Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 24
Myntl 4. Blóðöflun til skilunar. Að ofan Scribner’s shunt, neðan Cimino-Brescio
fistill.
TAFLA I.
Samsetning blóðskilvökva
Mg 0,25 mmol/1
K 1,5 -
Ca 1,7 -
Na 132 -
CI 102,4 -
Acetat 35 —
flokka undir svokallað „disequilibri-
um syndronre". Talið er, að syndróm
þetta stafi af röskun osmotisks jafn-
vægis milli líkamshólfa við hina
hröðu þéttnilækkun íblóðhólfi. Þetta
leiði svo til vatnsflæðis inn í hin
hólfin, þar á meðal heila-mænu-
vökvahólf. í sinni svæsnustu mynd
fylgja syndrónrinu krampar og dænri
eru um dauðsföll. Jafnvægi kemst
ekki á aftur fyrr en nokkrum tímum
eftir skilun og sjúklingar því oft hvað
slappastir fyrst á eftir. Einkennin eru
oft mest áberandi hjá sjúklingum sem
óvanir eru skilun og því ráð að skila
oft en stutt í byrjun.
Þegar skilun er hætt er reynl að
skila sem mestu af blóðinu í skilunni
inn í sjúklinginn aftur með því að
renna glúkosuiausn gegnum skiluna.
Sé sjúklingurinn með nálar í fistli
þarf að halda við stungustaöinn í 5-
10 mínútur áður en settar eru á um-
búðir.
Kviðskilun
(peritoneal dialysis)
Lífhimnan er hálfgegndræp himna og
kviðarholið er vel fallið til skilunar.
Yfirborð himnunnar er álíka stórt og
líkamsyfirborðið. Blóðflæði til henn-
ar mun vera nærri 1000 ml/niín. en
þess ber að gæta að aðeins um fjórð-
ungur lífhimnuæðanna er opinn sam-
tímis. Fjölmörg atriði hafa áhril'á af-
köst kviðskilunar, svo sem endurnýj-
unarhraði skilvökva, rnagn hans,
hitastig og osmolalitet. Einnig blóð-
flæði um himnuna og virk yfirborðs-
stærð hennar. Reynd hafa verið ýrnis
lyf til að auka blóðflæði um lífhimn-
una og gegndræpi hennar, en ekkert
þeirra virðist heppilegt til klínisks
brúks. Bólguerting getur aukið afköst
kviðskilunar. en langvarandi líf-
hintnubólga getur eyðilagt skilunar-
hæfni hennar.
Lífhimnan hleypir í gegnum sig
nokkru stærri mólekúlum en blóð-
skilunarhimnur. Svokölluð „middle
molecules” skilast því mun betur í
kviðskilun, en að margra mati eiga
þau mikilvægan þátt í einkennum
þvageitrunar. Raunar er proteintap í
króniskri kviðskilun verulegt og
sjúklingarnir þurfa því oft protein-
tekju á við heilbrigða. Til kviðskilun-
ar þarf legg inn í kviðarhol sjúklings-
ins. Um hann er rennt kviðskilunar-
vökva inn og út úr kviðarholinu.
Algeng samsetning skilvökva til
bráðra skilana sést á töflu II. Það sem
helst aðskilur hann frá blóðskilunar-
vökvanum er dextrosinn sem þarnaer
1,5% en er í sumum lausnum allt að
7%. Hlutverk dextrósans er það eitl
aö hækka osmotískan þrýsting lausn-
arinnar, sem verður hærri en í plasma
og getur því dregið vatn úr blóði
sjúklings inn í kviðarholið. í þessari
formúlu er ekkert kalíum og má skila
án þess ef sjúklingurinn er mjög hyp-
erkalemískur, en bæta kalíum í eftir
þörfum ef menn vilja fara hægar í
sakirnar. Alloft er bætt heparíní í
skilvökvann til að hindra fíbrinmynd-
un utan á leggnum og draga úr mynd-
un samvaxta. Þá er oft bætt í vökvann
sýklalyfjum til að meðhöndla eða
hindra lífhimnusýkingu.
Til króniskrar kviðskilunar eru
framleiddar mismunandi lausnir hvaö
snertir sykurmagn. Algengasta dex-
trósumagn er 1.36, 2.27 og 3.86 g/
100 ml. Fyrir það meðferðarform.
sem nefnt hefur verið CAPD, er skil-
vökvinn seldur í plastpokum, sem
hafa rýnii fyrir meira magn en inn
22
LÆKNANEMINN Vms - '/1986-38.-39. árg.