Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 65

Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 65
tala væri þá geymd sem margir tölvu- stafir en meðhöndluð sem ein eining viö útreikninga. Tölvustafur er lítil eining og því er oft talað um kíló- tölvustafi (1024 tölvustafir) sem síð- an er stytt sem Kb. El'við miðum við venjulega þéttskrifaða A4 síðu. þarf um 1 Kb til að geyma þann texta. Venjuleg smátölva hefur gjarnan 64 Kb í innra minni og 1000 Kb í ytra minni. Flestar nýrri smátölvur hafa hins vegar möguleika á stærra innra minni, allt að 640 Kb. Flestir nýrri forritapakkar gera ráð fyrir 256-512 Kb minni. Nýjasta einkatölva IBM, IBM AT hefur hins vegar innra minni sem má auka í allt að 16000 Kb. 3) Inntak - breytir upplýsingum á formi sem notandinn skilur í form sem tölvan skilur. Algengasta inntak- ið er lyklaborðið. Dæmi um annað inntak væri t.d. húðnemi sem mældi viðnám húðarinnr, en slíkir nemar eru stundum notaðir þegar tölvur eru notaðar við „bio-feedback". 4) Úttak - breytir straumi gagna í form sem notandinn skilur: skjár með upplýsingum úr sjúkraskrá fyrir lækninn; línurit fyrir tölfræðinginn; vaxtatöflur fyrir bankamanninn svo að nokkur dæmi séu tekin. Tölvan gæti einnig sent þessi gögn til annarr- ar tölvu eða sem stjórnboð til flókins tækis. 5) Strengir - tengja síðan þessar ein- ingar saman. Oft er talað um mis- munandi strengjabreiddir og er þá átt við hvað tölvan getur flutt mikið af upplýsingum samtímis. Eftir því sem strengjabreiddin er meiri getur tölvan tengst stærra minni. Atta og sextán bita strengjabreiddir eru algengastar. 6) Taktgjafinn - er síðsta eining töl v- unnar, en hann slær taktinn með vissu millibili og hefur áhrif á hversu hratt tölvan vinnur. Tíðni taktgjafans er mæld í Mhz og eftir því sem hún er meiri, þeim mun hraðvirkari er tölvan. 7) Jaðartœki - við tölvuna nrá síðan tengja ýmis aukatæki. Nauðsynlegt er að hafa ytra minni, eða geymslu- stöð af einhverju tagi. Algengast er að geynra forrit, eða gögn á svo- kölluðum segulskífum. Segulskífan er ekki ósvipuð 45 snúninga hljóm- plötu í umslagi. Tækið sem sér um að lesa af og skrá á skífuna er kallað skífulesari. Ýmis önnur jaðartæki nrá nefna s.s. mótöld en þau gera töiv- unni kleift að tengjast öðrum tölvum og taka við, eða senda þangað upp- lýsingar. Slík tæki þarf að hafa ef tengja á tölvuna gagnabönkum. Tölvum er stundum skipt i þrjár nrismunandi stærðir: smátölvur, miðtölvur og stórtölvur. Þessi skipt- ing er þó varla praktísk lengur vegna þess að smátölvurnar verða sífellt öflugri og bilið á milli flokkanna því mjög óljóst. Tölvan senr hægt er að hafa á borðinu hjá sér í dag hefði kannski fyllt heilt herbergi fyrir tveimur árurn síöan og þurft sérhæft starfslið til eftirlits og viðhalds. Smátölvur innihalda venjulega einn eða l'leiri örgjörva ásamt minnisflög- um. Tölvur eru venjulega hannaðar fyrir einn notanda og eru því oft kall aðar einkatölvur, eða ET (e. PC). Slíkri tölvu má venjulega koma fyrir á borði. Verðið liggur á bilinu 5.000- 300.000 (janúar 1986). Mjög mikill hugbúnaður er til fyrir tölvur af þess- ari stærð og er hann mjög mismun- andi að verði og gæðum. Þannig get- ur hugbúnaður kostað allt frá kr. 500 (l'yrir ódýra heimilistölvu) upp í 300.000 fyrir sérhönnuð tölvukerfi. Algengt verð forrita í viðskiptaheim- inum er kr. 15-100.000. Miðtölvur innihalda venjulega marga örgjörva og geta unnið verk fyrir marga notendur í einu. Þessar tölvur taka venjulega mikiö pláss sem mæla má í herbergjum. Verðið liggur á bil- inu kr. 400.000-5.000.000. Hægl er að tengja marga skjái við þessar tölvur. Forrit á þessar tölvur kosta allt aö kr. 500.000 og geta kostað meira ef þau eru sérsmíöuð. Stórtölvurnar eru síðan á toppi skalans. Þær fylla venjulega mörg herbergi og geta þjónað mörgum stórum stolnunum. Dæmi um slíka tölvu er tölva Skýrr sem þjónar Pósti og síma, Gjaldheimtunni, Ríkisspít- ulunum auk fjölda annarra aðila. Niðurlag Hér að framan hefur verið stiklað á stóru varðandi nokkur atriði er lúta að tölvum. Ætlunin er að fylgja þessari grein eftir nreð fleiri greinum um sér- hæfðari atriði er tengjast tölvunotkun í læknisfræði. Má þar nel'na greinar um ritvinnslu, gagnavinnslu, töl- fræðilega úrvinnslu, o. fl. Svör við sjúkra- tilfellum (Frh. afbls. 58) akút gláku, eins og gerst hefur hjá þessari konu. Komiö hefur fyrir að sjúklingar tneð bráðagláku hafi verið skornir upp vegna einkenna, senr líktust bráðu ástandi í kviðarholi. Þetta er því sjúkdómur, sem vert er að hafa í huga, eins og þetta tilfelli sýnir. Þakkir: Guðmundur Viggóson augnlæknir á Landakoli fær kærar þakkir fyrir góöar vísbendingar varðandi þetta sjúkratilfelli. LÆKNANEMINN Visss - '/1986-38.-39. árg. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.