Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 43

Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 43
7. ár Epreuves Clinique Pathologie Médicale Pathologie Chirurgicale Pathologie Obstetricale THÉSE Af þessum lista má sjá, að niðurröðun námsefnis a ár er nokkuð frábrugðin því, sem er við Háskóla Islands. Heildin er vafalaust svipuð, ef grannt er skoðað. Frakkland hefur nokkra sérstöðu hvað varðar fag, er þeir nefna Semiologie, sem mætti kannski nefna einkennisfræði á íslenzku. Einn þriðji hluti náms- tímans á þriðja námsári er helgaður Semiologie, og er það kennsla í sjúkdómsgreiningu á klínískum einkennum einum saman. Eins er fögum oft dreift yfir fleiri en eitt ár. Dæmi í því tilviki má nefna Anatomie Pathologique og Electroradiologie. Einnig er lögð áherzla á nokkra endurtekningu í kennslunni, sem gerir nemum auð- veldara að festa sér í minni hina nauðsynlegu undir- stöðu. Skulu þar nú tekin tvö dæmi: Anatomie A fyrsta ári eru tveir fyrirlestrar á viku, nokkurs konar yfirlit yfir anatómiu. A öðru ári er anatómían endurlekin í smáatriðum samhliða krufningum. Fjórir fyrirlestrar og tvær klst. krufningar á viku. Semiologie - Pathologie - Therapeutique A þriðja ári hefst kennsla í Semiologie. A fjórða og fimmta ári er kennd Pathologie Médi- cale og Pathologie Chirurgicale. Skiptist fyrirlestur- inn tiðast í eftirtalda þætti: Definition Etiologie Physiopathologie Clinique Formes Cliniques Diagnostic Traitement. Á sjötta ári er svo loks kennd Therapeutique og eru þá auðvitað rifjuð upp helztu einkenni hvers sjúkdóms í byrjun fyrirlestrar. Kennslan Kennslan fer fram í fyrirlestrarformi. Standa fyr- irlestrar í 55 mínútur. Ekki er farið eftir sérstökum bókum, en hafi prófessor skrifað bók í viðkomandi fagi, má stundum ætla, að henni svipi til fyrirlestr- anna. Nemendur sjá svo yfirleitt um fjölritun og dreifingu fyrirlestranna á hverju ári. Sé um verk- lega kennslu að ræða í einhverju fagi, fer hún fram í smáum hópum. Þegar sóttur er kúrsus, má heita regla að viðkomandi deild skipuleggi kennslu og umræðufundi. Kúrsar Eins og fram kemur að ofan, eru vandkvæði á því að koma stúdentum fyrir á deildum háskóla- sjúkrahússins, sem reyndar er staðsett í þremur borgum, þ. e. Montpellier, Nimes og Perrignan. Hin ýmsu sjúkrahús hafa 8309 rúm samtals. Kandidatar dreifast hins vegar á langtum stærra svæði. Hvað um það, hin praktíska hlið getur farið forgörðum í venjulegu læknanámi, sé ekki fullur áhugi fyrir hendi. Á hverju hausti sækja nemar um þær deildir, sem þeim lízt bezt á, og koma ýmsar leiðir til greina. Einkunnir á síðasta vorprófi ráða síðan úrslitum um, hvort nemi kemst á þær deildir, sem hann hefur mestan áhuga á. Mætingaskylda á kúrsus er mjög ströng. Á fjórða ári man undirritaður eftir nemum, sem fengu ekki viðurkenndan kúrsus eftir að hafa tekið út leyfilegt skróp, sem var tveir dagar á sjö vikum. Kúrsusar eru sem hér segir: 3. ár 2 mánuðir. Médicine. Chirurgie. Specialité. læknaneminn 33

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.