Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 69

Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 69
gagnrýni á nýja kerfið. Auk þessa var nokkrum tíma varið til að ræðaframhald endurskipulagningarinnar. I grófum dráttum má segja að gagnrýnin hafi fyrst og fremst beinst að þremur atriðum. Almenna efnafræðin fékk sinn skammt af gagnrýni. Þar var helst að telja að stúdentum fannst efnafræðin ekki vera nægilega vel í takt við aðra yfirferð í deildinni. Einnig að kennarar efnafr. hefðu verið frekar lítt til tilhliðrana. Þá komu einnig fram hugmyndir um að hafa efnafræði námskeið sem núllkúrs i deildinna að hluta, en slíkar hugmyndir hafa raunar áður komið fram á ráðstefnum sem þessum. Oánægja með skipulag verklegu kennslunnar reyndist einnig vera almenn. Sú breyting að færa prófin fram í desember mæltist vel fyrir sem og að hafa fjöldatakmarkanir í deildinni um jól. Þó voru menn frekar óhressir með hve þétt prófunum var raða. Samþáttaða prófið fékk einnig heldur slæma dóma. Það var líka áberandi gagnrýni af hálfu 1. árs nema, að allar upplýsingau um breytingar á skipulaginu bárust þeim alltof seint. að öðru leiti vísast í ágæta greinargerð sem þessi hópur sendi frá sér um sín störf. Skipulag verklegu námskeiðanna. Líkt og aðrir hópar ráðstefnunnar vann þessi hópur mjög gott starf, og skilaði frá sér skyrslu um niðurstöður sínar. Helstu atriði sem hópnum þóttu gagnrýni verð voru, ósamræmi í kennslu á milli sjúkrahúsanna,skorturámarklýsingum,enginn ábyrgur fyrir kennslu læknanema á sjúkrahúsum, illa skilgreind staða læknanema á sjúkradeildum, ómarkviss kennsla í klíniskri skoðun og að mikil brögð væru að því að klinikkur féllu niður, enkum á handlæknisdeildum. Hópurinn nefndi atriði til úrbóta og benti einnig á nokkur atriði sem væru til fyrirmyndar í verklegri kennslu læknanema. A.ö.l. vísast í skýrslu hópsins. Fjöldatakmarkanir. Það erkunnaraen fráþurfi að segja að Numerus Clausus læknadeildar hefur verið stöðugt þrætuepli innan deildar og utan frá ómunatíð. Markmið kennslumálanefndar var f.o.f. að halda umræðunni meðal læknanema vakandi. Nú ersvo komið að enginn árgangur er lengur í deildinni sem þekkir neitt annað kerfi en NC. Það vakti líka athygli á ráðstefnunni að sá hópur virðist fara stækkandi innan deildarinnar sem hefur alveg sætt sig við NC, og þykir hann skárri kostur en aðrar takmörkunarleiðir. Hópurinn ræddi aðallega fimm leiðir, sem allar hafa verið ræddar áður. Þetta voru NC, normalkúrva, hærri lágmarkseinkunn, inntökupróf og engar takmarkanir. Hópurinn komst ekki að neinni niðurstöður enda var þess ekki vænst. Umræðurpunktar hópsins liggja frammi ásamt stuttri úttekt á hverri leið fyrir sig. Námsmat. Þessi hópur ræddi hinar ýmsu leiðir til að meta árangur nemenda við nám í læknisfræði. M.a. var leitast við að svara spumingum sem settar höfðu verið fram og einnig að ræða nokkrar leiðir til námsmats sem nefndar höfðu verið. Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að auka bæri vægi verklega námsins til muna, og að það mætti þannig verða stúdentum hvatning til að rækja það sem skildi. Hópurinn var þeirrar skoðunar að endurmeta þyrfti í heild innbyrðis vægi kúrsa í deildinni. Auk þess tók hópurinn fyrir spuminguna um hvort einkunnir í klíniska hlutanum væru óeðlilega háar, og færði að því rök að svo væri ekki. Ráðningakerfíð. Vinna læknanema meðfram náminu og sumarvinna þeirra innan heilbrigðiskerfisins var rædd íþessujm hóp. Hópurinn skilaði ýtarlegum tillögum til breytinga á kerfinu. Þessar tillögur liggja frammi og verða ekki sérstaklega raktar hér. Einkamál Að vanda voru tekin fyrir fjölmörg mál einstakra nemenda, bæði innan kennslunefndar og kennslumálanefndar. Það er sennilega ekki ofsögum sagt að slík mál reyni mest á þolinmæði nefndarmanna og lipurð. Oftast er þama um viðkvæm mál að ræða sem ekki er ástæða til að tíunda hér frekar en áður í ársskýrslum nefndarinnar. Það er þó rétt að minnast á ánægjulega þróun sem orðið hefur á afgreiðslu slíkra mála innan kennslunefndar Iæknadeildar, sem felst í því að undanfarin misseri hefur nefndin í æ ríkara mæli tekið á slíkum málum af miklum skilningi og velvilja, laus við þá undanþágufælni sem einkenndi oft ákvarðanir og umræður fyrir nokkrum árum. Niðurlag Við starfið í vetur höfum við í KMN tekið eftir því að sjónarmið stúdenta innan kennslumálageirans eru farin að vega þyngra en þau gerðu fyrir nokkrum árum. Við þökkum þetta því að KMN hefur getað LÆKNANEMINN 1—989-42. árg. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.