Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 7
Siðfrœði og störf heibrigðisstétta
Björn Björnsson, prófessor
Ritstjórn Læknanemans fór þess á leit við mig,
að ég gerði nokkra grein fyrir hugmyndum mínum
um þörf á kennslu í siðfræði við læknadeild Háskóla
lslands. Tilefni þessarar beiðni tel ég vera erindis-
korn, er ég flutti á fundi Orators í haust s.I. um líkn-
ardauða (evthanasia), en þá hvatti ég til þess í inn-
gangi, að hafin verði kennsla í medisínskri siðfræði
í læknadeild.
Nú hlýt ég að viðurkenna og hiðja velvirðingar á
þvi um leið, að ég er alls óviðbúinn að gera ítar-
lega grein fyrir nákvæmri skipan slíkrar kennslu.
Slík greinargerð, yrði hún einhvern tíma samin,
krefst ] aess, að hafið verði samstarf lækna og sið-
fræðinga til glöggvunar á viðfangsefninu. Mín orð
her því að skoða sem þankabrot, sem einungis er
ætlað að vekja athygli á nokkrum sviðum, þar sem
læknisfræði og siðfræði mætast.
Öhætt mun að fullyrða, að athygli manna hefur á
síðari tímum beinzt í vaxandi mæli að ýmsum sið-
i'ænum viðhorfum. sem lúta að framþróun lækna-
vísindanna. Sumpart má rekja þessa athygli til af-
stöðu manna til vísinda í víðtækum skilningi, þar
sem greinilega má merkja endurmat á fyrri afstöðu,
ef ekki hugarfarsbreytingu. Liðin er sú tíð, að menn
trúi í blindni á nánast vélræna framvindu vísinda til
æ meiri fullkomnunar og fegurra mannlífs. Æ Ijós-
ara verður, að vísindin geta hæglega vaxið mannin-
um yfir höfuð, og sannast í því efni orðtakið „veldur
hver á heldur“. Sé ekki farið að með gát, getur
þetta tæki, vísindin, sem sniðið var til að létta undir
uieð manninum í lífsstríðinu, orðið að verkfæri
dauðans, sem ógnar öllu lífi manns og náttúru.
Eðlilega hafa þessi nýju viðhorf vakið spurningar
um siðferðislega ábyrgð þeirra, sem visindin stunda,
sem og um tilgang vísindalegrar iðkunar. Vísinda-
mennirnir sjálfir láta sér heldur ekki lengur nægja
að leika hlutverk hins hlutlausa fræðimanns, en
ætla öðrum að kveða á um félagslegt eða siðrænt
gildi þess starfs, sem þeir inna af hendi. Nú gerist
það æ oftar, að vísindamenn hafi sjálfir frumkvæðið
og hvetja lil umræðna um siðrænt gildismat í þeim
vísindum, sem þeir stunda. Megi þannig greina sí-
aukinn áhuga á gildi siðrænna viðhorfa með tilliti
til vísinda og tækni almennt. þá kemur það vart á
óvart, þótt hið sama gildi gagnvart þeirri grein vís-
inda, sem nefnd eru læknavísindi. Raunar mætti bú-
ast við, að áhuginn innan þeirrar greinar væri meiri
en víðast annars staðar, því að læknavísindi sem
vísindi um manninn og heilbrigði hans hljóta að
vekja spurningar um mannlegt eðli og manngildi, en
slíkar spurningar eru að minnsta kosti lil hálfs af
siðrænum toga spunnar og verður ekki svarað án
skírskotunar til siðrænna viðmiðana. Læknirinn er
einnig í þeirra sérstöðu, þótt aðrir hópar vísinda-
manna komi þar einnig til greina, svo sem sálfræð-
ingar, að vísindaiðkun hans beinist ekki að dauðum
hlutum, heldur að lifandi fólki, sem hann hefur við
náin persónuleg samskipti. Óll samskipti einstak-
inga spegla beint eða/og óbeint siðrænt gildismat,
en þar af leiðir, að á þeim, sem hafa persónuleg
samskipti að atvinnu í einni mynd eða annarri, hvíl-
ir sú ábyrgð að gera sér sem ljósasta grein fyrir
þeim siðrænu þáttum, sem setja svip sinn á slík sam-
skipti.
Þar sem það er tilgangurinn með þessu greinar-
korni að vekja athygli á nokkrum sviðum, þar sem
læknisfræði og siðfræði mætast, virðist mér eðlilegt
að nefna fyrst þennan veigamikla þátt í starfi læknis-
ins, sem lýtur að samskiptum hans við þá einstak-
linga, sem til hans leita. Enginn vafi er á því, að
þessi samskipti höfða á ýmsa lund til siðferðislegs
mats læknisins. Augljóst dæmi þess eru þau tilvik,
þegar læknir er af hálfu sjúklings krafinn sagna um
ástand silt og batahorfur. Ef um alvarlegan sjúk-
dóm er að ræða, ber þá lækninum að skýra frá því
umbúðalaust, eða hefur hann siðferðislegan rétt til
læknaneminn
5