Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 19
greinarhöfundi á rannsóknarstofu í
lífeðlisfræði í samvinnu viö Þórarinn
Ólafsson yfirlækni á Landspítala og
nokkra aðra aðila. Tekin eru vöðva-
sýni úr einstaklingum sem grunaðir
eru um að hafa í sér erfðagalla sem
leitt getur til HM. Vöðvasýnin eru
rannsökuð á ákveðinn hátt. Þar á
meðal er næmni vöðvafrumanna fyrir
caffeini og halothani athuguð. Rann-
sóknaraðferðirnar eru ákveðnar at
samstarfshópi evrópskra vísinda-
manna sem nefnist „European ma-
lignant hyperthermia group". Með-
limir þessara samtaka hittast einu
sinni á ári til að bera saman bækur
sínar. Ein slík ráðstefna verðurhaldin
> Cork á írlandi í vor (apr.) og verða
þá í fyrsta sinn kynntar niðurstöður
Irá íslandi. Hér hafa fundist a.m.k. 3
fjölskyldur sem hafa einstaklinga
með þennan erfðagalla. Rannsóknum
er haldið áfram til að reyna að finna
alla þá aðila sem hafa þennan galla.
HEIMILDIR SEM STUÐST VAR VIÐ:
Denborough M.A. and Lovell R.R.H.
Anaesthetic deallis in a family. Lancet,
2,45. 1960.
Gronert G.A. Malignant hyperthermia
(review). Anesthesiology, 53, 395-
423, 1980.
Mark R.E. Muscle membranes in disease
of muscle. CRC press, 1985.
0,25
0,5
0,25
0,25
0,25
Mynd 3. Möguleiki á að erfa „galla" sem getur leitt til Malignant hyperthermiu.
Notaður er líkindaskali 0-1. Gert er ráð fyrir að „gallinn" sé ríkjandi (snnple
dominant inheritance). Gengið er út frá einstaklingi sem hefur MH (1,0) og gefnar
upp líkurnar á því að nánustu skyldmenni hans hafi MH.
LÆKNANF.MINN Vi985- '/1986-38.-39. árg.
1