Læknaneminn - 01.06.1975, Page 33
Þvagfœrasýkingar á meðgöngu
Sigurður S. Magnússon, lœknir
Þvagfærasýkingar eru algengustu sýkingar á með-
göngu. Samband meðgöngu og nýrnasjúkdóma hef-
ur lengi verið ofarlega í huga fæðingalækna. Aður
fyrr beindist áhugi manna frekar að samspili með-
göngu og hinna alvarlegri nýrnasjúkdóma, sem hafa
í för með sér starfrænar truflanir. Var þá oftast um
að ræða pyelonephritis chronica, glomerulonephritis
chronica eða nýrnabilun samfara pre-eklampsiu
(meðgöngueitrun). Núna er meira lagt upp úr væg-
ari þvagfærasýkingum af ástæðum, sem síðar verður
vikið að.
Meðganga stuðlar mjög að þvagfærasýkingum.
Jil þess liggja margar orsakir, þar af sumar óút-
skýrðar. Steroid hormonar hafa sennilega áhrif á
tonus og hreyfingar í þvagleiðurunum. Á seinni
hluta meðgöngu veldur stærð legsins auknum þrýst-
ingi á þvagleiðara, a. m. k. annað veifið, með þeim
afleiðingum, að tregða verður á rennsli þvagsins.
Jafnframt er oft aukið vesico-ureteral bakflæði til
staðar. Hjá óþunguðum konum taka þvagleiðarar
og nýrnaskálar um 5-10 ml. Þetta eykst hins vegar
í meira en 50 ml á 8. mánuði meðgöngu.1-2 Enn-
fremur kann að vera, að breytingar á eðlis-efna-
fræðilegri samsetningu þvagsins, sýrustigi, sykri og
hormónamagni stuðli að sýkingum.
Þvagfærasýkingar eru með ýmsu móti. Hagkvæmt
er að flokka þær í einkennalausa sýklamigu (asymto-
matisk bacteriuria, ABU) cystitis, pyelonephritis
acuta (PNA) og chronica (PNC) og glomerulone-
phritis ch. (GNC) sem reyndar er mjög sjaldgæfur.
Glomerulonephritis acuta (GNA) sest því nær aldrei
a meðgöngu af tveimur ástæðum: I fyrsta lagi eru
flestir sjúklinganna börn eða unglingar og í annan
stað er sjúkdómurinn algengari hjá karlkyninu. Of-
angreind flokkun er byggð á kliniskri ásýnd, en eigi
að síður er mikilvægt, að mönnum sé Ijóst, að ein-
kennalaus sýklamiga eða cystitis útiloka ekki, að
nýrun séu óáreitt, þrátt fyrir að nýrnaeinkenni fyrir-
finnist ekki.
Einhenntilaus sýhlamitia ( \Bl )
Þá er þýðing pyelitis chronica sem dánarmeins varð
ljós og sýnt var fram á, að sjúkdómurinn var ó-
greindur í meira en 70% tilfella í lifandi lífi, var
sett fram kenning um einkennalausar eða þöglar
þvagfærasýkingar. Þetta leiddi til hugtaksins „mark-
tæk sýklamiga“, þ. e. a. s. 100 þús. sýklar per ml.
þvags í fersku morgunþvagi. Með ABU er átt við
einkennalausa marktæka sýklamigu. Til greiningar
þarf minnst 2 jákvæðar ræktanir með sömu bakteriu,
þ. e. a. s. minnst 100 þús. sýkla per ml. miðbunu-
þvags. I flestum þvagsýnum finnast sýklar í ein-
hverju mæli en neðan þessara marka og er þá oft-
ast mengun um að ræða. Mikilvægt er að upplýsa
sjúkling um neðanþvott og sýnitöku miðbunuþvags,
og að aðeins beri að rannsaka morgunþvag eða þvag
sem staðið hefur a. m. k. í 4 klst. í þvagblöðrunni.
Þvottastykki skal væta í dauðhreinsuðu vatni, þar
eð sýklaeyðandi efni geta haft áhrif á sýklavöxtinn.
Við sýnitöku eru venjulega notuð sérstök pappaglös,
sem hafa litla tilhneigingu til mengunar. Síðan er
þvaginu hellt á dauðhreinsað glas og geymt í kæli.
Forðast ber að láta sýni standa við stofuhita eða
flytja það um langan veg án sérstakra kælipakninga.
Tilgangslaust er að senda þvag, sem staðið hefur
meira en 1 klst. við stofuhita, til sýklarannsókna.
Sænska Socialstyrelsen mælti svo um (1969), að
æskilegt væri að útiloka sýklamigu hjá öllum þeim
konum, sem koma í mæðraskoðun. Sjálfsagt er að
miða að þessu marki á Islandi líka. Ekki er alls stað-
ar unnt að rækta þvag frá öllum þunguðum konum,
Má þá bjargast við ýmiskonar aðferðir, t. d. Nitrit
próf, Glucosu-oxidasa próf, „dipp próf“ o. fl. Við
mæðraskoðunina í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
LÆKNANEMINN
27