Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.03.1976, Blaðsíða 8
að grípa tii þess úrræðis, sem nefnd er hvít lygi? Hvað um aðstandendur sjúklingsins, á að gefa þeim upplýsingar, sem reynt er að halda leyndum fyrir sjúklingum? Ekki er þörf að rekja þetta dæmi frek- ar, svo hversdagslegt sem það hlýtur að vera fyrir augum lækna og læknanema. En það breytir engu um þörfina til að kryfja það til mergjar á grundvelli siðfræðilegrar yfirvegunar. Annað dæmi um skírskotun til siðferðislegrar á- byrgðar læknisins lýtur að samskiptum hans við sjúklinginn á mun víðtækari grundvelli. Þær raddir heyrast iðulega, að nokkuð skorti á, að læknirinn meðhöndli sjúklinginn sem manneskju. I augum læknisins sé hann nánast „tilfelli" og sem slíkur höfði hann til fagþekkingar læknisins á þröngu sviði en að öðru leyti ekki. Síaukinni sérhæfingu er gjarn- an um kennt, dagar heimilislæknisins, sem gjör- þekkti sjúklinginn og allar aðstæður hans, séu að mestu leyti taldir. Á öngvan hátt skal hér dregið út' gildi sérhæfingar, hún er að sjálfsögðu nauðsynleg. En full ástæða virðist þó vera til að vera á verði gagnvart ómanneskjulegum hliðarverkunum, sem hún kann að hafa í för með sér. Mál þetta er að sjálfsögðu yfirgripsmeira og flókn- ara en svo, að því verði gerð nokkur viðhlítandi skil á þessum vettvangi. Raunar varðar það ekki aðeins starfshætti hvers einstaks læknis, heldur einnig og ekki síður allt skipulag heilbrigðisþjónustunnar. Þó skal áréttað, áður en vikið er að öðru, að tengsl læknis við sjúkling er svo veigamikill þáttur í starfi læknisins, að óhjákvæmilegt virðist að gera þessum þætti ýtarleg skil i menntun lækna. Þar er að mörgu að hyggja, sem þarfnast skýringa í ljósi siðfræði, sálarfræði og félagsfræði. Sé spurst fyrir um aðra snertifleti læknisfræði og siðfræði, þá koma fljótt upp í hugann ýmis ný við- horf, sem tengd eru stórstígum framförum og nýrri tækni í læknisfræði. Framfarir á sviði læknavísinda, eins og á öðrum sviðum vísinda og tækni, veita ekki aðeins svör við áleitnum spurningum, heldur vekja þær og um leið ýmsar nýjar spurningar, sem við er- um oft alls óviðbúin að svara. Þar á meðal eru spurningar, sem eru af öðrum toga spunnar en þau vísindi, sem gáfu tilefni til þeirra, t. d. siðfræðilegar spurningar. Nýjar uppgötvanir í læknisfræði ásamt þeirri lækningatækni, sem fylgt hefur í kjölfar þeirra, hafa leitt í ljós margs konar siðræn vandamál, sem læknar og aðrar heilhrigðisstéttir hafa ekki þurft að glíma við allt til þessa. Yið íhugun þessara vanda- mála verða menn oft tilfinnanlega varir þess, að siðareglur fyrri tíma ná of skammt. Má vera, að gildismat, sem lagt er til grundvallar sé óbreytt, t. d. að mannslíf beri undir öllum kringumstæðum að vernda og varðveita, en túlkun þessa gildismats and- spænis aðstæðum, sem eru allsendis nýjar, krefst nýrra úrlausna, eða a. m. k. að nýju lífi sé blásið í gömul sannindi, gamlar siðareglur. Flutningur líffæris eða líffæra úr einum manni í annan er kjörið dæmi um nýja lækningatækni, sem gefið hefur tilefni til margvíslegra siðfræðilegra spurninga. Við hvað skal miða, svo dæmi sé tekið, þegar velja þarf á milli einstaklinga, sem allir eiga líf sitt undir því, að í þá sé grætt líffæri, en fram- boðið fullnægir ekki eftirspurninni? Er það siðferð- islega réttlætanlegt ,að taka líffæri úr manni, sem enn er ekki skilinn við? Þessi síðari spurning krefst þess reyndar, að dánarhugtakið sé endurmetið og fyllilega skilgreint. Sú skilgreining hlýtur að grundvallast á læknisfræðilegum forsendum, en hún skírskotar einnig tvímælalaust til siðfræðilegra raka. I námunda við þær spurningar, sem svara þarf varðandi skilgreiningu dánarhugtaksins, er hin æva forna spurning um siðferðislegan rétt læknis til að binda endi á dauðastríð sjúklings af líknarástæðum. Sem kunnugt er hafa hin ýmsu afbrigði þessa máls mjög borið á góma að undanförnu, en tilefni þess er ekki hvað sízt þeir tæknilegu möguleikar, sem lækn- ar ráða nú yfir, til að halda lífi í mönnum með vél- rænum aðferðum. 011 þessi umræða um líknardauða (evthanasia) ber því glöggt vitni, að siðferðisleg dómgreind jafnt lækna sem alls almennings hefur ekki hvað þetla málefni varðar megnað að halda í við hinar öru tækniframfarir læknavísindanna. Menn reka sig óþyrmilega á þá staðreynd. að fyrri svör, sem mótuðu siðferðislega afstöðu, ná of skammt, þar eð þau taka aðeins til hluta þeirra tæknilegu möguleika, sem nú blasa við. Þannig stendur yfirleitt ekki á svari varðandi réttmæti beins líknardauða (aktiv evthanasia), en málið verður sýnu flóknara, þegar meta skal siðferðislegan rétt læknis til aðgerða, er flokkast undir óbeinan (passiv) 6 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.