Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Blaðsíða 23

Læknaneminn - 01.03.1976, Blaðsíða 23
Grœnlcmd Friörik Einarsson, yfirlœknir Grænland - Kaládtlit Nuníit: Landið þar sem fólk- ið býr, er stærsta eyja heimsins, 2.176.000 km-. lbúar eru um 50.000 manns. Flest eru það Græn- lendingar, þó það hugtak sé erfitt að skilgreina. Fjóðin hefur blandast mikið, mest Dönum og á fyrri tíð Hollendingum. Hreinir Eskimóar sjást naumast. Það er þá helst norður í Thule á vesturströndinni, en einnig í kringum Scoresbysund og Angmagssalik á austurströndinni. Síímttiintjiir Þar sem landið er svona gríðarlega stórt, en fólkið fátt, gefur það auga leið að víða er langt milli bú- staða. Stærsti bærinn er Godtháb með um 9-10.000 íbúa. Þá Holsteinsborg með allt að 4.500. Aðrir eru svo minni. Bæirnir liggja allir úti við ströndina, annaðhvort á meginlandinu eða á eyjum, sem urmull er af, bæði stórum og smáum. Samgöngur fara því einkum fram á sjó og eru tvö stór strandferða- skip(á stærð við síðasta Gullfossinn okkar) og mörg minni. Þá er mikið ferðast með þyrlum, stórum og smáum, en það er dýrt. Rekstur stóru þyrlanna kostar 3.000 d .kr. á klukkutíma. Auk þyrluflugvall- anna eru tveir alþjóðaflugvellir: Narssarssuaq við boln Eiríksfjarðar og Syðri-Straumfjörður við botn- inn á 170 km löngum firði norðar. Hundasleðana verður að nefna. Þeir eru ekki bein- Hnis samgöngutæki lengur, en fremur notaðir til veiðiskapar og skemmtiferða. Hundahald er ekki verulegt sunnan Holsteinsborgar, en því meira það- an og norður úr. Hundar hafa fylgt Eskimóum í þau um 4.000 ár, sem vitað er að menning þeirra hefur staðið. Fyrr á tímum voru hundasleðar raunar eina samgöngutækið á norðurslóðum, og eru það kannski víða enn. Húðkeipar (kajak) voru áður mikið notaðir við veiðar, en eru nú óðum að víkja fyrir mótorbátum og hraðbátum, sem mikið er af á Grænlandi, svipað og bílar hjá okkur. Götur í bæjunum eru allar mal- bikaðar, en engir bílvegir utan þeirra, nema í Narssaq, þar sem aka má 12 km út fyrir bæinn. At'vinnuhœttiv Grænlendingar hafa frá fornu fari lifað af veiði- skap. Selir eru veiddir yfir 100.000, hreindýr í þús- undatali, hvalir í ríkum mæli, stórir og smáir. Þorsk- veiði, laxveiði og einkum rækjuveiði er mikil. I Christiansháb, sem er bær með 2.000 íbúum (og um 2.400 bundum) er stærsta rækjuverksmiðjan, og að því er mér hefur verið tjáð, líklega sú fullkomnasta í Evrópu. I kringum Eiríksfjörð er allmikil sauðfjár- rækt. Er þar slátrað um 20.000 fjár á haustin í ákaf- lega fullkomnu sláturhúsi í Narssaq. Þar er líka ný- tískuleg niðursuðuverksmiðja. Sleilsuftir otj heilhrUjSismúl Áður var mikið um berklaveiki á Grænlandi. Það er ekki vandamál lengur. 011 börn eru Calmette bólu- sett fárra daga gömul. Kynsjúkdómar eru gífurlegt vandamál, bæði lekandi og syfilis. Fyrsta september í fyrra höfðu verið fundin um 1.400 ný tilfelli af lek- anda og um 40-50 syfilistilfelli, ef ég man rétt. Tals- vert er af scabies og öðrum húðsjúkdómum. Annars eru kvillar og sjúkdómar svipaðir og annars staðar. Sem dæmi um vinnu í sambandi við baráttuna gegn kynsjúkdómum skal ég nefna dæmi, sem eru sönn. Til mín leitar stúlka um tvítugt og reynist vera með syfilis. Þá verður að rekja gang hennar 2% mánuð aftur í tímann. Hún gat rifjað upp um 20 sambönd. Vissi ekki um nöfn nema fárra og lýsingar ekki alltaf nákvæmar. Einn var „stór, ljóshærður maður í háum gúmmístígvélum“. Þá þarf að senda skeyti til læknanna í öðrum bæjum og biðja um að læknaneminn 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.