Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Page 61

Læknaneminn - 01.04.1985, Page 61
Á Grænuborg. Takið eftir skuplu Meistarans, hún var sögð saumuð úr gömlum nærbuxum. sér standa því fólk hóf þegar að tína uþp úr vösum sínum slita og snjáða miða og troða þeim í stimpiiklukku sem staðsett var aft- ast í vagninum. Þegar bigletti con- troli komu að okkur settum við upp sparibrosið bak við sólgleraugun °9 „þörlluðum puko italiano" og sluppum með skrekkinn. Við keyptum miða eftir þetta og bárum á okkur til notkunar við hátíðleg tækifæri. Ströndin var strönd og með Þeim ósköpum gerð að það kost- aði cingve milla lire inn en á henni voru aðeins ítalir. Þetta kom sér vel því staffið heiðraði útlending- ana með því að hleypa okkur frítt inn. Gífurlegt úrval ítalskra ung- meyja var á ströndinni og kom karlpeningnum saman um að vaxtarlag þeirra og annað líkam- Jegt atgervi væri með ágætum. Italskir karlmenn fara með meyjar sínar sem húsgögn. Einn sem svipaði helst til Jóns Páls í vexti kom á ströndina í fylgd smámeyj- ar er fékk vinsamlegast að halda á sólstólnum hans (hún hafði engan) og beauty-boxi. Síðan skrapp hún öðru hverju eftir öli og öðrum nauðsynjum. Okkur Eyþóri varhugsað til Ellu Bárðar. Egyptar áttu sinn fulltrúa og var hann sem aðrir Egyptar barn i hugsun. Sléttum fimm mínútum eftir komu hans til Palermo var hann búinn að snúa öllu við. Hann fékk nýja ruslatunnu (sú gamla var Ijót), millistykki fyrir útvarpið sitt svo hann gæti hlustað á egypsku fréttirnar áður en hann færi að sofa því hann treysti ekki mafíunni. Hann var efstur í sínum bekk, fallegastur o.s.frv. Allt var betra í Egypt en á Sikiley, þeir höfðu jafnvel sérstaka menn í að pússa styttur svo þær yrðu ekki grænar eins og Ijótu ítölsku stytt- urnar. Pólverjarnir lentu með hon- 985 - 38. árg. um á deild og höfðu á orði að lík- lega gætu allir læknar deildarinn- ar farið í frí þennan mánuð, því Mohamed var vanur að segja „at home we do it better". Pólarnir voru hressir en jafnframt andskoti stríðnir, þeir höfðu kannað hug Muhameðs til kynlífs og hafði hann reynst allnokkur en miðaðist að sögn við hjónaband. Þegar pól- arnir spurðu um afstöðu til „pre- marrige sex“ svaraði hann opin- myntur „how is that possible?": Eitt sinn tókst Pólverjunum að fá hann inn í kvikmyndahús og þeg- ar sýningin hófst reyndist myndin úr hófi erótísk, þá spratt minn maður upp og taldi sér ekki líft þarna inni vegna mafíunnar sem sæti um líf sitt. Mánudagurinn rann upp, sól skein í heiði og kom það öllum á óvart. Hópurinn tók strætó að Pol- iclinico Palermo en það sjúkrahús er rekið af bænum, stærð þess vissi enginn aðspurður. Er við nálguðumst sjúkrahúsið leyndi ná- lægð þess sér ekki því allstaðar voru menn á hvítum sloþþum á þönum úti í góða veðrinu og það langt niður í bæ. sjúkrahúsið var samsett úr mörgum clinicum dreifðum í litlum húsum með fjór- um til fimm deildum. Við lentum á clinic með Pólsku pari auk Golgi hinni tyrknesku. Læknar staðarins tóku á móti okkur en töluðu enga ensku. Einn þeirra var látinn hafa orö fyrir þeim. Hann gat sagt „We open people down there“ og átti víst við skurðstofur. Hann stormaði niður í kjallara með okkur en þar voru herbergi loftkæld. Við komum fyrst inn í herbergi sem í var sími á stól og fullt af verkfærum sem líkt- ust helst þeim tólum sem maður sér notuð á skurðstofum. Þetta líktist helst flóamarkaði „og allt á útsölu". Þarna réði ríkjum „hjúkk- an í kring" sem í þessu tilfelli var karlmaður í fallegum grænum LÆKNANEMINN i/i' 59

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.