Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Side 26

Læknaneminn - 01.03.1976, Side 26
Aöferðir voru fundnar til þess að gufusæfa (sólt- hreinsa) áhöld, lín og umbúðir. Upp úr aldamótum hófst hér blómaskeið skurð- lækninga og urðu æ fleiri íslenskir læknar til þess að tileinka sér þessa nýju list. „Frá því að innlend læknakennsla hófst áttu lækn- ar að loknu námi hér kost á framhaldsnámi í Kaup- mannahöfn, enda gátu (þeir) fengið til þess nokk- urn fjárstyrk. Árið 1871 var íslenzkum læknum gert að skyldu að dveljast nokkurn tíma i fæðingarstofnuninni í Kaupmannahöfn, áður en þeir teldust fullgildir læknar, og út úr landinu urðu þeir að sækja þessa fræðslu unz Landspítalinn hafði tekið til starfa. Jafnframt því, sem kandidatarnir sóttu fæðingar- stofnunina, kynntu þeir sér að meira eða minna leyti störf á öðrum sjúkrahúsum og hafa vafalaust haft af því drjúg not. Er hér upphafið að því, að íslenzkir læknar hafa mjög líðkað námsferðir út úr landinu. Auk þess sem læknakandidatar voru jafnan styrktir til dvalar á fæðingarstofnunum, hófst það 1908, að ýtt var undir héraðslækna að bregða sér út úr landinu til að kynna sér nýjungar í fræðum sínum með því að veita þeim nokkurn utanfararstyrk í þessu skyni.“ (3). Læknar þeir, sem þessa þjálfun hlutu, stunduðu er heim kom jöfnum höndum almennar lækningar (heimilislækningar) og störf á sjúkrahúsum, Jjar á meðal skurðlækningar. „Eftir 1905 fara embættislausir læknar að setjast að störfum, fyrst aðallega í Reykjavík, og stunda þar lækningar, þar á meðal fleiri og fleiri sérfræði- læknisstörf.“ (4). Jafnframt voru mikil umsvif í byggingu almennra sjúkrahúsa og sjúkraskýla. St. Jósefsspítali á Landakoti var reistur 1902 og árið 1904 voru hér 6 sjúkrahús með um 170 rúm eða 1 fyrir hverja 470 íbúa. 1918 eru þau 19 með 400 rúmum, 1 rúm á hverja 230 íbúa. Árið 1930 bætist Landspítalinn í hópinn og þá eru sjúkrahús og sjúkraskýli talin 36 með um 1000 rúm- um, eða 1 rúm á hverja 110 menn í landinu. Eru þá talin með sjúkraskýli, en þau voru mörg í sam- bandi við bústaði héraðslækna, sem nú var „mjög farið að tíðkast, að héruðin komi sér upp með styrk úr ríkissjóði . ..“ (5). frá 1940 otf síðan Heimsstyrjöldin síðari olli straumhvörfum í heil- brigðismálum, sem og öðrum þáttum þjóðlífsins. I fyrsta lagi ollu breyttir atvinnuhættir því, að kippt var fótunum undan rekstri sjúkraskýla, rekstur þeirra varð sífellt umfangsminni og mörg hættu alveg að taka á móti sjúklingum. I 'óSru lagi lokaðist Evrópa, en Jtangað höfðu læknar bæði sótt þjálfun að því marki, sem lýst var áður, almennir læknar sem stunduðu heimilislækn- ingar og sjúkrahússtörf og einnig Jieir, sem sérhæfðu sig í ákveðnum greinum. Leið þeirra, sem í framhaldsnám fóru, lá vestur um haf. Sérhæfing innan læknisfræðinnar hafði byrjað að marki fyrir stríð, en jókst nú um allan helming, samfara aukinni þekkingu og tækni. Sérgreinar urðu sífellt fleiri og fleiri og greindust jafnframt í undir- greinar. Fœðingarhjálp í Rómaveldi forna. Konan er bundin á borð og fjað síðan hrist svo að barnið gangi belur niður. 20 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.