Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.03.1976, Blaðsíða 38
gert fyrir sjúklinga, en ekki samkvæmt því, hvar eða hvenær þeir voru þjálfaðir. (17). Þetta þýðir, að jafn eðlilegt er, að læknar, sem hafa sérhæft sig í ýmsum greinum læknisfræðinnar og fengið geta eða fengið hafa sérfræðiviðurkenn- ingu, taki sig saman og stundi heimilislækningar. Þessir læknar myndu að tilvísun frá hinum beina athygli sinni að þeim sjúkdómum, sem þeir þekktu bezt, en þeir myndu hver og einn sinna öllum vanda- málum allra jreirra, sem kysu að leita til þeirra og þrátt fyrir vissa verkaskiptingu, myndu þeir sinna sjúklingum samfellt, óski sjúklingar slíks, saman- ber fyrri skilgreiningu. Annað afbrigði er það hópstarf almennra lækna og sérfræðinga við heilsugæzlu, sem nú er að mynd- ast í Kópavogi og mjög hvetjandi og ánægjulegt er að fá að fylgjast með því. Lokaorö Snemma í máli mínu setti ég fram þá fullyrðingu, að ekki væri ágreiningur um það, hvað hafi valdið heimilislæknaskortinum og séu þessar orsakir helzt- ar: Fagleg einangrun, léleg starfsskilyrði og námsupp- eldi, sem beinir læknum að sérhæfingu. Varðandi tvö fyrstu atriðin er það að segja að af opinberri hálfu er nú stórátak gert til eflingar heilsugæzlu í dreifbýli og þéttbýli. Markmiðið er, að búa heilsugæzlulæknum og sam- starfsfólki þeirra góð starfsskilyrði, rjúfa faglegu einangrunina, m. a. með því að veita þessum stéttum tækifæri til viðhaldsmenntunar. Þjóðfélagslegar aðstæður krefjast lausnar heim- ilislæknaskortsins og þeim, sem hæfileika hafa og upplag til þess, að verða góðir heimilislæknar, verði beint inn á þá braut. Það getur læknadeild Háskóla Islands gert. Þó að efling heilsugæzlu sé að nokkru endimark í sjálfu sér (18), eru einnig við það bundnar vonir um lausn þess vanda, að heilbrigðisþjónustan verð- ur sífellt dýrari og við virðumst ekki hafa árangur sem erfiði. Við höfum yfir að ráða hlutfallslega fleiri sjúkrarúmum, en aðrir Evrópubúar, að Svíum einum undanskildum (19), en liggjum jafnframt nærri því að fá bronzverðlaun fyrir Iengstan meðal- legutíma sjúklinga. Þetta slyðruorð er hægt að reka af íslendingum, með því að byggja upp bstri þjón- ustu utan sjúkrahúsa sjálfum ykkur og þjóðinni allri til velfarnaðar. Erindi jlutt á árshátíð læknanema 3. marz 1976. TILVITNANIR: 1. Jónsson, Vilmundur. Skipun heilbrigðismála á Islandi, s. 16. Reykjavík MCMXLII. 2. Jónsson, Vilmundur. Lækningar og saga. Tíu ritgerðir. Fyrra bindi VI/134. Reykjavík 1969. 3. Skipun heilbrigðismála á Islandi, s. 27. 4. Sama rit, s. 27. 5. Sama rit, s. 34. 6. Role of Hospitals in piogrammes of Community Health Protection. Expert Committee on Organization of Medi- cal Care (1957). World Health Organization Technical Report. Series r.o. 122. 7. Bjarnason, Orn. Community Medicine from an Icelandic point of view. Nordisk Medicin 98: 123-124, 1974. 8. Modern Medical Teaching Methods. Report on a Semi- nar. Madrid 6-10 April 1970. Regional Office for Europe WHO. 9. WHO Study Group on Internationally Acceptable Mini- mum Standards of Medical Education. Tilvitnunin úr Promction of Medical Practitioners Interest in Preven- tive Medicine. WHO Tech. Rep. Series 1964, No. 269. 10. Brockington, Frazer. World Health (s. 269, s. 6). Third edition 1975, Churchill Livingstone.. 11. Studies on the Training of Medical Students in Public Health. Strasbourg 1972, Council of Europe. 12. Future Organization of Medical Practice in Europe. Strasbourg 1973, Council of Europe. 13. Graduate Medical Education in the European Region. Regional Office for Europe WHO 1974. 14. Examination and Grading of Undergraduate and Post- graduate Medical Students. Regional Office for Europe WHO 1975. 15. M. D. PROGRAM. Faculty of Medicine. McMasters University, Hamilton, Ontario, Canada. Education Monographs No. 1 to 5. 16. Training cf the Physician for Family Practice. WHO Tech. Rep. Series No. 257. 17. Weed, Lawrer.ce L. Medical Records, Medical Educa- tion and Patient Care. The Press of the Case Western Reserve University. 18. Systematiske tiltak for en bedre primær helsetjeneste. Norges Offentlige Utredninger. NOU 1973: 35. 19. Health Service in Europe. Regional Office for Europe. Workf Flealth Organization 1975. 28 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.