Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 33

Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 33
Þvagfœrasýkingar á meðgöngu Sigurður S. Magnússon, lœknir Þvagfærasýkingar eru algengustu sýkingar á með- göngu. Samband meðgöngu og nýrnasjúkdóma hef- ur lengi verið ofarlega í huga fæðingalækna. Aður fyrr beindist áhugi manna frekar að samspili með- göngu og hinna alvarlegri nýrnasjúkdóma, sem hafa í för með sér starfrænar truflanir. Var þá oftast um að ræða pyelonephritis chronica, glomerulonephritis chronica eða nýrnabilun samfara pre-eklampsiu (meðgöngueitrun). Núna er meira lagt upp úr væg- ari þvagfærasýkingum af ástæðum, sem síðar verður vikið að. Meðganga stuðlar mjög að þvagfærasýkingum. Jil þess liggja margar orsakir, þar af sumar óút- skýrðar. Steroid hormonar hafa sennilega áhrif á tonus og hreyfingar í þvagleiðurunum. Á seinni hluta meðgöngu veldur stærð legsins auknum þrýst- ingi á þvagleiðara, a. m. k. annað veifið, með þeim afleiðingum, að tregða verður á rennsli þvagsins. Jafnframt er oft aukið vesico-ureteral bakflæði til staðar. Hjá óþunguðum konum taka þvagleiðarar og nýrnaskálar um 5-10 ml. Þetta eykst hins vegar í meira en 50 ml á 8. mánuði meðgöngu.1-2 Enn- fremur kann að vera, að breytingar á eðlis-efna- fræðilegri samsetningu þvagsins, sýrustigi, sykri og hormónamagni stuðli að sýkingum. Þvagfærasýkingar eru með ýmsu móti. Hagkvæmt er að flokka þær í einkennalausa sýklamigu (asymto- matisk bacteriuria, ABU) cystitis, pyelonephritis acuta (PNA) og chronica (PNC) og glomerulone- phritis ch. (GNC) sem reyndar er mjög sjaldgæfur. Glomerulonephritis acuta (GNA) sest því nær aldrei a meðgöngu af tveimur ástæðum: I fyrsta lagi eru flestir sjúklinganna börn eða unglingar og í annan stað er sjúkdómurinn algengari hjá karlkyninu. Of- angreind flokkun er byggð á kliniskri ásýnd, en eigi að síður er mikilvægt, að mönnum sé Ijóst, að ein- kennalaus sýklamiga eða cystitis útiloka ekki, að nýrun séu óáreitt, þrátt fyrir að nýrnaeinkenni fyrir- finnist ekki. Einhenntilaus sýhlamitia ( \Bl ) Þá er þýðing pyelitis chronica sem dánarmeins varð ljós og sýnt var fram á, að sjúkdómurinn var ó- greindur í meira en 70% tilfella í lifandi lífi, var sett fram kenning um einkennalausar eða þöglar þvagfærasýkingar. Þetta leiddi til hugtaksins „mark- tæk sýklamiga“, þ. e. a. s. 100 þús. sýklar per ml. þvags í fersku morgunþvagi. Með ABU er átt við einkennalausa marktæka sýklamigu. Til greiningar þarf minnst 2 jákvæðar ræktanir með sömu bakteriu, þ. e. a. s. minnst 100 þús. sýkla per ml. miðbunu- þvags. I flestum þvagsýnum finnast sýklar í ein- hverju mæli en neðan þessara marka og er þá oft- ast mengun um að ræða. Mikilvægt er að upplýsa sjúkling um neðanþvott og sýnitöku miðbunuþvags, og að aðeins beri að rannsaka morgunþvag eða þvag sem staðið hefur a. m. k. í 4 klst. í þvagblöðrunni. Þvottastykki skal væta í dauðhreinsuðu vatni, þar eð sýklaeyðandi efni geta haft áhrif á sýklavöxtinn. Við sýnitöku eru venjulega notuð sérstök pappaglös, sem hafa litla tilhneigingu til mengunar. Síðan er þvaginu hellt á dauðhreinsað glas og geymt í kæli. Forðast ber að láta sýni standa við stofuhita eða flytja það um langan veg án sérstakra kælipakninga. Tilgangslaust er að senda þvag, sem staðið hefur meira en 1 klst. við stofuhita, til sýklarannsókna. Sænska Socialstyrelsen mælti svo um (1969), að æskilegt væri að útiloka sýklamigu hjá öllum þeim konum, sem koma í mæðraskoðun. Sjálfsagt er að miða að þessu marki á Islandi líka. Ekki er alls stað- ar unnt að rækta þvag frá öllum þunguðum konum, Má þá bjargast við ýmiskonar aðferðir, t. d. Nitrit próf, Glucosu-oxidasa próf, „dipp próf“ o. fl. Við mæðraskoðunina í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur LÆKNANEMINN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.