Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Page 27

Læknaneminn - 01.03.1976, Page 27
Afleiðing þessa varð, að mjög fáir bættust í hóp þeirra, sem stunduðu alhliða lækningar. 1 þriðja lagi efldust lækningarannsóknir og flókn- um tækjabúnaði var nú sífellt meira beitt. Til komu nýjar stéttir, sem sérþjálfun höfðu í slíkum rann- sóknum. Þessari sérhæfðu þjónustu varð fyrst og fremst komið á í höfuðborginni. Sjukrahúsin á landsbyggðinni drógust aftur úr og gátu ekki boðið sérfræðingum þau skilyrði, sem þeir höfðu unnið við erlendis og þeim stóðu til boða í Reykjavík. I fjórða lagi varð hér bylting í samgöngum. Sífellt varð auðveldara að koma sjúklingum með skjótum hætti til Reykjavíkur (og Akureyrar, en þar var eina sjúkrahúsið utan Reykjavíkur, seia þróaðist í átt til verulegrar sérhæfingar). Samtímis því að sérfræðingum stórfjölgaði, fækk- aði stöðugt þeim, sem stunduðu heimilislækningar, og stöðugt varð erfiðara að fullskipa héruðin. Ekki er ágreiningur um það, hvað hefur valdið heimilislæknaskortinum, en helztu orsakirnar eru: Námsuppeldi, sem beinir læknum að sérhæfingu, léleg starfsskilyrði og fagleg einangrun. Sú þróun, sem hér hefur verið lýst, er ekkert sér- islenzkt fyrirbæri. Sams konar þróun hefur átt sér stað í nágrannalöndum okkar. Var því að vonum, að litið væri til nágrannaþjóð- anna, hvort þær hefðu fundið ráð til þess að stemma stigu við þeim vanda, sem nú steðjaði að. Almannatryggingalögin, sem samþykkt voru 1946, höfðu að geyma ákvæði um heilsuverndarstöðvar og lækningastöðvar. Þessum stofnunum var ætlað svip- að hlutverk og heilsugæzlustöðvunum nú. Lækningastöðvarnar komust aldrei upp, en heilsu- verndarstöðvar allvíða og árið 1955 voru sett sér- stök lög um heilsuvernd. I brezku almannatryggingalöggjöfinni (sem gildi tók 1948 (National Health Service Act 1948)), var su skylda lögð á sveitarstjórnir að koma á fót heilsu- gæzlustöð (health centre). I Bretlandi varð samfelld þróun í þessum efnum og heilsugæzlustöðvarnar reyndust með ágætum. Jafnframt tóku fleiri og fleiri brezkir læknar upp hópstarf (group practice) og er þeim nú í heilsu- gæzlustöðvunum búin góð starfsskilyrði. Þetta starfsfyrirkomulag þótti læknum hérlendis líklegt til að geta leyst þann vanda, sem hér var við að glíma. Augljóst var, að auðvelt myndi að koma slíku skipulagi á í stærri kaupstöðum, en Iögbundin hér- aðaskipun var tálmi í dreifbýli. Ur þessu bætti Alþingi fljótlega. Með nýjum læknaskipunarlögum 1965 var fjöldi héraða ákveðinn 54 utan Reykjavíkur og jafnframt kom nýtt ákvæði um að ráðherra væri heimilt að sameina héruð, að uppfylltum vissum skilyrðum. 1969 var aftur gerð breyting á læknaskipun og kom nú ákvæði um það, að ráðherra væri heimilt að stofna læknamiðstöðvar. Voru nú engar hindranir fyrir því, að læknar tækju upp hópstarf við heimilislækningar, hvar sem væri á landinu, þar sem skilyrði að öðru leyti væru fyrir hendi. Loks var svo skrefið stigið til fulls með setningu laga um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973. Samkvæmt lögunum er landinu skipt í héruð og þeim síðan í umdæmi, með einni eða fleiri heilsu- gæzlustöðvum. Hafa heilsugæzlustöðvar verið merkt- ar inn á meðfylgjandi mynd, sem sýnir þróun hér- aðaskiptingar 1766-1974. (Mynd 1). Um starfssvið heilsugæzlustöðva er fjallað í 21. grein: 21.1. Á heilsugæzlustöð skal veita þjónustu eftir því sem við á, svo sem hér segir: 1. Almenna læknisþjónustu, vaktþjónustu og vitjan- ir til sjúklinga. 2. Lækningarannsóknir. 3. Sérfræðilega læknisþjónustu og tannlækningar. 4. Heilsuvernd, svo sem: a) Mæðravernd. b) Ungbarna- og smábarnavernd. c) Heimahjúkrun. d) Skólaeftirlit. e) íþróttaeftirlit. f) Atvinnusjúkdómaeftirlit. g) Berklavarnir. h) Kynsjúkdómavarnir. i) Geðvernd, áfengis- og fíknilyfjavarnir. j) Félagsráðgjöf. k) Hópskoðanir og skipulagða sjúkdómaleit. l) Sjónvernd og heyrnvernd. læicnaneminn 21

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.