Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 23
blood
Mynd 3 Hclstu blóðskilugerðir. Nr. 1: Hárpípuskila, nr. 2: Plötuskila, nr. 3:
Spóluskila.
saphenopopliteal fistlar) en önnur
með æðabútum úr gerfiefnum eins og
Gortex, sem ágætt er að stinga í.
Fyrir bráðar skilanir er notast við
æðaleggi, sem lagðireru í v. femoral-
is eða v. subclavia, en síðarnefndi
staðurinn hefur gefist mjög vel og
jafnvel óhætt að láta leggina liggja
vikum saman. Slíkir leggir hafa nú
gjarnan 2 rásir, aðra út en hina inn.
Bláðskilunarvélar hafa tekið stórstíg-
um framförum. Þróunin hefur orðið
til vaxandi öryggis og meðfærilegri
véla. Iiér sem víðar hafa örgjörvar
(microprocessors) haldið innreið
sína. Blóðskilunarvélar sjá um að
blanda skilvökvanum úr þykkni og
hreinu kranavatni. Þær hita hann síð-
an upp í líkamshita áður en honum er
rennt um skiluna. Á flestum vélum
má stilla inn undirþrýsting í skilvökv-
ahólfi og margar sjá um að viðhalda
völdum þrýstingshalla (TMP) yfir
himnuna. Enn eru vélar, sem unnt er
að stilla sérstaklega á últrafiltration.
Þá endurnýjast skilvökvinn ekki, en
allt vatn, sem pressað er af sjúklingn-
um, kemur út um sérstakan stút og
má þá mæla það nákvæmlega.
Þá má geta þess að flestar vélar
hafa útbúnað fyrir skilun með einni
nál. Þá sameinast blóðslöngur í Y-
tengi við nálina, en tveir lokar sjá um
að klemma fyrir blóðslöngurnar til
skiptis með stillanlegum tímabilum á
milli. Næst með þessu þokkaleg
skilun.
Mikið er lagt í öryggiskerfi vél-
anna. Viðvörunarbúnaður lylgist
með fjölmörgum atriðum og gefur
merki ef eitthvað fer úrskeiðis. Þann-
ig er fylgst með blöndun skilvökvans
og styrkleika, upphitun og þrýstingi.
Þegar hann rennur aftur frá skilunni,
er hann gegnumlýstur og sé hann
blóðugur, þ.e. gat á himnu skilunn-
ar, stöðvast skilun þegar í stað. Þá
fylgist vélin með þrýstingi í blóð-
slöngum og er sérstaklega á verði
gagnvart lofti í þeim.
Loks má geta þess, að vélarnar sjá
orðið að mestu sjálfar um að skola sig
og sótthreinsa að skilun lokinni.
Framkvæmd skilunar
Fyllt er inná blóðslöngur og skilu
með saltvatni. Sjúklingurinn er vigl-
aður fyrir skilun og áætlað það
vökvamagn, sem pressa þarf al
'nonum. Áður en hann er tengdur vél-
inni eru teknar blóðprufur og honunt
gefinn heparínskammtur gegn blóö-
storknun í skilunni. Við heparínið ei
bætt síðar ef þörf krefur.
Blóðflæði er gjarnan 200 ml/mín.
í skilun. Þrýstingshalli yfir himnuna
(TMP) er ákveðinn í samræmi við
áætlaða vökvatekju af sjúklingnum.
Á meðan á skilun stendur er fylgst
með blóðþrýstingi og almennri líðan
sjúklings. Auk þess vaktar vélin fjöl-
mörg atriði skilunar, sem fyrr segir.
Helstu óþægindi, sem sjúklingar
geta fundið til í skilun, eru blóðþrýst-
ingsfall vegna of hraðrar eöa mikillar
vökvatekju, sinadráttur, ógleði eöa
höfuðverkur, en þetta þrennt má
LÆKNANEMINN Vms-Vm>,-38.-39. árg.
21