Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 57
landinu í hans tíð, og eldri sjúklinga.
Kjartan vann að þessum rannsóknum
áratugum saman og skoðaði oft flesta
sjúklingana, enda lengi eini tauga-
sjúkdómafræðingurinn í landinu.
Hann birti um rannsóknir sínar á MS
merkar greinar, sem eru fyrir löngu
orðnar klassiskar tilvitnanir, þegar
menn skrit'a yfirlitsgreinar um út-
breiðslu MS í heiminum. Doktorsrit-
gerð Kjartans R. Guðmundssonar:
Epidemiological Studies of Neuro-
logical Diseases in Iceland. kom út
sem sérrit frá taugasjúkdómadeild
Landsspítalans 1973, mjög seint á
starfsævi höfundarins. Þarer að finna
yfirlit yfir ævistarf Kjartans að rann-
sóknum á langvarandi taugasjúkdóm-
um meðal íslendinga og útbreiðslu
þeirra. Sú ritsmíð er ómetanleg
heimild, og einnig Acta Neurol.
Scand., supplement 2, Vol. 38:1962
og supplement 48. Vol. 47:1971 og
J. Neurol. Science. Vol. 21:47-58.
1974. Kjartan varð fyrstur manna ti!
að greina Akureyrarveikina klínískt
frá öðrum taugasjúkdómum og lýsti
henni ásamt Birni á Keldum og fleir-
um. (Am. J. Hygeine, Vol. 52:222-
338, 1950).
Það er síðan á ykkar valdi, unga
fólk, hvort merki þeirra samstarfs-
mannanna' Björns á Keldum og
Kjartans R. Guðmundssonar stendur
eða fellur á ókomnum árum. Þeirra
framlag til grundvallarþekkingar á
langvinnum taugasjúkdómum var
unnið við mun erfiðari vinnuskilyrði
en þið eigið í vændum í framtíðinni,
þrátt fyrir allan barlóminn, sem þið
alist upp við í læknadeildinni.
Ykkur er engin vorkunn, ef þið
hafið áhuga fyrir starfinu og látið
ekki lífsgæðakapphlaupið drepa í
ykkur allan dug. Hér er ýmislegt
hægt að gera, og langt frá því að allar
ráðgátur sjúkdómafræðinnar séu að
fullu leystar. í mátulega stóru samfél-
agi eru ýmsar línur skýrari en meðal
stórþjóðanna, eins og verk þessara
tveggja fæðimanna sýna.
Garðabæjar
Hrísmóum 2 210Garðabæ
Opið virka daga 9-19
Laugardaga 11-14
Almennur sími 651321
Læknasími 651320
LÆKNANEMINN Vi985 - '/1986 — 38.-39. árg.
55