Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 56
Viruses recovered from multiple sclerosis (MS) patients
Virus Isolation method References
Rabies virus Encephalitis in mice inoculated with brain or blood Margolis et al„ 1946 Bychkova, 1964
Herpes simplex virus Cytopathic changes in cell cutture inoculated with homogenate of brain Gudnadottir et al„ 1964
Scrapie virus Scrapie developed in sheep 16-21 months atter inocu- lation with brain Palsson et al„ 1965
Parainfluenza virus, 1 Cell cultures of brain tissue of 2 patients fused with other cells, and virus recovered Meulen et al„ 1972Ö
Measles virus Cytopathic changes in monkey kidney cells inoculated with homogenate of brain biopsy Field et al„ 1972
MS-associated agent Decrease in polymorphonu- clear cells in mice inocu- lated with MS tissue Carp et al„ 1972
Bone marrow agent Syncytia tormed in cell cultures inoculated with patient s bone marrow cells Mitchell et al„ 1978
Chimpanzee cytomegalovirus Neonatal chimpanzee inocu- lated with brain cells of patient developed paralysis 3 years later Wrobleska et al„ 1979
Coronavirus Fresh unfrozen brains inocu- lated into mice and grown in culture yielded virus Burks et al„ 1980
Tafla, sjá texta.
gengist hundalar. Mislingaveira
kemur tæplega til greina heldur. Hér
á landi eru nokkur dæmi um MS
sjúklinga, sem fengu sannanlega
mislinga nokkrum árum eftir upphaf
MS, eða hafa alls ekki fengið misl-
inga, heldur verið bólusettir gegn
þeim, af því aö þeir höföu enga sögu
um mislinga og reyndust mótefna-
lausir. (Sigríður Guðmundsdóttir:
Multiple Sclerosis and Common Vi-
ral Infections in lceland. Acta Path.
Microbiol. Scand. Sect. B, 87: 379-
384. 1979). í fjölmennum þjóðfélög-
um gelur verið erfill aö átta sig á sam-
hengi sjúkdóma eins og MS viö al-
gengar veirusýkingar, sem flestir þar
veröa fyrir á ungum aldri. Tíðnitölur
eins og MS hefur, jafnvel þar sem
tíðnin er há, 30-80 sjúklingar á
hverja 100.000 íbúa, ættu þó aö
sýna, að sé MS veirusýking hlýtur
veiran eða veirurnar að hafa komið
sér upp dreifikerfi meðal einkenna-
lausra smitbera, eða meðal sjúklinga
meö önnur einkenni en þau, sem
fylgja MS. Ekki finnast að jafnaði
bein tengsl milli eldri MS sjúklinga
og nýrra sjúklinga. Ekki er heldur að
jafnaði nema einn sjúklingur á heim-
ili eða í fjölskyldu. Sé hér um sýk-
ingu að ræða, hljóta hýsilþættir að
ráða miklu um afleiðingarnar fyrir
hvern einstakling. Samspil sýkilsins
við ónæmiskerfið gæti haft úrslita-
áhrif til ills eða góðs.
Til að sanna eöa afsanna þátt veira
í MS virðist liggja beinast við aö gera
ræktunartilraunir á skemmdum heil-
um nýlátinna sjúklinga. Þær tilraunir
hafa oft verið gerðar við mismunandi
aðstæður og árangur orðið býsna mis-
munandi, eins og sést í töflunni hér,
sem tekin er upp úr nýlegri amerískri
bók: Viral Infections of the Nervous
System, eftir R.'f. Johnson, (útg. Ra-
ven Press, U.S.A. 1982). Oftast hafa
ræktunartilraunirnar þó orðið ár-
angurslausar. Niðurstöðurnar, sem
getið er í töflunni, eru því frekar
flokkaðar sem slysagreiningar vegna
annarra veikinda, sem hrjáðu við-
komandi sjúkling jafnframt MS. Enn
er ekkert samkomulag um neina sér-
staka veiru sem orsök að MS, en seinl
er fullreynt, og tækninni tleygir fram
með hverju ári, sem líður. A það
kannske sérstaklega við um veirur,
sem nýmyndast kannske aðeins að
hluta í miðtaugakerfinu, en gætu vak-
ið ónæmisviðbrögð þar gegn nýjum
framandi próteinum í mikilvægum
frumum. Svo má líka vel vera,
að veirusýking í frumum ónæmis-
kerfisins sé skaðvaldurinn. og orsaka
MS sé alls ekki aö leita í sjálfu
miötaugakerfinu. heldur í eitlum.
thymus eða milta. Þaö er athygl-
isvert, að ekki er þekkt ein einasta
hæggeng veirusýking í mönnum eða
dýrum, þar sem skaðvaldurinn býr
ekki fyrst og Iremst um sig í eitilvef
eða lymfoid vef af einhverju tagi.
Þetta á við um visnu-mæði, riðu,
kuru, mislingaveiru og rauðu-
hundaveiru, svo að þær helstu séu
nefndar. Betri aðferðir til að finna
forstig veira í ýmsum vefjum og
ónæmisviðbrögð gegn þeim, færa
okkur kannske áreiðanlegri upp-
lýsingar um orsakir MS en bein leil
aö fullmynduðum veirum með rækt-
unartilraunum hefur gert á liðnum
árum.
Eg vil svo Ijúka þessu erindi meö
því að minna læknanema á að lesa
vandlega verk dr. Kjartans R. Guð-
mundssonar, taugasjúkdómafræðings
og fyrrum kennara í tauga-
sjúkdómafræði við læknadeild Há-
skóla íslands, ef þeir vilja fræðast um
gang langvarandi taugasjúkdóma hér
á landi. Kjartan varði árunum í að
salna af mikilli vandvirkni og sam-
viskusemi öllu, sem hægt var aö
finna hér um alla MS sjúklinga á
54
LÆKNANEMINN Vims - '/191»- 38.-39. árg.