við sýkingu í sam-
bandi við fósturlát, mjög sjaldan við barnsburð.
Við legsýkingu er mikil hætta á, að sýklarnir komist
í blóðbraut. Meðferð er með háum skömmtum af
sýklalyfjum.
Sýking í þvagvegum
Klasasýklar valda sjaldan sýkingu í þvagvegum
10
LÆKNANEMINN