Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 60

Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 60
sömu undirliggjandi orsök sé að ræða. Rannsóknir sýna yfirleitt mikla sökkhækkun, oft yfir 100 nrm eða hærra. Samhliða þessu sést ofl hækkun á Haptoglobulini, Orosom- ucoidi og Ferritini. enda er þetta allt prótein, sem eiga sinn þátt í sökk- hækkuninni. Ósjaldan fylgir væg hækkun á Alk. fosfatasa. Oft er væg anentia, normochrome, normocytisk. (Anemia Simplex). í þessu tilfelli var anemian hinsvegar hypochrome microcytisk með MCV=70. Það er hins vegar vel þekkt, að MCV getur lækkað við króniska anemiu, þó yfir- leitt ekki eins mikið og í þessu tilfelli. Járn í serum var lækkað, en þaö líkt og MCV getur lækkað við ýmsa króniska sjúkdóma s.s. bólgusjúk- dóma, illkynja sjúkdóma og lang- vinnar sýkingar. Járngildið end- urspeglar ekki endilega járnskort í líkamanum og í þessu tilviki var járnbindigetan eðlileg og serum fer- ritin hækkað en ekki lækkað, eins og búast mætti við íjarnskorti. Auk þess sýndi beinmergssýni eðlilegar járn- birgðir, sem mælir sterklega gegn járnskorti, því við járntap hverfur járnið fyrst úr mergnum áður en Hemoglobin fer að lækka. Niðurstaða okkar er sú að sj. hal'i haft Temporal Arteritis og út frá þeint sjúkdómi megi skýra öll hans ein- kenni, það sent fannst við skoðun og það sem rannsóknir leiddu í Ijós. Meðferð var hafin með tabl. Pre- dnisolon 60 mg/dag, til aö byrja með. Skánaði líðan hans mikið á fáum dögum. Sökkið lækkaði úr 105 niöur í 7 mm á þrentur vikunt! Þessi góði árangur styður enn frekar greining- una, Temporal Arteritis. Lokaorð Hér hefur verið lýst tilfelli af sjúk- dómnum Tentporal Arteritis. Ein- kenni sjúklings, svo og niðurstöður rannsókna eru nokkuð dæntigerðar fyrir þennan sjúkdóm, nema hvað blóðleysið, sem oft fylgir T.A. líktist fremur því, sem sést við langvarandi blóðtap. En ekkert kont fram við rann- sóknir sem studdi það. Við teljum því, að blóðleysið hafi verið fylgikvilli þessa sjúkdóms, Temporal Arteritis þótt óvenjulegt sé, og gerir það þetta tilfelli sérstakt. Tæpum tveimur mánuðunt eftir að meðf'erð var hafin með sterum mæld- ist Hb. 135 g/1, sökk 7mm/klst og MCV 81 fl. Sj. hafði í byrjun með- ferðar fengið blóðgjöl', en aðeins tvær ein. af pökkuðum rauðunt blóð- frumum. Hér höfum við aðeins lítillega rætt urn þennan sjúkdóm, en margt fleira mætti tína til. Fróðleiksþyrstum skal hins vegar bent á textabækur s.s. Harrison’s Principles ol' Internal Me- dicine, lil frekari fróðleiks. Þakkir: Siguröur Björnsson (oncoi.) Iæknir á Landakoti las textann yfir og gaf góð ráö. Kunna höfundar honum bestu þakkir fyrir. Halldór Steinsen læknir á Landakoti fær einnig þakkir fyrir sitt framlag. (55 ÁRA KONA) Þeir sjúkdómar, sem koma til greina eru fjölmargir. Sýnt er að konan var haldin InlJuenzu af A-stofni. Sjúk- dómsmyndin var þó mun svæsnari og annars eðlis en hjá öðrum sj. með sömu flensu, sem var að ganga um þetta leyli. Þeir sjúkdómar aðrir, sem menn veltu fyrir sér voru: Aseptiskur Meningitis, Sinusitis, Temporal Arte- ritis og Subacute Thyrodiditis. Rannsóknir á mænuvökva bentu ekki til þess, að um væri að ræða meningitis. Röntgenmynd af sinusum leiddi ekki í ljós neinar óeðlilegar breytingar. Teknar voru bilateral bi- opsiur úr a.a. temporales og við smásjárskoðun á þeim sýnum kom í Ijós æðakölkun, en engin merki um risafrumuæðabólgu. Mælingar á skjaldkirtilhormónum voru vel innan eðlilegra marka. Fengin var fínnálar- biopsia úr hnút í skjaldkirtli og kom þá í ljós Coiloid Goiter. Hvað var þetta þá? Skömmu eftir innlögn var sj. skoðaður af augnlækni vegna mikilla óþæginda í augum. Kom þá í Ijós að augnþrýstingur var mjög hækkaður í vinstra auga. Mældist hann 40 mmHg, en 12 mntHg í því hægra. Framhólf voru mjög grunn, og vinkl- ar nánast lokaðir perifert sérstaklega ofan til. Töluverð bjúgmyndun var í cornea centralt með mikilli þykknun í stroma. Einnig var bjúgmyndun í epitheli og bullumyndun með felling- um i Membrana Decementi. Pupillur svöruðu ekki ljósi og innsýn var mjög léleg. Sjón á hægra auga: Fingurtaln- ing Im. + 3.00 = 6/24. (Pinhole 6/18). Sjón á vinstra auga: Fingur- talning l/2m. (Glereða pinhole bættu ekki). Hér var því um að ræða bráða- gláku hjá sj. með þröng forhólf. (Primary angle-closure glaumcoma). Umrœða Bráðagláka er sjaldgæfur sjúkdómur. Helstu llokkar glaucoma eru: 1) Bráðagláka-primary angle clos- ure glaucoma. 2) Hægfara gláka-primary open- angle glaucoma. 3) Meðfædd gláka-primary cong- cntial glaucoma. 4) Fylgigláka-secondary glaucoina. Bráðagláka er einungis u.þ.b. 3- 4% af glaucoma primarium. Þekkt er, að innfluensa getur valdið vægri lithimnubólgu og þá oft í báðum aug- um. Bjúgntyndun í lithimnu ásamt grunnum framhólfum getur þá leitt til Framliald. á hls. 63 58 LÆKNANEMINN Vms - Vmt.-38.-39. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.