Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 24

Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 24
haft sé upp á viðkomandi og sá tekinn til lækninga. Og þá hafa þeir oft líka svo og svo marga „kon- takta“. Þetta hleður á sig eins og snjóbolti. Héraðslæknirinn í Narssaq taldi, að um 45% af vinnu okkar væri baráttan við kynsjúkdóma. Það er sagt að Grænlendingar séu mjög lauslátir. Sjálfsagt er það svo, en ég vil þó undirstrika, að þetta er oft sama fólkið sem smitast aftur og aftur. Sjúkrahúsin Eina deildaskipta sjúkrahúsið er í Godtháb og tek- ur um 220 sjúklinga. 1 Egedesminde er um 100 rúma sjúkrahús. Hin eru minni. I Christiansháb er t. d. um 20 rúma sjúkrahús. Það er nýtt og vel búið eftir aðstæðum. Þar er góð skurðstofa, skiptistofa, fæð- ingastofa, prýðilegt röntgentæki og rannsóknastofa með lærðum meinatækni. Þar er góð aðstaða fyrir tvo lækna á lækningastofum. Ritarahjálp og tveir túlkar. Svo til allar konur ala börn sín á sjúkrahúsum. Ljósmæður eru grænlenskar og mjög vel færar. Hjúkrunarkonur ýmist danskar eða grænlenskar, svo og sjúkraliðar. Dayletf stiirf Víðast hvar fara læknar að jafnaði ekki í sjúkra- vitjanir. Sjúklingarnir mæta á ákveðnum viðtals- tímum, en ef þeir eru mikið veikir eru þeir sóttir í bíl sjúkrahússins. Hver læknir hefur með sér túlk, því Grænlendingar hliðra sér oft hjá að lala dönsku, þótt margir þeirra gætu það. Síðan er talað inn í orðabelg, sem ritari tekur við. Ekki eru aðstæður til meiri háttar aðgerða á þessum litlu sjúkrahúsum. Svæfingahjálp er áfátt og ekki miklir möguleikar á öflun og gjöf blóðs. Kviðslit botnlangabólgu, bein- brot og þess háttar verður þó að gera við. Eins getur maður verið óheppinn að fá sprunginn maga, utan- legsfóstur og þess háttar, sem þá verður að bjarga eftir föngum. Þeir sem þarfnast meiri háttar skurð- aðgerða, og sem mega bíða, eru þá sendir til Godt- háb eða Egedesminde með þyrlum, strandferðaskip- um eða læknabátum. Það eru um 80-85 tonna skip, vel búin, sem bæði eru notuð af læknum og lögreglu eftir atvikum. Stundum eru sjúklingar fluttir á hundasleðum, ef firðir eru ísilagðir eða veður of vond fyrir þyrlur. 011 læknishjálp og öll lyf eru ó- keypis. Það er ekki að öllu leyti jákvætt. Vandainál Aður var minnst á kynsjúkdóma. Drykkjuskapur er líka mikið vandamál. Sterkir drykkir, vín og á- fengt öl fæst í hverri matvörubúð. Grænlendingar kaupa mest megnis ölið, en sagt er að þeir bruggi brennivín, sem þeir blanda í, og nokkuð er það að þeir geta orðið ölvaðir. En þó maður sjái drukkinn mann á götu, þá er hann ekki með hávaðalæti eða ókurteisi. Ölvun meðal ungs fólks finnst mér áber- andi lítil. Yfirleitt finnst mér Grænlendingar vera gott fólk og sem þykir undur vænl um landið sitt. Það er ein- kennandi að sjá gömul hjón sitja á klöppunum tím- um saman og horfa út yfir landið sitt eða út yfir fjörðinn, þar sem hvítir ísjakarnir glampa í sólskin- inu á lygnum, spegilsléttum haffletinum. Heilsufrteði á 1S. öld Regimen Sanitatis Salernitanum var heilsufrœði handa ahnenningi, samin á 12. eða 13. öld af kenn- urum lœknaskólans í Salerno. Hún náði geysilegum vinsœldum um alla Evrópu og var notuð allt fram ú 18. öld. I upphaflegu útgáfunni eru 362 heilrœði, og fylgja oft skýringarmyndir með. Hér birtist fjög- ur þeirra. Lestu ekki í rúminu. 18 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.