Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 35

Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 35
Lækkaður hiti, með hröðum og veikluðum púls erslæmtteikn. Sjúkl. ermjög máttfarinn, svitnarmikið og er húðlitur venjulega gráfölur. Hvað snertir andlegt ástand er sjúkl. oft fjarrænn og gerir sér ekki grein fyrir veikindum sínum. Sinnuleysi, rugl, óráð og dauðadá koma síðar og eru merki um að sjúkl. sé altekinn af veikinni. I byrjun getur húðin yfir hinu sýkta svæði litið eðlilega út, en verður fljótlega hvítföl og glansandi. Frá sárinu rennur moldbrún, vatnsþunn vilsa, sem hefur fúla lykt. Þegar bólgan eykst missir húðin glansinn og fær á sig brúnleitan, mattan bronslit. Síðar meir myndast blöðrur yfir hinu sýkta svæði, sem innihalda dökkrauðan blóðvessa. Vefjamarr (crepitationir) finnst oft ekki fyrr en seint í sjúkdómnum. Fyrirbyggjandi meðferð Nauðsynlegt er að hreinsa sárin rækilega, opna þau vel og ná burtu öllum aðskotahlutum og dauðadæmdum vef. Þegar um þessa gerð sára er að ræða á að skilja þau eftir opin 5-7 daga, og halda þeim opnum með rökum salt- vatnsgrisjum. Sýklalyf: Penicillin, sulfa, cephuroxin og cephotoxin reynast öll vel. Antitoxin er gefið fyrirbyggjandi og álitið er að hyperbar súrefnisgjöf geti haft talsverða þýðingu í meðferð. Stífkrampi Stífkrampasóttkveikjan (tetanus) er loftfælinn, sporamyndandi stafur, sem er útbreiddur um allan heim og lifir í efri jarðvegslögum, einkum þar sem moldin er frjó og næringarmikil. Hún er líka algeng í þörmum grasæta, sérstaklega í hestum. Stífkrampi kemur fram hjá næmum einstaklingum, við sýkingar á tetanus-sporum eða bacillum. Hættan er mest, þegar um djúp, marin, útbreidd sár er að ræða, en samfara þeim er oft einhver vefjadauði, en líka við óhrein sár, ekki sízt ef þau óhreinkast af mold eða húsdýrasaur. Þessi sjúkdómur hefur verið algengur hjá mönnum, sem slasast á vígvöllum. Stífkrampi getur líka komið fram við minni háttar áverka, eins og t.d. við grunn brunasár eða við bólusetningu. Stundum kemur hann ekki í ljós fyrr en upphaflegi áverkinn er gróinn. Þetta er algengera hjá börnum, en þau eru næmari fyrir tetanus en fullorðnir. Þar sem heilbrigðisaðstæður eru frum- stæðar kemur fyrir að nýfædd böm sýkjast í gegnum naflastrenginn. Sýking sára af graftarsýklum auka enn á hættuna, þar eð þessar bakteríur eyða súrefni úr vefjum líkamns og valda auk þess niðurbroti vefja á staðnum og skapa þannig enn betri skilyrði fyrir stífkrampasýkingu. Venjulega verður lítin sem engin bacteriuinnrás á staðnum og veldur því tetanus-sýkingin óverulegum einkennum þar. Einkenni þau, sem stífkrampa- bakterían veldur stafar eingöngu frá toxini, sem verður til í sjálfu sárinu, en verkar á miðtaugakerfið. Ekki er alveg ljóst hvemig bakteriueitrið berst þangað, en þó er talið víst, að það berist með úttaugakerfi. Fyrstu einkennin em óveruleg, sviði eðasmástingir ínámunda við sárið og fljótt koma fram krampar í vöðvum umhverfis sýkingarstaðinn. Þá koma fljótlega fram krampar í tyggingarvöðvum (masseteres) og sfðar í alla sjálfráða vöðva. Krampi í tyggingarvöðvunum er oftast fyrsta og greini- legasta einkennið, sem menn veita athygli. Þetta er ban vænn sjúkdóm ur og menn deyja fy rst og fremst vegna hjarta- og/eða öndunarbilunar, sem er afleiðing af eiturverkunum á vital centrin í mænukylfunni. Bólusetning á barnsaldri tíðkast nú víðast hvar á Vesturlöndum. Til að viðhalda ónæmi þarf að gefa toxoid, ef meira en 4-5 ár eru liðin frá síðustu bólusetningu. Ekkert er þó þýðingarmeira en skoða sárin nákvæmlega, hreinsa burtu aðskotahluti og óhreinindi, fjarlægja dauðan og deyjandi vef og stöðva blæðingu. Sé ástæða til að óttast tetanus sýkingu er rétt að gefa Penicillin, sem sýkillinn er næmur fyrir. í stað PenicillinmágefaErythromycineðaTetracyclin.Þeim, sem ekki hafa verið bólusettir, en eru í hættu, er ráðlagt að gefa tetanus antitoxin eða gamma-globulin. Sárasýking Einn algengasti áhættuþáttur við slysasár er sýking. Öll sár, sem ekki opnast við smitsæfðar (aseptiskar) aðstæður verða að teljast menguð. Hætta á sýkingu er því alltaf fyrir hendi. Ymist þekkt atriði hafa áhrif á sýkingarhættuna og koma eftirfarandi einna helzt til greina: - Averkavaldur; Útbreiðslaáverkans og sköddun nærliggjandi vefja er á vissan hátt komin undir þunga LÆKNANEMINN 1-54989-42. árg. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.