Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 39
Q UJ N ÍJ < Q: < CL O CE UJ > o o 100 80 60 1772 VIRUS ' (24SHEEP) 40 - r 45% rJ 20 ”1 0 796 VIRUS (24 SHEEP) IF 92% J- 62% r _________________I r ___i 1514 VIRUS (20 SHEEP) 0 I 2345678 YEARS FROM INFECTION T0 ONSET 3. mynd. Tíðni klínískra einkenna í visnu. Preklínískur mcögöngutínii er mjög breytilegur, t'rá nokkrum mánuðum uppí 8 ár. Mismunandi veirustofnar sýna mismunandi hæfni til að valda klínískum einkennum. Meö því að velja veiru- stofna, sem valda lljött klínískum einkennum og flytja í kindum (passera), er hægt að stytta meðgöngutímann verulega (1772). megrun. Magnleysið ágerist og getur að lokum leitt lil algjörrar lömunar. Sjúkdómsgangurinn er mjög breyti- legur eftir að klínísk einkenni hafa komið fram. Venjulega er hann hæg- fara og langvinnur, getur staðið í nokkur ár, en stundum er gangur sjúkdómsins tiltölulega hraður og dregur skepnuna til dauða á nokkrum mánuðum. Stöku sinnum er sjúk- dómurinn langvinnur með hviðum og bata á milli og svipar þá mjög til þess sjúkdómsgangs sem er talinn ein- kennandi fyrir M.S. Þetta leiddi til þess að Björn Sigurðsson og Páll A. Pálsson (55) stungu uppá því að visna kynni að vera gagnlegt dýralíkan fyr- irM.S. Orsök Fljótlega eftir að rannsóknir hófust á visnu var sýnt fram á að um smitsjúk- dóm væri að ræða. í fyrstu á þann hátt að það tókst að sýkja heilbrigðar kindur með því að dæla inní heila þeirra floti úr heila sjúkra kinda (54). Skömmu síðar tókst að einangra veir- una í vefjagróðri úr plexus choroid- eus visnu-sýktra kinda (56). í vefjaræklun frá plexus choroid- eus veldur visnuveira samruna fruma og þarmeð myndun fjölkjarna risa- fruma (4. mynd). Sumar frumanna verða kringlóttar, brjóta mjög Ijós og að lokum deyja frumurnar og losna frá undirlagi. Það er athygl- isvert að í vefjaræktun er veiran lytisk, veldur samruna fruma og vex í háum títer, en í sýktu dýri er veiru- títer mjög lágur og merki um frumu- samruna, þ.e. fjölkjarna risafrumur sjást ekki í vefjaskemmdum. Það er greinilegt að hýsill hamlar mjög veirutjölgun. Rafeindasmásjárathuganir á sýktum vefjagróöri hafa leitt í Ijós að veiran myndast við knappskot frá frumu- himnu. Fullmótuð veira er meö raf- eindaþéttan kjarna (core) sem er um- lukinn tveimur himnum. Á yfirborð- inu má greina fíngerða brodda (spikes) (4. mynd), sem koma betur fram í negatíflitun (63). Gerð fullmótaðrar veiru svo og myndun hennar er mjög áþekk æxl- isvaldandi (oncogen) RNA-veira og hún á raunar fleira sameiginlegt með þeim, sem of langt yröi að rekja hér. Hvað varðar eiginleika visnuveirunn- ar leyfi ég mér að vísa til yfirlits- greinar eftir Guðmund Pétursson og samverkamenn (47), en vil þó aðeins drepa á tvö atriði. Skömmu eftir að sýnt hafði verið fram á ensímið re- verse transcriptase, þ.e. RNA-háðan DNA-polymerase, í oncogen RNA- veirum, tókst Lin og Þormar að finna þetta ensím í visnuveiru (25). Þetta þýðir að unnt er að umrita veiruna í DNA og fella hana (integrate) sem forveiru (provirus) inní erfðaefni frumunnar. Þetta kann að skipta sköpum fyrir það hvernig veiran helst (persists) í hýsli og kem ég betur að því síðar. Visnuveiran er frábrugðin oncogen RNA-veirum að einu mikil- vægu leyti, hún veldur ekki æxlum í náttúrulegum hýsli, þ.e. sauðkind- inni. Nú er visnuveiran talin til undir- llokks retroveira, svonefndra lenti- veira. Það hefur vakið talsverða at- hygli nýverið að samkvæmt athugun- um á kjarnasýrusamsvörun og basa- röð er visnuveiran náinn ættingi eyðniveiru (AIDS) (15, 58). Pathogenesis I leit okkar að skýringum á því hvað veldur vefjaskemmdum, þ.e. patho- genesis vefjaskemmda unnum við samkvæmt þeirri vinnutilgátu að skemmdirnar kynnu að vera alleiðing LÆKNANEMINN ?á985- '/1986- 38.-39. árg. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.