Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Side 55

Læknaneminn - 01.04.1986, Side 55
Mynd 2. MS í Skandinavíu 1974. Svörtu svæðin eru hátíðnisvæði. Önnur merkt svæði lægri og opnu svæðin með færri MS sjúklingum en við mætti búast í Iandinu öllu. Um tíðni á mismunandi svæðum á íslandi vísast til verka dr. Kjartans R. Guðmundssonar. MS er ekki talinn arfgengur sjúkdóm- Ltr, þó að vefjagerð geti kannske skipt máli og vissir HLA flokkar hafi fund- ist oftar meðal sjúklinga en heil- brigðra sanranburðarhópa. Lítið er enn vitað um það, hvort, eða á hvern hátt vefjagerð einstaklings geti skipt máli, þegar veirur reyna að komast í langvarandi sambýli við hann. Vel getur verið að vefjagerð ákvarði að einhverju leyti næmi einstaklings fyr- ir sýkingu og síðar hvernig til tekst með vefjaskemmdir í langvarandi sambýli hans við veirur. Við vitum, að aldur við sýkingu og hormóna- starfsemi geta skipt máli við bráðar sýkingar, en við vitum lítið um þessa þætti í langvarandi samskiptum lík- amans við veirur, senr þar hafa sest að til frambúðar. Eins og sést á mynd I hafa Norður- lönd ekki farið varhluta af MS. Tíðnin er að vísu misjöfn, eins og sést betur á mynd 2. í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru víða héruð eða svæði með hárri tíðni. Nálæg ey- lönd, Bretlandseyjar, Færeyjarog ís- land. eru líka hátíðnisvæði. Skosku eyjarnar, sérstaklega Orkneyjar, og Ir- land eru fræg hátíðnisvæði. í Færeyj- um virðist MS hafa byrjað á síðari heimsstyrjaldarárunum, meðan Bret- ar höfðu þar hernámslið. Þetta hefur vakið ýmsar tilgátur um sjúkdóms- orsakirnar. Athyglin hefur þó frekar beinst að hundum hernámsliðsins en hermönnum sjálfum og þeim kynnum, sem þeir kunna að hafa stofnað til við eyjaskeggja (eða skegglausa í Færeyjum). Hundar Bretanna báru hundafár (dog distenr- per) til Færeyja, svo að af varð far- aldur. Hundafári veldur RNA veira af paramyxoflokki, mjög skyld misl- ingaveiru, með einhverja sameigin- lega mótefnavaka. Þó að enginn viti dæmi tii þess, að veikur hundur hafi nokkru sinni smitað fólk af misling- um eða svipuðum sjúkdómi, fékk kenningin um hundafársveiruna sem orsök að MS nokkurn byr um tírna vegna hárra mislingamótefna, sem finnast í blóði sumra MS sjúklinga. Reynslan af MS hér á ís- landi ætti að geta afsannað hunda- fárskenninguna, ef menn vilja. Hundafár er alls ekki landlægt hér og hundahald hefur til skamms tíma að- eins verið leyft í sveitum. Landinn virti þetta bann vegna hræðslu við sullaveiki, sem grasséraði hér fyrr á árum. Hingað barst hundafár 1941 og náöi nokkurri útbreiðslu árin 1941- ‘42. Að loknum þeim faraldri hvarf það alveg úr landinu. Á tímabilinu 1943-1985 kom það aðeins einu sinni til landsins, árið 1966, og náði þá mjög takmarkaðri útbreiðslu. Hundafársveira getur því ekki átt sök á veikindum allra þeirra mörgu MS sjúklinga hérlendis, sem eru fæddir eftir 1943 og hafa aldrei séð eða um- LÆKNANEMINN4Í985- '/i986-38.-39. árg. 53

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.