Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 26

Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 26
menn afla sér almennar þekkingar um tölvur og notkun þeirra. I Gautaborg er séð fyrir námskeiði þar sem þessi atriði eru tekin fyrir. Þessi kennsla skiptist í eftirtalda þætti: - undirstöðunámskeið í notkun tölva - sérhæftnámskeið um tölvunotkun ílæknisfræði Síðari hlutinn felur t' sér kennslu í notkun tölva við meðhöndlun sjúklinga t.d. í sambandi við tölvustýrð hjálpartæki. Einnig eru kynntartölvuvæddar sjúkraskrár og auk þess greiningarkerfi tengd einstökum sérgreinum. Ekki má gleyma uppfræðslu í siðfræði tengdri tölvunotkun á sjúkrastofnunum. Hvernig getur svo læknaneminn nýtt sér þessa þekkingu ? Tölvan nýtist sem leiðbeinandi við námið, sem heimildasafn, við sýnikennslu og til að prófa eigin þekkingu. Með öflugum tölvunetum geta tölvurnar síðan auðveldað mönnum samskipti og þar með að skiptast á upplýsingum og þekkingu. Tölvurnar geta einnig virkað sem hvatning fyrir læknanema til afreka, þ.s. allar upplýsingar verða aðgengilegri og vinna og úrvinnsla gagna auðveldari. Þáttur læknanema í kennslunni. Frá upphafi hefur það verið stór þáttur í tölvufræðslunni að læknanemar miðli hvor öðrum af þekkingu sinni. I Gautaborg erþessi miðlun skipulögð á þann hátt að nemendur byggja upp stuðningsnámskeið þar sem félögunum er kennt á mismunandi forrit og önnur hagnýt atriði tengd tölvunotkun. Ti I þessa fá þeir fjárveitingu frá deildinni og er útvegað húsnæði undir tölvuver sitt. Þama hafa leiðbeinendur einnig fasta viðvist líkt og safnverðir á bókasöfnum. Uppfræðsla sjúklinga. Á ráðstefnunni var flutt ákaflega skemmmtilegt erindi um notkun tölva við uppfræðslu sjúklinga. Þar var vakin athygli á því hve gott kennslutæki tölvan getur verið bæði til fræðslu um sjúkdóma og meðferðarmöguleika. Þetta vekur áhuga sjúklingsins á veikindum hans og auðveldar honum að skilja eðli sjúkdómsins og meðferð. Með því að láta sjúklinginn setjast sjálfan framan við tölvuna verður hann að e-u leyti, með þekkingu sinni, ábyrgur fyrir sjúkdómi sínum og meðferð hans. Auk þess getur þetta sparað lækninum tíma og auðveldað honum samskipti við sjúklinginn. Sem dæmi voru tekin til upplýsingaforrit um asthma og sykursýki. LOKAORÐ Ráðstefnan var að öllu leyti mjög áhugaverð og fræðandi. Það brautryðjendastarf sem unnið er í Gautaborg um þessarmundirerallrarathygli vert. Því verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur þar í bæ á næstu árum, en þeir byrjuðu með kerfið (MEDNET) á vormánuðum 1988. Sá hængur er þó á að svona kerfi kostar mikla peninga. Forsvarsmenn MEDNET giskuðu á að stofnkostnaður við kerfið væri ábilinu7-9milljónirsænskrakróna. Þaðerþvínokkuð ljóst að enn er þess langt að bíða að slíkt kerfi verði sett upp við læknadeildina hér. Hins vegar má vel ímynda sér að hægt væri að nota tölvukerfi Ríkisspítalanna í e- m mæli til kennslu nema. Mörg þau forrit sem þegar eru til eru bæði aðgengileg og skemmtilega upp sett. Flest þessara forrita er hægt að nota á hvaða tölvu sem er, og því ætti að vera tiltölulega auðvelt fyrir bókasöfn spítalanna að eignast þau. Sem dæmi má nefna að á Landakoti er þegar til nokkurt safn slíkra forrita. Okkur þykir augljóst að á næstu árum muni verða mikil aukning á notkun tölva og hjálpartækja tengdumþeim ílæknisfræði. Við viljum þvíhvetjaalla læknanema og forráðamenn læknadeildar til að vera vakandi fyrir nýjungum á þessu sviði og taka þeim með opnum huga. Á þessu sviði eins og öðrum verðum við að gæta þess að dragast ekki aftur úr í skjóli peningaleysis og mannfæðar. Sú endurskipulagning sem nú fer fram innan læknadeildar er einmitt kjörið tækifæri til að taka þessi mál til athugunar. 24 LÆKNANEMINN 1-2/Í989-42. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.