Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 37
yfir thenar og hypothenarvöðvum.
Frammi á fingrunum er þessu svipað farið. Volar
fascian er hér líka bundin við húðina, en hins vegar við
beygisinaslíður fingranna, einkum undir
fingurliðafellingunum. Gómhlutinn er líka vel
afmörkuð eining, sem takmarkast við fjærkjúkuliðinn,
en þar bindur bandvefsfell húðina við lið- pokann.
Fjölmargir bandvefsstrengir ganga frá húðinni niður á
kjúkuna og hafa þann tilgang að draga úr hreyfingu
húðarinnar yfir kjúkunni og gera á þanna hátt átak
gómsins styrkara.
Beygisinamar eru lokaðar í óeftirgefandlegu
sinaslíðri, sem nær frá ytri lófafellingunni fram að
fremsta kjúkulið. Bak við beygisinar lófans eru tvö
aðskilin hólf (thenar-glufan og miðpalmar-glufan),
sem eru aðskilin með bandvefsstreng yfir
III.miðhandarbeini,enerusjálfmjöglítiðeftirgefanleg.
Á handarbakinu er húðin laust bundin yfir sinum
og beinhimnu og því lítil hætta á blóðrásartruflunum
hér. Þessi lausi bandvefur á sinn þátt í því, að bólgur,
sem eiga upptök sín lófamegin á hönd og fingrum,
verða oft meira áberandi handarbaksmegin, en
lófamegin.
Flestar sýkingar í höndum stafa af staph. aur. og
afmarkast vel, mynda fljótt ígerðir, en vilja þó fremur
leita í djúpið en opnast á yfirborðið. Sýkingar af
str.pyogen. eru sjaldgæfari, en hafa meiri tilhneigingu
til að dreifast, framkalla djúpa netjubólgu og því að
öðru jöfnu hættulegri. Bráðar sýkingar með
sogæðabólgu, háum hita og almennum
sjúkleikaeinkennum, stafa oftast af strept.
pyogen.sýkingum.
Blandaðar sýkingar koma helzt fyrir í sambandi
við bitsár.
ígerð við neglur
Igerð við neglur (paraungual -subungual
infection) er ein algengasta sýking i höndum og á
upptök sín við naglband eftir áverka, oft mjög
óverulegan. Sýkingir, dreifist með nagljaðrinum og
leitar fljótt undir naglröndina og oftar kemur
viðkomandi ekki til læknis fyrr en hér er komið sögu.
Sýkingin getur haldið áfram í vefinn til hliðar við
nöglina, en leitar þó fyrst og fremst undir nöglina,
skemmir naglbeðinn og nær fljótt niður að kjúkubeini
ogerþáosteitisánæstaleiti,efekkerteraðgerð. Mikill
sársauki fylgir þessari sýkingu.
Meðferð: Nauðsynlegt er að taka burtu efsta
hluta naglarinnar, eða þann hluta, sem sýking er undir.
Ekki þarf alltaf að taka alla nöglina. Stundum er
nauðsynlegt að skera í subcutan ígerð gegnum
naglfalsið. Heppilegt er að ræsa út bilið milli naglbeðs
og naglbands með vaselingrisju. Subungual sýking,
sem er sjaldgæfari, er svonefndur apical abscess, og
situr sýkingin fremst í gómnum á mótum naglar og
góms og er þannig líka intracutan sýking. Oftast nægir
að klippa smá bita af nöglinni fremst yfir sýkingunni og
opna henni þannig Ieið út.
"Hundshland"
“Hundshland” er intradermal eða intraepidermal
sýking, sem lýsir sér í blöðrumyndunum og líkist
brunablöðrum. I þeim er vatnsþunn vilsa, en sjaldan
þykkur gröftur og er oftast um streptococcasýkingu að
ræða.
Meðferðin er fólgin í því að klippa upp blöðrur,
en meðhöndla sýkinguna annars staðabundið með
sýklalyfjum. Fyrir kemur þó, að bak við þessar blöðru-
myndanir liggja dýpri ígerðir, sem greinilega koma í
ljós, þegar blöðrurnar eru klipptar upp.
Herpessýking
Herpessýkingar koma fyrir á fingrum, einna
helzt kringum neglur eða á fingur- gómum. Algengast
er þetta hjá tannlæknum eða öðrum þeim, er vinna við
sjúkdóma í munni eða koki.
Furunclar og carbunclar
Furunclar og carbunclar koma fyrir á handarbaki
eða dorsalt á fingrum. Talsverð bjúgbólga fylgir oft
þessum sýkingum, sem annars hegða sér svipað og
annarstaðar á líkamanum og eru meðhöndluð á sama
hátt. Sjaldgæfar sýkingar á handarbaki eru svonefndar
sub-aponeurotiskar ígerðir, sem eru staðsettir milli
metacarpal beina og réttisina.
LÆKNANEMINN 1-Vi989-42. árg.
35