Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 66

Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 66
gerð skoðanakannana á gæði kennslu. Einnig var haft samband við aðila í stúdentaráði og öðrum félögum þegar þess þurfti við. Deildarráðsfundir Fundir deildarráðs læknadeildar voru haldnir tvisvar í mánuði. Eru þar mál læknadeildar allrar tekin fyrir. Kom það nokkuð á óvart hve margslungin starfsemi deildarinnar er og má segja að umfjöllun um málefni stúdenta hafi ekki mikið rými þar. Kennslunefnd læknadeildar sinnir að mestu þeim málaflokki, en ýmist er að þar koma mál fyrst til umræðu eða er vísað þangað frá deildarráði. Endanleg afgreiðsla er í höndum deildarráðs og því nauðsynlegt að fylgja eftir málum þar, þó að mikla áherslu beri að leggja á starf kennslumálanefndar F.L. Deildarfundir Tvisvar á ári koma saman fastráðnir kennarar við deildina og eiga læknanemar rétt á ákveðnum fjölda fulltrúa þar. Andrúmsloftið er oft spennu hlaðið en á þessari samkundu eru allar stærstu ákvarðanir um starfsemi deildarinnar teknar. Þar geta stúdentar komið að athugasemdum og kynnt sérstök málefni, auk þess sem þeir hafa atkvæðisrétt í öllum málum fyrir utan ráðningar í kennslustöður. Læknafélag íslands Nokkur samskipti höfum við átt við L.I., fyrst og fremst vegna launamála læknanema. Upp úr þeirri umræðu vaknaði sú spuring hjá formanni L.I. sl. vor hvort að F.L. ætti að gerast aðili að þeim samtökum. Um það þarf að fjalla meðal læknanema og athuga á hvaða forsendum það væri best ef af yrði. Kynningarfundur með 1. ári Varhaldinn íbyrjunoktober, 1. ársnemarboðnir velkomnir í deildina, starfsem félagsins.kynnt, 2. árs nemar miðluðu af reynslu sinni og sóst eftir embættismönnum fyrir félagið. Allt gekk þetta vel. Lesaðstaða læknanema Eins og öllum læknanemum er kunnugt eru lestraraðstöðumál læknanema í hinum mesa ólestri. Við reyndum ítrekað að fá haldbærar upplýsingar um þessi mál frá ýmsum aðilum, bæði innan læknadeildar og Háskóla íslands. Var yfirleitt lítið um svör, þau þá óljós eða bar ekki saman. Stutt samantekt er nauðsynleg til að menn átti sig á þeim breytingum sem hafa átt sér stað. Húsnæði læknadeildar að Ármúla 30 Þar höfðu læknanemar u.þ.b. 40 lesborð, sem þeir misstu strax sl. haust, áður en skólastarf hófst, er Lyfja- og eiturefnafræði fékk það til afnota. Lesstofa læknanema að Tjarnargötu 39 Þar hefur fjöldi læknanema grúft sig yfir bókum í gegnum árin. Allt frá árinu '86 stóð til af hendi háskólans að selja húsnæðið og tókst það loksins haustið '88. Þar glötuðust 40 lesborð. Gerðist þetta áður en komið hafði verið upp aðstöðu fyrir nemendur íLæknagarði. Skapaðist mikil spenna og óvissa meðal nemenda hvar skyldi lesa fyrir þau próf er gengu í garð í desember sama ár. Læknanemar hafa því misst 80 lespláss á einu ári. Sú orrusta var töpuð áður en núverandi stjórn tók við. Læknagarður (Bygging 7) Eina lesaðstaðan sem læknanemum var úthlutað og ætluð þeim einum var bráðabirgðalesaðstaða, með um 40 borðunr, sem komið var upp á 2. hæð Læknagarðs. Reyndarflúðu svo nemendurþennan stað vegnahávaða sem fylgdi framkvæmdum í húsinu. Það var ekki fyrr en nú í vor að við fengum upplýsingar um að til stæði að innrétta nýja lesaðstöðu á 3. hæð, með 30 borðum, og yrði hún tilbúin í haust. Var áætlað að við mundum einnig halda aðstöðunni á 2. hæð, sem er í raun ætluð tannlæknanemum í framtíðinni, þar sem að þeir hafa aðstöðu í kjallara hússins sem læknadeild á hluta af. Þetta varð þó ekki raunin því tannlæknanemar hafa hreiðrað um sig í lesstofunni á 2. hæð nú þegar, og læknanemar sitja uppi með einungis 30 lesborð. Læknanemar hafa lengi litið á Læknagarð sem sitt framtíðarhúsnæði og fræðasetur og haft miklar væntingarum þáaðstöðu sem myndi skapastvið tilkomu þess húss. Stjórnarmeðlimir urðu því að vonum nokkuð undrandi þegar í ljós kom að við hönnun hússins hafði aldrei verið gert ráð fyrir að þar yrðu uppfylltar þarfir læknadeildar fyrir leshúsnæði og lesstofurými í Læknagarði sé fyrst og fremst ætlað þeim nemendum 64 LÆKNANEMINN 1-^989-42. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.