Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 8
Arfgengar heilablæðingar á íslandi Gunnar Guðmundsson(l), Hannes BIöndaI(2) og Eiríkur Benedikz(2) 1. Taugalækningadeild Landspítalans 2. Rannsóknarstofa Háskólans í líffærafræði og v/ Barónsstíg Inngangur “Cerebral Amyloid Angiopathia” (CAA) hefur verið þekkt allt frá byrjun aldarinnar, en hefur verið mjög í sviðsljósinu s.l. áratug. Astæður þess eru m.a. þær að sýnt hefur verið fram á að CAA er ein af orsökum heilablæðinga hjá einstaklingum með eðlilegan blóðþrýsting og hjá eldra fólki, þegar frá eru taldar heilablæðingar af völdum slysa. Er CAA talin orsökin í 5-10% slíkra heilablæðinga (1). Önnur ástæða aukins áhuga á þessari tegund æðaskemmda, eru hin nánu tengsl mýlildis í heilaæðum (CAA) og Alzheimer sjúkdóms og vitglapa, skyldum Alzheimer sjúkdómi, meðal gamals fólks (Senile dementia of the Alzheimer type, SDAT). Rannsóknir hafa sýnt að mýlildissöfnun í heilaæðar er mun algengari en talið var og er jafnvel til staðar hjá einkennalausum einstaklingum. Þannig fundust þessar breytingar hjá 45 % einstaklinga 75 ára og eldri, án þess að þeir hefðu sögu eða einkenni um heilablæðingu, enda þótt þessar æðabreytingar væru mjög svæsnar hjá 3 % þeirra. Mýlildisútfellingar í heilaæðum fundust hjá 53 % sjúklinga, sem komu til krufninga frá geðsjúkrahúsi (meðalaldur 68 ár, 26-96 ára). Enginn þessara sjúklinga hafði einkenni heilablæðingar (2). Mýlildissöfnun í æðaveggi (angiopathia amyloidea) er þekkt orsök heilablæðinga í eftirtöldum sjúkdómum: - arfgengri heilablæðingu á íslandi og í Hollandi en í þeim sjúkdómum eru blæðingar algengar, - Alzheimer sjúkdómi, Down’s syndrome og mýlildi í heilaæðum aldraðra (Cerebral congophil angiopathy of the elderly) en í þeim sjúkdómum eru blæðingar miklu fátíðari. I fjórum fyrst nefndu sjúkdómunum hefur mýlildisefnið verið einangrað úr æðaveggjum og efnagreint. Þannig hefur afbrigði af prótíninu cystatin C reynst vera í mýlildinu við íslenska afbrigðið af arfgengri heilablæðingu (3), en í hollenska afbrigðinu (4) er sama prótín (B-prótín) og finnst meðal sjúklinga með Alzheimer sjúkdóm og Down syndrome. Árni Árnason héraðslæknir gerði fyrstur athuganir á arfgengri heilablæðingu á Islandi og birti þær í doktorsritgerð sinni árið 1935.1 ritgerðinni lýsti hann því að sjúkdómurinn erfðist rfkjandi og ylli heilablóðfalli og dauða ungs fólks (5). Fáar kliniskar skoðanir voru gerðar á þessum sjúklingum og engar meinafræðilegarrannsóknir. Athuganirsínargerði Ámi áfólkiúrættumáBarðaströndog umhverfis Breiðafjörð. Afkomendumir eru nú dreifðir um allt land. Árið 1972 var frá því skýrt (6) að orsök heilablæðinganna, sem einkenndu sjúkdóminn, væru mýlildisútfellingar í heilaæðar og var sjúkdómurinn nefndur “Hereditary Cerebral Hemorrhage with Amyloidosis”. I þeirri grein og annarri (7) voru fyrri athuganir um efðahátt sjúkdómsins staðfestar. Mýlildisþráðlingarvorueinangraðirúrheilaæðum árið 1983 og reyndust þeir, við raðgreiningu, hafa næstum sömu amínósýruröð og prótínasahemillinn cystatin C (3). Síðar var sýnt fram á að þéttni cystatin C var lækkuð í mænuvökva allra sem höfðu sjúkdóminn og sumum náskyldum einkennalausum ættingjum (8). Mýlildisútfellingarnar, voru taldar bundnar við miðtaugakerfið, en nú hafa útfellingar fundist í ýmsum vefjum utan miðtaugakerfis þessara sjúklinga (9). I ljósi þeirrar vitneskju er ekki lengur unnt að flokka sjúkdóminn sem “hereditary localized amyloidosis” eins og gert er samkvæmt flokkun Pepys (10) heldur á hann frekar heima í flokki “hereditary systemic amyloidosis” í sömu flokkun. Nýlega var sýnt fram á stökkbreytingu í cystatin C geni sjúklinga með arfgenga heilablæðingu og sumra 6 LÆKNANEMINN 1-^989-42. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.