Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Page 41

Læknaneminn - 01.04.1986, Page 41
5. mynd. Niðurstöður úr skammtíma tilraun með visnu. A) Tíðni veiruræktana úr miðtaugakerfi (CNS) og mænuvökva (CSF) og títer neutraliserandi mótefna í mænuvökva. B) Frumur í mænuvökva. Hlutfallslegur fjöldi kinda með frumu- fjölgun og meðaltal fruma í mænuvökva. C) Stig vefjaskemmda á kvarða 0-6. Punktarnir merkja einstakar kindur, línan meðalgildi. sjaldnar úr mænuvökva að fjórum mánuðum liðnum eða um það bil sem neutraiiserandi mótefni mældust fyrst í mænuvökva, en þau eru mynduð í miðtaugakerfi (29, 37). Frumum tjölgar í mænuvökva 1-2 vikum eftir sýkingu og getur sú fjölgun haldist með nokkrum sveiflum árum saman eða til æviloka (5. mynd). Vefja- skemmdir fundust í miðtaugakerfi í um það bil helmingi allra tilfella 2 vikum eftir sýkingu og voru að jafn- aöi ámóta rniklar mánuði eftir sýk- ingu og við lok þessarar skammtíma tilraunar þ.e. 13 mánuðum eftir sýk- ingu (5. mynd). Ljós- og rafeindasmársjárathug- anir á frumum í mænuvökva, sem gerðar voru frá 1 mánuði til 4 ára eftir sýkingu sýndu að með fáum undan- tekningum voru makrófagar mest áberandi frumutegundin. í einstaka sýni var mest urn eitilfrumur. Ein- staka plasmafrumur voru að jafnaði til staðar en neutrófíl leukocytar nán- ast ekki (9, 37). Ekki varö nein breyt- ing á frumusamsetningu í mænu- vökva innan ofangreindra tíma- marka. í tveimur tilvikum fundum við mýlisleifar í mænuvökva, stund- um með nekrótískum taugasímum sem gefur til kynna virkt niðurbrot á mýli. Svipuðu hefur verið lýst í pro- gressive multifocal leucoencephalo- pathy og M.S. (20. 21) og sú tilgáta hefur verið sett fram að berist mýli útí mænuvökva geti það leitt til sjálfs- ofnæmis gegn mýlisantigenum (69). Að vísu bendir ekkert til þess að sjálfsofnæmi komi við sögu árla í visnu, en hugsanlega gæti það komið til á síðari stigum sjúkdómsins, en ég vík betur að því síðar, en þetta leiðir okkur að ónæmisviðbrögðum í visnu. Ónæmissvörun Meginþættir vökvaónæmis (humoral) eru sýndir í 6. mynd. Komplement- bindandi mótefni finnast í sermi 3-4 vikum eftir sýkingu en neutraliser- andi mótefni talsvert síðar eða 2-3 mánuðum eftir sýkingu. Bæði hækka í títer á nokkrum vikum og haldast oft nokkuð stöðug árum saman. í ónæmisflæði (immundiffusion) mynda allar kindur fellimótefni gegn neutraliserandi antigeni, gp 135, og um þaö bil helmingur gegn p30, kjarnaproteini (core protein). Bæði komplementbindandi og neutraliser- andi mótefni eru af IgGl-flokki im- múnoglóbúlína. Við höfum ekki fundið neitt IgM svar í sermi. í mænu- vökva fannst allhár títer neutraliser- andi mótefna, sem virðast ótvírætt mynduð í miðtaugakerfi (37), auk þess koma fram fástofna (óligóclon- al) bönd við rafdrátt og IgM er hækk- að í mænuvökva (29). Við höfum litlar upplýsingar um frumubundna ónæmissvörun í blóði, en lymfoblasttransformations-próf gert á lymfu úr fráfærandi lymfubraut eitils á svæði, þar sem visnuveiru hafði verið sprautað, gaf ótvírætt já- kvætt svar (46). Aðrir hafa fundið skammvinna LÆKNANEMINN V1985- >/1986-38.-39. árg. 39

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.