Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 42
MONTHS AFTER INFECTION
6. mynd. Visna. Vökvaónæmissvörun (humoral) í sermi. Kt'sta línuritið sýnir hlut-
fall þeirra kinda sem voru jákvæðar í ónæmisflæði (II)) gegn glycoproteini (gp),
sem er yfirborðsantigegn, og kjarnapróteini (core-protein) p30. Miðlínuritið sýnir
hlutfall jákvæðra kinda í neutralisationsprófi (N) og komplementsbindingsprófi
(CF) og neðsta línuritið sýnir miðgildi títers þessara mótefna. 1514 er sá veirustofn
sem sýkt var með og notaður í neutralisationspróf.
fótfestu svo og að ekki verður nein
IgM svörun í sermi og interferon
hamlar ekki fjölgun veirunnar (3,
67).
Það er alténd ljóst að ónæmissvör-
un vinnur ekki bug á sýkingunni og
sú spurning vaknar hvort hún veldur
e.t.v. vefjaskemmdum. Ýmsirþættir
vefjaskemmda sem koma fram á fyrri
stigum sjúkdómsins bentu til þess að
þær kynnu að vera af ónæmistoga (6,
7, 45). Bólgufrumuíferðin í mið-
taugakerfi einkennist af eitilfrumum,
makrófögum og plasmafrumum. í
plexus choroideus er að jafnaði bólga
oft með verulegri íferð með myndun
eitilbúa (follicle) með virkum kím-
miðjum (7. mynd). Einnig eraðjafn-
aði aukning áeitilvef bæði í eitlum og
milta. Stöku sinnum var einnig að
finna lungnabreytingar sem eru
dæmigerðar fyrir mæði með verulegri
aukningu á eililvef (7. mynd) í þess-
um tilraunum þar sem sýkingarleið
var í heila. Enda þótt dæmigerð stað-
setning breytinga á fyrri stigum sjúk-
dómsins sé meðfram heilahólfum
teygist bólgan oftlega inní aðliggj-
andi taugavef og getur valdið upp-
lausnardrepi með mýlisniðurbroti og
eyðingu taugasíma (6, 7, 45).
Áhrif breytinga ónæmis-
svörunar
Til að prófa þá tilgátu að vefja-
skemmdir á fyrri stigum sjúkdómsins
frumubundna ónæmissvörun í blóði
og mænuvökva skömmu eftir sýk-
ingu og óreglulega sveiflukennda
svörun í blóði í langtíma athugunum
(16, 24, 57).
Þessar niðurstöður sýna aö kind-
urnar mynda gott ónæmissvar gegn
visnuveirunni en það vekur jafnframt
spurninguna: llvernig viðhelst veiran
þrátt fyrir góð ónæmisviðbrögð? Það
kann aö vera að hin tiltölulega síð-
búna myndun neutraliserandi mót-
efna skipti máli fyrir að sýking nái
TAFLA 2.
Ónæmisbæling visnuskemmda í kindum sýktum með 106TCDso af
visnuveiru K 1514 í heila. Meðhöndlað með mótefni gegn tímgils-
frumum og cyclophosphamide og lógað 1 mánuði eftir sýkingu.
Meðferð Stig visnuskemmda Veiruræktun
í hverri kind úr miðtaugakerfi
Ónæmisbældar 0,0,0,0,0,0,0,2* 22/37159%)+
Samanburðar 1,2,2,3,3,4,4,4 27/39 (69%)
* Stig visnuskemmda var metið samkvæmt kvarða 0-6.
+ Teljari fjöldi jákvæðra, nefnari Ijöldi sýna, sem voru prófuð.
40
LÆKNANEMINN Vmí-'/.986-38,-39. árg.