Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 17
Alnæmi - Sjúkratilfelli
Jón Sigmundsson læknanemi.
Inngangur
Einstaklingum smituðum af alnæmisveiru (HIV,
Human Immunodeficiency Virus) fjölgar stöðugt
hérlendis, sem og erlendis. í byrjun árs 1989 var vitað
U[tt 48 smitaða Islendinga (9) en sennilega eru þeir
margfalt fleiri. Talið er að meðaltími frá smitun til
lokastigs sjúkdóms, þ.e.a.s. alnæmis (AIDS) sé 9 ár
(19). Hér verðurrakin sjúkrasaga sjúklings á lokastigi.
Sjúkratilfelli
Fyrsta lega. Um er að ræða karlmann um þrítugt
Sem lagðist inn á sjúkrahús vegna hita (39,9° C) og
tainverkja. Hann hafði fengið hroll og þyngslaverk
fytir brjóst, sömuleiðis kyngingarörðugleika. Við
skoðun var hann með stækkaða, dálítið auma eitla
undir kjálkabörðum og í holhöndum, eymsli á efra
magálssvæði og undir hægra rifjaboga. Helstu
blóðrannsóknir voru eðlilegar, nema að hann var með
vinstri hneigð og blóðflögufæð = 93 x 1071 (eðlilegt
gildi 155-365 x 1071). Vélindaspeglun sýndi mjög
utbreiddar hvítar skánir. I vefjasýni frá vélinda sást
mtkið af sveppum, bæði þráðum (pseudohyphae eða
hyphae) og einstökum frumum með útliti Candida
Qlbicans (mynd 1). Hitinn Iækkaði á þremur
solarhringum. Hann fékk nýstatín munnskolvatn og
amfóterisín B sogtöflurgegn vélindabólgunni. Fjórum
vikum síðar var hann enn með töluverða Candida
velindabólgu. Einkenni sjúklings voru í samræmi við
klínísk skilyrði alnæmis (3,24) á þessum tíma.
Onnur lega. Rúmlega tveimur árum síðar
lugðist hann inn vegna mæði, takverks, þurrs hósta,
hita (39-40°C), þyngdartaps (14 kg á einum mánuði),
blóðugs vatnsþunns niðurgangs, sviða við þvaglát,
sviða bak við bringubein, kyngingarörðugleika,
meltingaróþæginda. Hann gat ekki reiknað einföld
reikningsdæmi. Við skoðun var hann með hvítar
skelluríkoki,lítilsháttarbrakhljóð yfirhægralungaog
lítillega minnkaða öndun, dreifð eymsli um allan kvið,
mest í vinstri náragróf og væg bankeymsli yfir báðum
nýrum. Röntgenmynd af lungum sýndi þétta íferð í
hægra lunga. Speglun af vélinda sýndi bólgu sem talin
varafvöIdumCandida. Blóðrannsóknir: Hvítblóðkom
= 10.9 x 109/1 (eðlilegt gildi 4.0-11.0 x 1071), hækkað
sökk = 85mm/klst (1 -7), gammaglóbúlínaukning íblóði:
IgA =15.12 g/1 (0.90-4.50) og IgM = 3.59 g/1 (0.60-
2.05), lækkun á albumini 27.3 g/1 (40.0-54.0), hækkun
á gamma-glutamýltransferasa = 136 U/1 (11-50).
Deilitalning á eitilfrumum í blóði sýndi fækkun á T-
hjálparfrumum = 63/mm3 (600-1200) og lágt T-
hjálparfrumu/T-bælifrumu hlutfall = 0.17 (1.0-2.8).
ELISA (enzyme linked immuonsorbent assay)
(OrganonR) og Westem blot próf voru jákvæð með
tilliti til mótefnagegnHIV. Rannsóknirámænuvökva:
Hækkuð prótein = 706 mg/1 (200-400). Rannsókn á
sýni úr lunga sem tekið var með berkjuspegli leiddi í
ljós Pneumocystis carinii 1 ungnabólgu (mynd 1). Hann
fékk skútabólgu (sinusitis) ísjúkrahúslegunni. Candida
sýkingin var meðhöndluð með ketókónazóli
(Fungoral") og lungnabólgan með trímetóprím/
súlfametoxazóli (tmp/smz). Sjúklingnum batnaði
tiltölulega fljótt. Hann hafði öðru hverju hitatoppa.
Hann útskrifaðist á ketókónazóli og sulfadoxín/
pýrímetamíni (FansidarR) sem sjúkdómsvöm gegn
CanditaalbicansogPneumocystiscarinii\ungT\abólgu.
Þriðja til tíunda lega. Sjúklingurinn lagðist
inn á nokkurra mánaða fresti. Hann fékk endurteknar
Candida vélindabólgur og þurfti í eitt skiptið að fá
amfóterisín B í bláæð vegna þess. Hann fékk
endurteknar lungnabólgur, þar af trúlega einu sinni
Pneumocystiscarinii\ungnabó\gu. Sjúklingurinnvarð
mæðinn, í fyrstu við áreynslu en síðar einnig í hvíld.
LÆKNANEMINN 1-^1989-42. árg.
15