Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Blaðsíða 57

Læknaneminn - 01.03.1976, Blaðsíða 57
Baldur misskildi Dýrleif ,.á parti" Georg Á. Bjarnason, lœknanemi Grein Baldurs Símonarsonar í síðasta tölublaði Læknanemans er að vísu varla þess virði að eytt sé a hana miklu púðri, en ég má samt til með að bæta nokkuð málstað minn og ]iá um leið málstað Bald- urs. Fyrst það sem að mér snýr: Það sem ég átti við Baldur minn, var að umræddur mekanismi er nefnd ur „Kenning Ogstons“ í Lehninger og engri annarri kennslubók, þó að skiljanlega sé fjallað um mekan- isman í öðrum kennslubókum. Eg tók þetta sem dæmi til stuðnings þeirri fullyrðingu minni, að flest- ir kennarar styddust við Lehninger í fyrirlestrum sínum, og jafnvel á prófi. Við nánari athugun kom í ljós, að áðurnefndur Ogston er líka nafngreindur í kennslubók Conn & Stumf. En það er til mikils ætlast og getur vart talist hagnýtur lærdómur ef nemendur eiga að þekkja alla efnafræðinga, sem nafngreindir eru í kennslubókun- um og afrek hvers um sig. Til að geta svarað spurningu um kenningu Og- stons er ekki nóg að þekkja mekanismann ef nafn Ogstons er ekki tengt mekanismanum í huga manns. Ekki má skilja við þetta mál, án þess að tilgreina tvö atriði sem Baldur hefur sér til málsbótar. 1) Eg viðurkenni fúslega að með „góðum vilja“ mátti misskilja umrædda setningu í grein minni enda gerði Baldur það snilldarlega. Eins og Bald- ur benti réttilega á, í grein sinni, er Læknanem- inn blað, sem flytur að staðaldri vandaðar grein- ar um læknisfræði. Er því miður, að Baldur skuli velja þessum hugarburði sínum stað í því ágæta blaði. 2) Eins og kunnugt er, eru vísindamenn ákaflega veikir fyrir heimsfrægum collegum sínum. T. d. mega þeir vart vatni halda af hrifningu og að- dáun ef þeir hitta þá á erlendri grund, og minn- ast þeirra augnablika jafnan með loiningarsvip og tárum í augum. Er því skiljanlegt að Baldri hafi mislíkað, þegar ég kallaði mekanisma Og- stons lítilfjöllegan (vafalaust ranglega). Af ofanskráðu er Ijóst, að báðir höfum við nokkuð til okkar máls, og getum því væntanlega báðir vel við unað. P. S. Dýrleif á Parti benti mér á, um daginn, að það væri nú orðið lenska í landinu að skrifa opin bréf í dagblöðin, og hefði Baldur, með svargrein sinni, viljað beina þeim menningarstraumum inn á síður Læknanemans. En Dýrleif er víst ekki áreið- anlegri heimildarmaður en svo, að ástæða er til að taka þessa sögu hennar með fullri varúð. læknaneminn 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.