Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.03.1976, Blaðsíða 10
Leiðir til ónœmismeðferðar illkynja œxla Auðólfur Gunnarsson, lœknir og Charles F. McKhann, lceknir Grein þessi birtist í CANCER, Vol. 34, no. 4, Oct. 1974, 1521—1531. Hún er hér birt lítillega stytt og íslenzkuð af Ragnari Danielsen með aðstoð Auðólfs Gunnarssonar. Inngangur Lokatakmark ónæmisfræðinnar innan krabba- meinsrannsókna er að koma á áhrifaríkum ónæmis- vörnum hjá krabbameinssjúklingum gegn eigin æxl- um. Því hefur verið haldið fram, að eitt aðalhlut- verk ónæmiskerfisins sé eftirlit gegn illkynja æxlum eða frumum með illkynja tilhneigingu. Þannig getur verið, að ónæmiskerfið haldi niðri illkynja breyt- ingum í flestum lilvikum. Töluverð vitneskja bendir til þess, að krabbameinssjúklingur sé sér „ónæmis- lega meðvitaður“ um tilvist æxlisins. Hins vegar virðist þessi vitneskja ónæmiskerfisins hafa lítil á- hrif á vöxt æxlis, sem náð hefur fótfestu. Þótt í flest- um tilvikum megi líta á ónæmi sem samræmt, áhrifa- ríkt varnarkerfi, er nú vitað, að í sumum tilvikum getur ónæmissvörunin jafnvel örvað æxlisvöxt. Þær aðferðir, sem nú er beitt í ónæmismeðferð, beinast að ]rví að auka mótstöðu sjúklingsins gegn æxlis- vextinum, með því að hvetja þá þætti ónæmissvör- unarinnar, er hindra illkynja breytingar og bæla, eða stöðva þá, er trufla ónæmisvarnirnar. Þeim möguleika hefur líka verið veitt athygli, að æxlið geti „varið“ sig gegn ónæmi hýsilsins, með myndun og losun á miklu magni mótefnavaka út í blóðrásina. I sambandi við mögulegar leiðir til ónæmismeð- ferðar, er nauðsynlegt að skilgreina nokkur atriði. Fyrirbyggjandi ónœmisaðgerð (Prophylactic im- munization) stuðlar að ónæmismyndun í einstak- lingi gegn æxlisvaldi, t. d. vírus eða sérkennandi æxlismótefnavökum, áður en hann kemst í nátlúru- lega snertingu við þessa þætti. Onœmismeðferð (Therapeutic immunization) innifelur meðferð, sem er hafin eftir að sjúklingurinn fær einkenni um ill- kynja æxlisvöxt. Osérhœfð ónœmisaðgerð (Non- specific immunization) er almenn örvun á ónæmis- svöruninni með notkun efna, sem ekki hafa mótefna- vaka skylda æxlinu. Sérhœfð örvun (Specific stimu- lation) er notkun æxlisfrumna, eða mótefnavaka þeirra, lil ónæmismyndunar gegn ákveðnu æxli eða æxlum með sams konar mótefnavaka. Virk ónœmis- aðgerð (Active immunization) er gerð beint á ein- staklingi, eða á frumum hæfum til ónæmismyndunar, sem teknar eru frá viðkomandi, hvattar til ónæmis- myndunar og skilað aftur til eigandans. Aðfengið ónæmi (Adoptive immunization) er flutningur ó- næmis frá einum einstaklingi til annars, með sér- hæfðum eitilfrumum eða efnum úr þeim, sem geta borið sérkennandi ónæmisupplýsingar til eitil- frumna móttakandans. Ovirk ónœmisaðgerð (Passive transfer of immunity) er flutningur mótefna frá ein- um einstaklingi til annars. Haghvœm shilyrði f yrir óntemis- meðferS Af miklum fjölda tilrauna í dýrum og vissri, tak- markaðri reynslu af meðferð illkynja æxla í mönn- um, er nú hægt að skýrgreina nokkur skilyrði fyrir árangri af ónæmismeðferð. 1) Æxli með þekkta mótefnavaka. Skiljanlega þarf æxlið að vera nægjanlega frábrugðið samsvar- andi heilbrigðum frumum hýsilsins, til að valda ónæmissvörun. Þar sem ekki er hægt að sýna fram á ónæmsisvörun í öllum krabbameinssjúklingum, ætti að beina ónæmismeðferð gegn þeim æxlum, sem endurtekið hefur verið sýnt fram á, að valdi ónæm- issvörun, t. d. melanoma, sarcoma, neuroblastoma, brjóstakrabba, Burkitt’s lymphoma, hvítblæði, ristil- krabbameini o. fl. 2) Notkun mótefnavaka frá allogenískum œxlum. 8 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.