Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 41
5. mynd. Niðurstöður úr skammtíma tilraun með visnu. A) Tíðni veiruræktana úr miðtaugakerfi (CNS) og mænuvökva (CSF) og títer neutraliserandi mótefna í mænuvökva. B) Frumur í mænuvökva. Hlutfallslegur fjöldi kinda með frumu- fjölgun og meðaltal fruma í mænuvökva. C) Stig vefjaskemmda á kvarða 0-6. Punktarnir merkja einstakar kindur, línan meðalgildi. sjaldnar úr mænuvökva að fjórum mánuðum liðnum eða um það bil sem neutraiiserandi mótefni mældust fyrst í mænuvökva, en þau eru mynduð í miðtaugakerfi (29, 37). Frumum tjölgar í mænuvökva 1-2 vikum eftir sýkingu og getur sú fjölgun haldist með nokkrum sveiflum árum saman eða til æviloka (5. mynd). Vefja- skemmdir fundust í miðtaugakerfi í um það bil helmingi allra tilfella 2 vikum eftir sýkingu og voru að jafn- aöi ámóta rniklar mánuði eftir sýk- ingu og við lok þessarar skammtíma tilraunar þ.e. 13 mánuðum eftir sýk- ingu (5. mynd). Ljós- og rafeindasmársjárathug- anir á frumum í mænuvökva, sem gerðar voru frá 1 mánuði til 4 ára eftir sýkingu sýndu að með fáum undan- tekningum voru makrófagar mest áberandi frumutegundin. í einstaka sýni var mest urn eitilfrumur. Ein- staka plasmafrumur voru að jafnaði til staðar en neutrófíl leukocytar nán- ast ekki (9, 37). Ekki varö nein breyt- ing á frumusamsetningu í mænu- vökva innan ofangreindra tíma- marka. í tveimur tilvikum fundum við mýlisleifar í mænuvökva, stund- um með nekrótískum taugasímum sem gefur til kynna virkt niðurbrot á mýli. Svipuðu hefur verið lýst í pro- gressive multifocal leucoencephalo- pathy og M.S. (20. 21) og sú tilgáta hefur verið sett fram að berist mýli útí mænuvökva geti það leitt til sjálfs- ofnæmis gegn mýlisantigenum (69). Að vísu bendir ekkert til þess að sjálfsofnæmi komi við sögu árla í visnu, en hugsanlega gæti það komið til á síðari stigum sjúkdómsins, en ég vík betur að því síðar, en þetta leiðir okkur að ónæmisviðbrögðum í visnu. Ónæmissvörun Meginþættir vökvaónæmis (humoral) eru sýndir í 6. mynd. Komplement- bindandi mótefni finnast í sermi 3-4 vikum eftir sýkingu en neutraliser- andi mótefni talsvert síðar eða 2-3 mánuðum eftir sýkingu. Bæði hækka í títer á nokkrum vikum og haldast oft nokkuð stöðug árum saman. í ónæmisflæði (immundiffusion) mynda allar kindur fellimótefni gegn neutraliserandi antigeni, gp 135, og um þaö bil helmingur gegn p30, kjarnaproteini (core protein). Bæði komplementbindandi og neutraliser- andi mótefni eru af IgGl-flokki im- múnoglóbúlína. Við höfum ekki fundið neitt IgM svar í sermi. í mænu- vökva fannst allhár títer neutraliser- andi mótefna, sem virðast ótvírætt mynduð í miðtaugakerfi (37), auk þess koma fram fástofna (óligóclon- al) bönd við rafdrátt og IgM er hækk- að í mænuvökva (29). Við höfum litlar upplýsingar um frumubundna ónæmissvörun í blóði, en lymfoblasttransformations-próf gert á lymfu úr fráfærandi lymfubraut eitils á svæði, þar sem visnuveiru hafði verið sprautað, gaf ótvírætt já- kvætt svar (46). Aðrir hafa fundið skammvinna LÆKNANEMINN V1985- >/1986-38.-39. árg. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.