Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 55

Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 55
Mynd 2. MS í Skandinavíu 1974. Svörtu svæðin eru hátíðnisvæði. Önnur merkt svæði lægri og opnu svæðin með færri MS sjúklingum en við mætti búast í Iandinu öllu. Um tíðni á mismunandi svæðum á íslandi vísast til verka dr. Kjartans R. Guðmundssonar. MS er ekki talinn arfgengur sjúkdóm- Ltr, þó að vefjagerð geti kannske skipt máli og vissir HLA flokkar hafi fund- ist oftar meðal sjúklinga en heil- brigðra sanranburðarhópa. Lítið er enn vitað um það, hvort, eða á hvern hátt vefjagerð einstaklings geti skipt máli, þegar veirur reyna að komast í langvarandi sambýli við hann. Vel getur verið að vefjagerð ákvarði að einhverju leyti næmi einstaklings fyr- ir sýkingu og síðar hvernig til tekst með vefjaskemmdir í langvarandi sambýli hans við veirur. Við vitum, að aldur við sýkingu og hormóna- starfsemi geta skipt máli við bráðar sýkingar, en við vitum lítið um þessa þætti í langvarandi samskiptum lík- amans við veirur, senr þar hafa sest að til frambúðar. Eins og sést á mynd I hafa Norður- lönd ekki farið varhluta af MS. Tíðnin er að vísu misjöfn, eins og sést betur á mynd 2. í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru víða héruð eða svæði með hárri tíðni. Nálæg ey- lönd, Bretlandseyjar, Færeyjarog ís- land. eru líka hátíðnisvæði. Skosku eyjarnar, sérstaklega Orkneyjar, og Ir- land eru fræg hátíðnisvæði. í Færeyj- um virðist MS hafa byrjað á síðari heimsstyrjaldarárunum, meðan Bret- ar höfðu þar hernámslið. Þetta hefur vakið ýmsar tilgátur um sjúkdóms- orsakirnar. Athyglin hefur þó frekar beinst að hundum hernámsliðsins en hermönnum sjálfum og þeim kynnum, sem þeir kunna að hafa stofnað til við eyjaskeggja (eða skegglausa í Færeyjum). Hundar Bretanna báru hundafár (dog distenr- per) til Færeyja, svo að af varð far- aldur. Hundafári veldur RNA veira af paramyxoflokki, mjög skyld misl- ingaveiru, með einhverja sameigin- lega mótefnavaka. Þó að enginn viti dæmi tii þess, að veikur hundur hafi nokkru sinni smitað fólk af misling- um eða svipuðum sjúkdómi, fékk kenningin um hundafársveiruna sem orsök að MS nokkurn byr um tírna vegna hárra mislingamótefna, sem finnast í blóði sumra MS sjúklinga. Reynslan af MS hér á ís- landi ætti að geta afsannað hunda- fárskenninguna, ef menn vilja. Hundafár er alls ekki landlægt hér og hundahald hefur til skamms tíma að- eins verið leyft í sveitum. Landinn virti þetta bann vegna hræðslu við sullaveiki, sem grasséraði hér fyrr á árum. Hingað barst hundafár 1941 og náöi nokkurri útbreiðslu árin 1941- ‘42. Að loknum þeim faraldri hvarf það alveg úr landinu. Á tímabilinu 1943-1985 kom það aðeins einu sinni til landsins, árið 1966, og náði þá mjög takmarkaðri útbreiðslu. Hundafársveira getur því ekki átt sök á veikindum allra þeirra mörgu MS sjúklinga hérlendis, sem eru fæddir eftir 1943 og hafa aldrei séð eða um- LÆKNANEMINN4Í985- '/i986-38.-39. árg. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.