Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Page 25

Læknaneminn - 01.03.1976, Page 25
Efling heilsugœzlu og hugmyndir um kennslu í heimilislœkningum Örn Bjarnason, skólayfirlœknir 1 því, sem hér jer á eftir, verður rakin þróun lieil- brigðismála á íslandi frá 1760 til okkar daga, því að án þekkingar á þeirri sögu, er erfitt að átta sig á þeim skipulagsbreytingum, sem nú er verið að gera á heilsugæzlu. Síðan verða raktar hugmyndir um eflingu heilsu- gœzlu og að lokum mun ég víkja að nokkrum hug- myndum mínum um kennslu í heimilislœkningum. I. YFIRLIT YFIR ÞRÓUN HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI FRÁ 1760 Tímabilið 1760-1940 Saga skipulegrar heilbirgðisþjónustu spannar rúmar tvær aldir. Árið 1760 var Bjarni Pálsson skipaður landlækn- ir og var hann fyrstu árin eini lærði læknirinn hér- lendis. Síðan bæltust við nemendur hans, því að hon- um var, auk umsjónar heilbrigðismála og að veita sjúkum læknishjálp, falið að kenna efnilegum skóla- piltum lækningar. Voru nemendur hans að loknu prófi skipaðir fjórðungslæknar. Eftirmenn Bjarna héldu í fyrstu uppi kennslu, en síðar féll hún niður. Fjölgun lækna var því mjög hæg og 1860 voru hér 7 embættislæknar auk land- læknis. Hins vegar verða hér stórstígar framfarir eftir að Jón landlæknir Hjaltalín tekur upp kennslu að nýju um 1860 og einkum eftir stofnun Læknaskólans 1876. Á fyrsta löggjafarþinginu 1875 voru samþykkt lög um stofnun læknaskóla og voru þau staðfest 11. febrúar 1876. Fyrstu nemendurnir útskrifuðust 1878, en áður hafði Hjaltaiín útskrifað 13 nemendur á ár- unum 1863-1876. Jafnhliða fjölgun lækna var landinu skipt í fleiri héruð, 1875 í 20 héruð, og síðan fjölgaði þeim smátt og smátt og í læknaskipunarlögunum frá 1955 var gert ráð fyrir 56 héruðum utan Reykjavíkur og þó raunar einu betur, sem læknir var aldrei skipaður í. Lækningaumsvif voru í byrjun ekki mikil og læknar gegndu margvíslegum störfum öðrum. Kom þar hvort tveggja til, að mjög lítið var vitað um orsakir sjúkdóma, þeir voru lítt sundurgreindir og sérhæfðar lækningar og lyf þar af leiðand af skorn- um skammti. Á hinn bóginn voru samgöngur mjög tregar og ferðalög erfið. „Hélst það ótrúlega lengi fram eftir, að aðsóknin að hinum lærðu læknum var því minni því stærra svæði sem þeir höfðu til yfirsóknar.“ (1). „Undir aldamótin síðustu vannst héraðslækni í héraði ,sem nú (1942) er 6)4 læknishérað, tími til að vera auk þess sjúkrahúslæknir við eina sjúkra- húsið í heilum landsfjórðungi, lyfsali í kaupstað, sparisjóðsstjóri við meiri háttar sparisjóð, póstaf- greiðslumaður á höfuðpóstafgreiðslustað og bók- sali, auk bæjarfulltrúa- og annarra nefndarstarfa og hæfilegra tómstunda.“ (1). Fyrsta almenna sjúkrahúsið hérlendis var reist í Reykjavík 1866 og næst á Akureyri 1873. Lengi fram eftir öldum var sjúkrahúsum ætlað það aðalhlutverk, að veita sjúkum líkn, þau voru fyrst og fremst stofnanir, sem tóku við sjúklingum til vistunar. Skurðlækningum voru mikil takmörk sett fram til þess tíma að nothæf svæfingarlyf fundust, og má rekja upphaf svæfinga til miðbiks síðustu aldar (2). Sýkingar voru annar tálmi á leið skurðlækning- anna, sem rutt var úr vegi, þegar bakteríur fundust á áttunda tug 19. aldar og Lister lagði grunninn að ígerðarvörnum, með smiteyðingu. Nokkru síðar fundust aðferðir til þess að koma í veg fyrir að bakteríur bærust í sár, smitgát. læknaneminn 19

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.