Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 34
gangrene. Af öðrum æðasjúkdómum má nefna
Reynauds disease og thrombangitis obliterans.
-Æðablóðrek (æðaemboliur); T.d. mesenterial
thrombosur.
-Secale eitranir
-Áverkar (Posttraumatiskar orsakir); Eftir ýmis
konar meiðsli geta komið drep í mjúkvefi og bein
(avascular necrosis), sem fyrr eða síðar breytist í
gangrene.
-Blóðrennslishindrun vegna ytri þrýstings eða
klemmu eins og t.d. við sjálfhelduhaul (strangulations-
herniur).
-Aðrar ytri orsakir; T. d. bruni, kal, bruni eftir
geislavirk efni og rafmagnsbrunar. Áður fyrr komu
fyrir vefjadrep eftir sótthreinsandi efni eins og t.d. lysol
(carbonic acid).
-Infectionir; Streptococcasýkingar (netjubólga)
leiða stundum til íludreps, en alvarlegustu tilvikin eru
þó sýkingar með clostridiae (gas- gangrenesýkingar),
sem oft eru banvænar.
Gangrene er kallað primært, þegar vefjadrep
stafar af sýkingu eða bacteriueitri og er að öðru jöfnu
miklu hættulegra en secundært gangrene, sem stafar af
minnkuðu blóðflæði eða blóðþurrð.
Þá er ennfremur talað um vott og þurrt gangrene.
Þurrt íludrep er algengast þegar vaxandi æðaþrengsli
hafa verið að minnka blóðflæði langan tíma og
vefjadauðinn þannig átt langan aðdraganda. Vefurinn
þomar þá smám saman upp, fær í byrjun á sig rauðbrúnan
lit, sem dökknar svo og verður svartur. Getur vefurinn
þannig þornað upp og minnkað að fyrirferð á nokkrum
tíma, án þess að augljós rotnun komi til og er þá talað
um, að vefurinn mummifierist.
Vott gangrene er einkennandi fyrir primært
gangrene og fylgja blöðru- myndanir, sem í byrjun eru
fylltar með vatnskenndum vökva, sem dökknar fljótt
og færá sig blóðlitaða áferð. Vott gangrene kemur líka
fyrir, þegar subcutis er fyrirferðarmikið eða mikill
bjúgur ívefnum, eins og ofter við hjartabilun. Við vott
gangrene verða mörkin milli lifandi og deyjandi vefs
ógreinileg, þar sem demarcatationin er mjög skýr þegar
um þurrt gangrene er að ræða.
Gasdrep (gasgangrene)
Clostridia eru gram-positivir, loftfælnir
sporamyndandi stafir, sem lifa íjarðvegi, semblandaður
er húsdýraáburði og öðrum lífrænum efnum. Þeir lifa
líka í þörmum manna og dýra og virðast ekki gera þar
mein (cl. Welchii). í þessum flokki bacteriaeru þekktir
yfir 90 stofnar og eru aðeins fáir þeirra pathogen
manninum. Þekktastir eru cl. tetanii og cl. botulinum
og flokkur sýkla, sem einu nafni eru nefndar
gasgangrene-sýklar, cl. perfringens, cl.septicum og cl.
Novii. Þessar sóttkveikjur mynda mjög kröftugt toxin,
en einna þýðingarmest er s.n. Alfa-toxin, sem er
lecitinase, en það leysir upp frumuhimnur og veldur
drepi í vöðvum. Loftmyndun verður samfara þessum
sýkingum við gerjun á kolvetnasamböndum og á hún
sinn þátt í að hindra eðlilega blóðrás vegna aukins
þrýstings, sem af þessu leiðir í vefjunum. Toxinin sjálf
framkalla líka bjúgbólgu, sem á sinn þátt í lélegri
blóðrás. Loftsæknar sóttkveikjur svo sem Esc. coli, eru
oft samfara þessum loftfælnu sýkingum, eyða súrefni
úr vefjunum og veikja þannig enn meira viðnám þeirra.
Clostridial vöðvadrep, öðru nafni gasgangrene,
verður helzt til við eftir farandi tilvik:
- Við háorkuslys með útbreiddum sáráverkum,
sem valda eyðileggingu á vefjum og þó sérstaklega í
vöðvum eins og við skotsár, sár eftir sprengjubrot og
við opin beinbrot.
- Þar sem hætta er á vefjadrepi af öðrum orsökum,
eins og t.d. vegna lélegrar blóðrásar. Má þar nefna of
þéttar umbúðir, compartment-syndrome og æðaslys.
- Sár, sem ötuð eru mold og húsdýraáburði.
-Sár, semóhreinkastafþarmainnihaldi sjúklings.
- Þegar hreinsun á sárum dregst meira en góðu
hófi gegnir, af einhverjum ástæðum.
Einkenni
Mismunandi langur tími getur liðið frá slysi þar
til einkenni koma fram og fer það eftir útbreiðslu
áverkans og óhreindum í sári og getur dregizt frá 6-48
klst.
Eittfyrsta og þýðingarmesta einkennið eru verkir,
sem komafljóttog stafam.a. af þrýstingi íhinum sýkta
vef, loftmyndun og bjúgbólgu. Hraður, veiklaður púls
tilheyrir sjúkdómsmyndinni og er áberandi hraðari en
svarar til hitahækkunar, sem getur verið óveruleg.
Blóðþrýstingur er eðlilegur í byrjun, en fellur þegar frá
líður þannig að um shock-ástand verður að ræða.
Hitahækkun er óáreiðanlegur mælikvarði um ástand
og alvarleika sjúkleikans.
32
LÆKNANEMINN 1-^Í9s9-42. árg.