Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 105

Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 105
tonus var aukinn, og þumalfingur beggja handa fóru að kreppast inn í lófa. Hnignunin ágerðist svo hratt, að 5 mánaða gam- alt var barnið algerlega komið úr snertingu við um- hverfi. Það var engin Ijóssvörun á sjáöldrum og byrjandi sjóntaugarrýrnun. Þrátt fyrir aukinn vöðvatonus voru djúpsinareflexar nú horfnir. Kyng- tngarörðugleikarnir höfðu nú aukizt svo mjög, að barnið megnaði ekki einu sinni að taka til sín fljót- andi fæðu, og varð því að grípa til gastrostomiu. 6 mánaða gamalt fékk barnið til viðbótar öllu öðru, hydrocephalus, sem ekki hefur verið lýst áður Hj á þessum börnum. Þurfti að setja slöngu frá ventriculus lateralis cerebri niður í peritoneum til að létta á hinum aukna þrýstingi. Um leið var tekin biopsia frá heila, er sýndi ekkert óeðlilegt. Sjúkdómsgreiningin Krabbe’s globoid cell leuko- dystrophia hafði upphaflega komið fram, þegar barnið var fjögurra mánaða, og var byggð á klin- iskum einkennum, svo og hinu mikið hækkuðu eggjahvítu í mænuvökva. Með tilkomu vatnshöfuðs fóru nú að renna tvær grímur á mannskapinn, en ffleð hjálp góðs kollega í Calgary í Kanada, dr. J. T. Clarke, tókst að staðfesta sjúkdómsgreiningu með hvatarannsóknum á hvítum blóðkornum frá sjúk- lingi. Hrörnunin ágerðist jafnt og þétt, barnið fékk lungnabólgu með atelectasis, síðan hægri hjartabil- un og dó um 11 mánaða gamalt. Móðirin, sem átti fyrir eitt þriggja ára, heilbrigt barn, varð skömmu síðar aftur barnshafandi. Á 13. viku meðgöngu var gerð amniocentesis og legvökvi sendur til Kanada til hvataákvörðunar í amniocyt- um. Töluverðan tíma tekur að rækta upp amniocyta i nægilegu magni fyrir slíka bvataatbugun, en að 5 vikum liðnum kom svar um algeran hvataskort, og var því framkvæmd evacuatio uteri. Við 4. þungun var sami háttur hafður á, en í þetta skipti brást legvökvasýnið, og eftir 6 vikna erf- iða bið var ljóst, að nægilegt frumumagn hafði ekki fengizt til rannsóknar. Var nú orðið of langt liðið á nreðgöngutíma til þess að fært þætti að leggja í tví- sýnu. Barnið fæddist svo eftir eðlilegan meðgöngu- lima, fullburða og velskapaður drengur. Mánaðar gamall var drengurinn skýrlegur og eft- irtektarsamur, en nokkuð vansæll og viðbrigðinn. Þriggja mánaða gamall voru þumalfingur farnir að kreppast inn í lófa. Fjögurra mánaða voru djúpsina- reflexar horfnir, þrátt fyrir aukinn vöðvatonus. Sex mánaða gamall var drengurinn greinilega mun óró- legri og vansælli, einkum við snertingu, og bar að- eins við að reigja höfuð aftur í opisthotonus. Hann lokaði illa munni, og það þurfti að ýta upp neðri kj álka til þess að hann tæki við snuði. Ekkert bar á rásandi eða nystagmoid augnhreyfingum. Mænu- vökvaprotein reyndist 85 mg% með 99% albumin. Drengurinn var orðinn 9 mánaða gamall, er fór að bera á intermittent, grófum, horizontal nystag- mus og mun meira áberandi opisthotonus. Hand- leggir voru krepptir, en fætur útréttir með tærnar krepptar undir sig. Það var algjör areflexia. Nú voru einnig komnir áberandi kyngingarörðugleikar, þótt ennþá tækist að koma niður fljótandi fæðu. 11 mánaða gamall sýndi drengurinn krampakippi í útlimum. Hann gat nú ekkert nærzt per os, og var gerð gastrostomia. Hann var kominn með mikinn strabismus convergens, og nú fyrst voru papillur á- kveðið atrophiskar. Það smádró af drengnum, hann sýndi enga svör- un við sársauka, hóstareflex dofnaði, og vit fylltust af slími. Þrátt fyrir hægari progressio urðu lokin eins og hjá systur hans, aspirationspneumonia, ate- lectasis - og mors, er drengurinn var 13 mánaða gamall. Áður höfðu hvatarannsóknir á hvítum blóðkorn- um, framkvæmdar í Kanada, staðfest sjúkdóms greiningu. Sjúkdómurinn globoid cell leukodystrophia hefur löngum verið kenndur við Knud Krabbe, danskan neurolog, er fyrstur lýsti sjúkdómnum 1916. Þetta er hratt versnandi, banvænn heila- og taugahrörnunar- sjúkdómur, sem fyrst og fremst ræðst á hvíta sub- stansinn, svo sem nafnið segir til um. Þetta er arf- gengur sjúkdómur, sem erfist ókynbundið, víkjandi, svo að reikna má með því, að um 25% barna við- komandi foreldra taki sjúkdóminn. Þetta er ekki al- gengur sjúkdómur, sem marka má af því, að tæp- lega 100 tilfellum hefur hingað til verið lýst. Ekki er vitað til þess, að þessi sjúkdómur hafi áður verið greindur hér á landi í lifanda lífi, en Jónas Hall- læknaneminn 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.